Bjarni Benediktsson sækist eftir alræðisvaldi í málefnum bankanna. Það má aldrei verða - sporin hræða!

Skíthræddur!

Af því að sporin hræða svo skelfilega!
Nú eru Össur og Bjarni að karpa.
Um hvað?

Sjálft bankakerfið í landinu - sem í raun ræður miklu meiru um afkomu fólks og fyrirtækja í landinu - en sjálf ríkisstjórnin.

Bankarnir eru gífurlegar valdastofnanir í þjóðfélaginu og þeir sem ráða þeim hafa í raun miklu meiri völd en ráðherrar.

Já, hreinlega skíthræddur!
Sporin hræða svo skelfilega.

Davíð lagði Þjóðhagsstofnun niður þegar honum mislíkaði það sem frá henni kom.

Bjarni ætlar greinilega að leggja Bankasýslu ríkisins niður og nánast taka sér alræðisvald um aðkomuleysi ríkisins að bönkunum - einkavæðingardraumarnir lifa enn - þrátt fyrir martraðir af þeirra völdum á undanförnum árum.

Það er hreinlega algjört glapræði að hleypa Sjálfstæðisflokknum í þá aðstöðu sem Bjarni er að sækjast eftir með nýframlögðu frumvarpi, sem þeir Össur eru að karpa um.

Þjónkun þess flokks, sem Bjarni leiðir, við auðvaldið í landinu er algjör og það blasir við öllu sæmilega þenkjandi fólki.

Ætla rétt að vona að Össur standi í lappirnar í þessu máli, sem og allir þeir sem eru skíthræddir við fjármálaglæfra (fjármálaglæpi) þess flokks sem Bjarni leiðir.

Sérfræðingar eru víða, en sérfræðingar í fjármálaafglöpum eru flestir í Sjálfstæðisflokknum.

Höldum þeim frá fjöreggjum þjóðarinnar.

PS. Breaking News: Að sögn Frosta Sigurjónssonar setur Framsókn mikla fyrirvara við frumvarp Bjarna og mun ekki hleypa því óbreyttu í gegn um þingið. Framsókn virðist fremur standa með Össuri en samstarfsflokknum, sem er nokkuð merkilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband