Færsluflokkur: Bloggar

Á móti, en samt með?

Hvað? Er ríkisstjórnin enn á lífi, þrátt fyrir allar þessar ályktanir VG gegn eigin verkum í ríkisstjórninni?

Er þetta ekki að verða fullmikið fyrir Spaugstofuna?

Þeir eru nú bara mannlegir strákarnir!


Mannamál

Fréttin á mannamáli: Ef einhver manndómur væri í okkur VG liðum og tilhneiging til að standa við stefnu okkar, þá myndum við rjúfa stjórnarsamstarfið strax á morgun!
mbl.is Ályktun um utanríkismál samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrautlegir kjörseðlar?

Ég held að næstu kosningar verði bæði sögulegar og býsna skrautlegar. Rótgrónu flokkarnir munu örugglega fá svolítið á baukinn, án þess þó að gjalda afhroð.

Ef marka má fréttir eru fæðingarhríðir nokkurra afla við það að hefjast. Eftirtalin framboð gætu sést á kjörseðlunum og hugsanlega fleiri.

Vinstri grænir.
Hreyfingin.
Samfylkingin.
Borgarahreyfingin.
Sjálfstæðisflokkur.
Guðmundur Besti.
Framsóknarflokkur.
Lilju flokkur.
Hægri grænir.
........ og kannski fleiri?


Heiður þeim sem heiður ber!

Í hugum sumra virðist Geir Haarde einn eiga allan heiður af neyðarlögunum, þrátt fyrir samsetta ríkisstjórn.

Hvað kemur næst úr þeirri áttinni?

Hver skyldi eiga allan heiðurinn af nýjum og glæsilegum Þór?

Kannski Björn Bjarnason?


Var Bændablaðið að gera Morgunblaðinu grikk í morgun?

Bændablaðinu var dreift með helgarblaði Morgunblaðsins í dag. Á forsíðu þess segir að upplag þess sé 64 þúsund eintök.
Þar af fari 40 þúsund eintök í hús með Morgunblaðinu.
Auglýsingadeild Morgunblaðsins segir blaðið prentað í 55 þúsund eintökum.
Þetta kemur illa heim og saman.
Uppgefið upplag Fréttablaðsins er 90 þúsund eintök.
Var Bændablaðið að gera Morgunblaðinu grikk í morgun?

Tækjasalur og læknisþjónusta í Seðlabankanum

Í Seðlabanka Íslands vinna nú 135 manns og svipaður fjöldi vinnur hjá Reiknistofu bankanna í sama húsi. Alls um 270 manns.

Vel er hugsað um starfsfólkið.

Til dæmis er ágætlega vel búinn tækjasalur í húsinu.

Svo kemur læknir reglulega í heimsókn og hugar að starfsfólkinu nokkra klukkutíma í hverri viku.

Það er gott til þess að vita að heilbrigt og hraust fólk höndli með okkar sárlösnu krónu!

Læknirinn hefur víst ekkert fundið til að gefa henni!


Fjölelti?

Hefur einelti af hálfu Morgunblaðsins nokkuð verið kannað og mælt? Eða annarra fjölmiðla? Það ætti þá kannski að heita fjölelti!
mbl.is 10% hafa orðið fyrir einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leigupennar. Sálir til sölu fyrir 30 silfurskildinga?

 Með tilkomu netsins, bloggsíðanna og Facebook, finnst mér eins og fram hafi komið nýyrði í málinu okkar.

 Leigupenni.

Margir eru nú sakaðir um að vera leigupennar. Það er víst skammaryrði. Ég hef alltaf kosið að trúa því að allir almennir skrifendur á bloggsíðum og Facebook séu bara fólk með skoðanir, sem það vill deila með öðrum.

Er það rangt mat?

Við yfirferð á helstu pólitísku netmiðlunum að undanförnu, liggur við að hvarfli að mér að breyta skoðun minni. Þá er ég ekki að tala um yfirlýsta starfsmenn miðlanna.

Miklu heldur um hinn almenna borgara sem skrifar undir eigin nafni.

Eru kannski margir snjallir netpennar í landinu að selja andskotanum sálina sína til að útbreiða boðskap hans?

Þeir eru margir andskotarnir í þessu landi.

Með gríðarlegt fjármagn.

Hér á Moggabloggi eru nokkrir grunaðir um slíka sálarsölu!


Skotar myndu örugglega þiggja að hafa íslenska þingmenn, peninganna vegna!

Hæfileikaríkt, hámenntað, reynslumikið og vel virt fólk hérlendis, ræður sig ekki í vinnu fyrir þjóðina, til að þiggja 550 þúsund kall fyrir og linnulaust níð í fjölmiðlum og frá almenningi.

Ef einhver heldur að kosningar muni stórbæta mannvalið á Alþingi, þá fer sá hinn sami algjörlega villur vegar.

Eingöngu meðaljónar munu fást til að leysa núverandi alþingismenn af hólmi.

Meira að segja gæti þjóðin tapað nokkrum greindarvísitölustigum af löggjafarsamkomunni með kosningum.

Ætli ræstingafólk annarra þjóðþinga sé ekki betur launað en okkar þingmenn?

Mætti alveg segja mér það.


Engin blóm, takk! Og alls engin hlutabréf!

Á nokkuð stóran brandarabanka og hef verið að vinna í því að uppfæra hann og stækka.

Steinhætti því í dag þegar Capacent birti könnun sína.

Þjóð sem ætlar að verja 36% atkvæða sinna til Sjálfstæðisflokksins þarf ekki nýja brandara.

Hún elskar þá gömlu og margsögðu og hefur örugglega ekki húmor fyrir neinu nýmeti og er hreint ekki líkleg til að skilja það.

Brandarabankinn minn verður því lokaður um sinn.

Vegna jarðarfarar skynseminnar í þessu landi og upprisu mestu fjármálabúskussa landsins.

Engin blóm, takk! Og alls engin hlutabréf!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband