29.8.2011 | 23:17
Það eru engir englar í Ísrael
"Fordæmir ummæli Jóns Baldvins. Ólafur Jóhannsson segir það glæp að líkja Ísraelum við nasista." DV.is
Ekki er það glæpur, þótt einhverjum þyki ósmekklega saman jafnað.
Ísraelsmenn hafa sölsað undir sig land, langt umfram það sem þeim var ætlað eftir heimsstríðið.
Þeir halda nánast heilli þjóð í herkví og gettóum og bregðast við hverju áreiti af fádæma hörku.
Þeir eru svo sannarlega ekki barnanna bestir.
Svo mikið er víst.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það voru englar í Ísrael, þeir eru allir flúnir, þekki einn sem býr í Austurríki, honum var ekki vært í sínu heimalandi, því hann vildi halda frið við Palestínu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2011 kl. 23:27
Ummæli Ólafs eru dæmigerð fyrir hugsunarhátt og málflutning Síonista. Þeirra áróður hefur aflað Ísrael undarlega miklum stuðningi víða um vesturlönd, meira út á samúð frekar en vel ígrundað mat á málum. Ólafur er enginn einfeldningur og því verður ekki annað séð en hann kjósi vitandi vits að láta sem hann hvorki sjái, heyri eða skynji hvað í Palestínu er að gerast. Hvað má um það segja?
Helförinni má aldrei gleyma, hún á að vera mannkyninu áminning og lærdómur. En svo virðist sem Síonistar og fylgismenn Stór Ísraels hjósi að draga annan lærdóm af þeim hörmungum en eðlilegt og heilbrigt getur talist.
Rétt eins og Ólafi núna um umæli Jóns Baldvins, þótti Nasistum eflaust á sínum tíma, og fylgismönnum stefnu þeirra síðar, "eðlilega" öll gagnrýni á "ljúfmennið" Hitler vera glæp glæpanna og gróflega að æru þeirra vegið.
Samúð heimsins með gyðingum og þeirra hörmungum um miðbygg síðustu aldar er ekki galopið, takmarka- og tímalaust leyfisbréf til stjórnvalda í Ísrael til allra aðgerða, eins og þeir virðast halda. En meðan heimurinn hikar að árétta einmitt það, komast Ísraelsmenn því miður upp með að fara sínu fram.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2011 kl. 09:11
Já það sagði mér Austurrískur kunningi minn að þar í landi væru menn í fangelsi skammarinnar gagnvart Ísrael. Hann sagði að margir austurríkismenn væru ósáttir við sleikjugang yfirvalda við Ísraelsríki, þeir meira að segja gáfu Ísrael kjarnorkukafbát. Þeir eru ennþá með sektarkennd. Hann sagði það er komið nóg af þessu nú þarf að slíta tengslin milli fortíðar og nútíðar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2011 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.