Hvers vegna breytast að því er virðist heiðvirðir borgarar í villidýr fyrir kosningar?

Virkilega sérkennileg upplifun.

Að sjá hvernig dagfarsprúðir menn breytast í hálfgerð villidýr þegar líður að kosningum.

Hika ekki við að ljúga upp sökum á fólk og afneita algjörlega því að þeirra fólk hafi nokkru sinni gert neitt misjafnt.

Gott dæmi um það upplifði ég í gær.

Leyfði mér að nefna það að Bjarni Benediktsson væri tengdur slóð gjaldþrota og Eyþór Arnalds ætti skrautlega fjármálaslóð.

Var einfaldlega sagður ljúga því - þeir væru á engan hátt tengdir neinum gjaldþrotum og ferill þeirra í heimi fjármálanna væri algjörlega flekklaus!

Allt tal um annað væri bara rógur - og ég því sæmdur heitinu rógberi!

Varð vitaskuld nokkuð mikið hissa, því ég var aðeins að segja eitthvað sem alþjóð veit og hefur margsinnis verið rakið í fjölmiðlum!

Á sama tíma og þessir hamskiptingar lofa og prísa andlega leiðtoga lífs þeirra fyrir hreinleika og heiðarleika - þá ausa þeir þvílíkri drullu yfir meirihlutann í borginni að annað eins hefur ekki sést hér á landi áður!

Hef satt að segja ekki hugmyndaflug til að nefna eitthvað illt sem Dagur borgarstjóri á EKKI að hafa gert samkvæmt viðbjóðnum sem af þessum mönnum lekur.

Villimennskan og hatrið minnir einna helst á hatrið sem gjarnan er fylgifiskur hatramra trúarbragðadeilna.

Líklega má þakka fyrir að þessi nýja tegund villidýra hefur enn ekki gripið til vopna til að salla niður alla þá sem ekki deila með þeim trúarbrögðum.

Líkt og múslimar gera.

Fyrir þeim er mannslíf utan eigin trúarbragða ekki meira virði en líf engisprettu.

Taldi mig kannast við suma þessara manna og hafa kynnst þeim lítillega á góðum nótum.

En þegar þessi ofsi villidýrsins brýst fram í annars ágætu fólki verður maður áhyggjufullur.

Áhyggjufullur vegna þess að líklega er engin lækning til við þessum andskota.

Hef alltaf litið á stjórnmál sem leik þar sem heiðarleikinn skipti mestu máli, en undirróðurs og ofstopamenn hljóti að vera settir til hliðar þegar upp kemst um lundernið.

Kannski verður sú niðurstaða kosninganna í Reykjavík í vor.

Vonandi.

Valið virðist standa á milli hófsemi jafnaðarmennskunnar og þess haturs sem nærir siðlitla ofstopamenn í pólitíkinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband