Reikningarnir greiddir með öryggi framtíðarinnar

"Um 77% Íslendinga segja í Eurobarometer-könnun sem framkvæmd var fyrir Evrópusambandið að þeir eigi ekki í erfiðleikum með að greiða reikninga heimilisins."

Betur að satt væri, en ég óttast að svo sé ekki. Ég trúi því ekki að aðeins 3% búi við verulega slæman fjárhag.

Hvað með hinar löngu biðraðir eftir matargjöfum? Var það fólk kannski ekki með í könnuninni?

Hvað með öll uppboðin, sem að vísu hefur dregið úr eftir dóm Hæstaréttar varðandi gengislánin, en það er enn verið að bjóða upp húsnæði fólks.

Hvað með allar vörslusviptingarnar í heimi ökutækjanna? 

Hvað með atvinnuleysið? Er það ekki 7-8%? Varla býr það fólk við góðan fjárhag.

Svo hefur auðvitað mörgum tekist að rétta fjárhag sinn eitthvað með því að ganga á framtíðaröryggi sitt. Hafa rifið séreignasparnaðinn sinn út til að borga með honum reikningana.

Reyndar er fjárhagur heimilanna afstætt fyrirbrigði. Kröfurnar eru svo mismunandi. Það sem sumum finnst í þokkalegu lagi, finnst öðrum afleitt.

Svarendur þessarar könnunar hafa greinilega reynt að bera höfuðið hátt og verið í jákvæða gírnum.

Það skekkir gildi könnunarinnar.


mbl.is Flestir segja fjárhaginn góðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn og aftur sannast á Evrópusambandið vinnubrögð sem eru ómarktæk. Áróðursdeild Evrópusambandsins kemur hér að verki. Hver trúir þessari skoðun,þetta er svo augljóst handstýrðar útkomur.

Númi (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 14:14

2 Smámynd: Björn Birgisson

Handstýrðar? Veit ekki um það, en nokkuð undarleg er útkoman. Svo mikið er víst. Er kannski ástandið skárra en maður hefur tilfinningu fyrir. Það væri þá jákvætt.

Björn Birgisson, 26.2.2011 kl. 14:19

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

U.þ.b. 77% af þeim sem ég þekki eru með allt frá lélegri til vondrar fjárhagsstöðu og sumir gjaldþrota. Það er skömm að því á Íslandi að vera blankur og fátækur eins og allir vita og gæti ég trúað því að það hefði áhrif á svörin...

Óskar Arnórsson, 26.2.2011 kl. 18:40

4 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar, ekki veit ég hvaða fólk þú þekkir, en þessi mynd sem þú dregur upp er varla raunsönn. En tæplega er hún þín óskhyggja til handa löndum þínum, þótt hafið skilji á milli. Eða hvað?

Björn Birgisson, 26.2.2011 kl. 18:49

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nei það er að sjálfsögðu engin óskhyggja. Hvað heldurðu að ég sé. Enn ég þekki fjöldann allan af fólki, enn fjármál þekki ég bara hjá mínum nánustu. Og ALLIR hafa farið illa út úr þessu á einn eða annan máta. Ein dóttir mín missti hús og fyrirtæki og flutti afr landinu þess vegna. Systir mín missti allt þar sem hún var nýbúin að skilja, selja og kaupa nýtt hús. Lánin fóru með öll þeirra fjármál. Ég sagði reyndar 77% til að vera í steríó við þessa könnun sem ég trúi engu um.

Það getur verið að það sé u.þ.b. helmingur fólk og þó meira sem hefur fengið hrikalega skell af þessu hruni og er langt frá því að klára sig. Ég klára mig bara vegna þess að það eru hæg heimatökin að fara erlendis. Enda var það sem ég átti erlendis sem reddaði mér og ekki neitt á Íslandi. Enda er ég komin á lappirnar aftur þó það svíði enn eftir Íslandsförina.

Afleiðingar hrunsins fyrir mig persónulega voru að ég þurfti að fara að vinna aftur, enn ég ætlaði að hætta því algjörlega. Ég er búin að vinna erfiða vinnu í 30 ár og gat hætt. Það er eina breytinginn. Og ég er alls ekki að kvarta. Ég hef stórgaman að því. Og það gengur miklu hraðar að klára mál á Íslandi með að vinna erlendis meða íslenska krónan er eins og hún er.

Það þyrfti bara að skipuleggja betur þetta að hjálpa vinnufæru fólki frá landinu svo það geti bjargað sér annarstaðar.

Óskar Arnórsson, 26.2.2011 kl. 19:27

6 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar, leitt að heyra af erfiðleikum þinna nánustu. Íslandsferð? Hvenær varstu hérlendis, ef ég má spyrja? Ertu núna í Svípjóð?

Björn Birgisson, 26.2.2011 kl. 20:04

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég flutti alfarin óg skráði mig inn í Svíþjóð fyrir 7 mánuðum síðan. Ég er búin að búa á Íslandi í næstum 7 ár. Frá 2003 þ 2010. Dýrustu sjö ár í mínu lífi, fjárhagslega. Núna skrepp ég bara til Íslands af og til. Var síðast á Íslandi rétt fyrir jólin. Núna tími ég ekki að fara til Íslands. Það er eins og að henda peningum í sjóinn.

Eiginlega var næstum allur tímin á Íslandi bara martröð hreint út sagt. Allt snérist um fjármál og peninga dagin út og dagin inn. Fólk talaði ekki um annað.

Að vinnumálum og kéxrugluðu hagkerfi undanskildu, þá myndi ég helst vilja búa á Íslandi að sjálfsögðu. Ég er með í verkefni í Svíþjóð, enda mjög þekktur fyrir mína vinnu þar, enn ekki á Íslandi. Og gæti unnið allan sólarhringin þangað til ég er hundrað ára. Þar þekkir engin neitt í þessum bransa nema naflan á sér...

Ég hef að sjálfsögðu verið á ferðalögum víða á þeim tíma sem ég bjó á Íslandi, börn í Svíþjóð, smá rekstur í Asíu sem ég er að flytja til Mexikó. Ég var einmitt að sortera allt á heimasíður á sænsku svo fólk viti hvað ég er að gera. Engin las það á íslensku og ensku. Íslendingar vita nefnlega allt best sjálfir.

En það er bara ekki hægt og nokkrum manni bjóðandi þetta. Þetta var orðið svo tæpt að ég var í vandræðum að koma innbúi með gámi og kaupa flugmiða! Ef að fólk á ekki þess meira sparifé við svona aðstæður þá er þetta hrikalegt.

Óskar Arnórsson, 26.2.2011 kl. 21:39

8 Smámynd: Björn Birgisson

Jæja, Óskar minn, bara búinn að búa á Íslandi 2003 til 2010 og engu logið þar um! Gangi þér sem best!

Björn Birgisson, 26.2.2011 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband