Píratar vilja uppboð á kvótanum

 

Fiskveiðistjórnunin er mikið rædd þessa dagana og umræðan er nú svona og svona.

Þykir vænt um sjávarútveginn sem atvinnugrein.

Hef eytt ævinni í þremur sjávarplássum og veit vel hversu mikilvæg greinin er.

Tel að tillögur Pírata, nái þær fram að ganga (sem aldrei verður!) muni stórskaða greinina, raska enn frekar byggðaþróuninni en orðið er og stuðla að enn meiri samþjöppun í greininni, á kostnað smárra og meðalstórra útgerða og leiða til fjöldagjaldþrota og stórauknu svæðabundnu atvinnuleysi.

Allir vita að á uppboðum ríkir ekki jafnræði.

Þeir ríku kaupa það sem þeir ágirnast og enginn getur komið í veg fyrir það.
Verði sett ákvæði um hámarks aðgang einstakra fyrirtækja að auðlindinni - koma þau sér upp launuðum leppum til að bjóða í meira.

Sem sagt: Tillögur Pírata, sem reyndar eru fengnar að láni frá öðrum, eru ekki til að bæta neitt, þvert á móti eru þær til þess fallnar að valda öngþveiti og ómældum skaða.

Hver er svo tilgangurinn með þessum tillögum?

Að auka tekjur ríkisins af fiskveiðiauðlindinni.

Er þá alveg sama hvernig það er gert og hvaða afleiðingar það hefur?

Tel afar líklegt að Píratar hafi ekki hugsað þetta mál til enda og/eða haft slæma ráðgjafa.

Hvernig getum við aukið tekjur ríkissjóðs vegna veiðanna.

Til dæmis svona:
* Hækkað veiðileyfagjöldin í öllum tegundum.
* Stórhækkað skatta á gróða sem telst vera ofurgróði.
* Sett 20% af allri aukningu veiðiheimilda í Ríkispott, sem síðan yrði boðinn varanlega upp að hluta, en einhverjum byggðakvóta haldið eftir til að mæta óvæntum áföllum.

Þetta snýst ekki bara um krónur og aura í ríkissjóð.

Þetta snýst um afkomu og líf okkar mikilvæga sjávarútvegs og alls þess fólks sem byggir afkomu sína á að þar gangi vel.

Að mínu mati ætla Píratar að gambla með þetta.
Get ekki stutt það.

Lít raunar á tillögur þeirra sem óttalega barnalegt og illa ígrundað rugl.
Get alls ekki stutt það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þín eigin orð:

Hvernig getum við aukið tekjur ríkissjóðs vegna veiðanna.

Til dæmis svona:
* Hækkað veiðileyfagjöldin í öllum tegundum.
* Stórhækkað skatta á gróða sem telst vera ofurgróði.
* Sett 20% af allri aukningu veiðiheimilda í Ríkispott, sem síðan yrði boðinn varanlega upp að hluta, en einhverjum byggðakvóta haldið eftir til að mæta óvæntum áföllum.

 

Gætu þessi ofangreind orð þín ekki verið skref í rétta átt?

--------------------------------------------------------------------

Sjálfur myndi ég vilja taka upp uppboðskefi í öllu þessu tengdu; en útfærslan þyfti að vera nógu vönduð svo að dæmið gengi upp.

Spurning hvort að ASÍ gæti komið með góða útfærslu á málinu:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1784027/

Jón Þórhallsson, 27.8.2015 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband