Kosningabaráttan í Reykjavík nú er sögulegur viðbjóður

Kosningabaráttan í Reykjavík nú er sögulegur viðbjóður.

**********

Öðlaðist kosningarétt árið 1971, þá tvítugur að aldri.

Hef síðan kosið 15 sinnum til Alþingis og 11 sinnum í sveitarstjórnarkosningum.

Fylgst ágætlega með þróun mála í kosningabaráttunni, en mesta athygli vekja alltaf alþingiskosningarnar og svo baráttan um Reykjavík.

**********

Einmitt.

Baráttan um Reykjavík.

Á þessum tíma hefur hún í raun oftast snúist mest um gengi Sjálfstæðisflokksins og hvort hægt væri að mynda meirihluta án flokksins.

Flokkurinn náði hreinum meirihluta 1974, 1986 og 1990 og myndaði einkar subbulega meirihluta með Framsókn og Frjálslynda flokknum á árabilinu 2006-2010.

Hefur síðan setið í minnihluta og sér nú fram á framlengingu þeirrar setu til ársins 2022.

**********

Hinn sögulegi viðbjóður.

Kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins í borginni nú, undir forustu Eyþórs Arnalds og einhverrar sjálfskipaðrar klíku, er ekkert annað en rakinn óþverri hvernig sem á er litið.

Hreinum ofsóknum og persónuníði er beitt gegn sitjandi borgarstjórnarmeirihluta, en þó einkum að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.

Minnist þess ekki að hafa orðið vitni að viðlíka lágkúru.

Í hugann koma fleyg orð Styrmis Gunnarssonar, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins:

Þetta er bara ógeðslegt.


Bloggfærslur 24. mars 2018

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband