23.2.2010 | 01:02
Kommarnir duga kvensunum best
Nú er þessi Norðurhjara þjóð að fara á límingunum vegna alvarleika mála. Samt er alltaf stutt í spaugið hjá okkur vinstri mönnum, en hægri menn, alla vega bloggarar á þessum miðli, geta aldrei leyft sér að brosa. Samansafn þvílíkrar andlegrar stífni fyrirfinnst hvergi nema hér á þessum miðli og í flokknum þeirra, sem kennir sig við vængstýfðan og hungraðan fálka um þessar mundir.
Einn brandarinn þeirra hægri bloggaranna er að kalla stjórn Heilagrar Jóhönnu Icesave stjórnina. Eftir að vildarvinir þeirra smíðuðu Kjartansgálgann og Landsbanka aftökupallinn og settu upp böðulshetturnar, töldu þeir sig vera í bestu málum. Þeir gerðu sér enga grein fyrir því að gálginn biði þeirra sjálfra, vina þeirra og vandamanna og að það kæmi í okkar hlut, vinstri manna, að skera þá niður. Sem við gerum, okkur þykir vænt um allt sem lifir. Hægri menn og kakkalakka þess vegna. Trúi því hver sem vill.
Boðað hafði verið til fundar í Valhöll. Þétt var setinn bekkurinn af íhaldsliði, sem þó taldi sig vera að ráða þjóðinni heilt, með þeim rökum að ef fjármunir þjóðarinnar streymdu til þeirra, gætu þeir látið gott af sér leiða með smávægilegum framlögum til góðra mála. Auður til mín, molar til þín.
Karlarnir voru allir með bindi, vambsíðir. Lyktuðu af vindlum og vískíi gærdagsins. Konurnar voru gulli skreyttar um háls og handleggi og afar vel skóaðar, flestar í skóm skinna dýra í útrýmingarhættu, en létu sér fátt um finnast. Fegurð þessa fólks var mest utan á hangandi, öllu minni í sálinni.
Skyndilega snarast inn í salinn ljóska á háhæluðum sjúskuðum skóm og skjögrar að ræðupúltinu.
"Djöfull er mér kalt, er ekki einhver hér sem getur hjálpað mér að hneppa blússunni minni upp í háls? Ég ræð ekkert við það með þessar löngu neglur og kalda putta."
Þá stóðu allar gullskreyttu frúrnar upp, enda þeim í blóð borið að gera góðverk, sérstaklega þau sem ekkert kosta. Upp í háls var hneppt hjá ljóskunni á mettíma.
"Takk fyrir æðislega, glingurgellurnar mínar".
"Eru einhverjir kommar hérna, stelpurnar segja allar að þeir séu langbestir. Ég er að fara heim. Það er nefnilega svo kalt í litlu íbúðinni minni og sængin mín er svo rosalega þunn."
Þá stóðu allir karlmennirnir upp í Valhöll.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Kommarnir duga kvensunum best",
kvensami Bjössi segir.
Ljóskuna fær hann þá fyrir rest.
Faðmar svo hana og þegir.
Sæmundur Bjarnason, 23.2.2010 kl. 01:53
Takk fyrir innlitið, minn kæri Sæmundur, sjaldséðir eru hér mislitir hrafnar, en ávallt velkomnir. Þó það nú væri.
Vísuna tel ég ekki dýrt kveðna, en tek viljann langt fram um verkið. Vertu ávallt velkominn á mína aumu síðu.
Björn Birgisson, 23.2.2010 kl. 02:25
Stórskáldin eiga alltaf svör við öllu. Því leita ég til þeirra þegar mér verður orða vant, sem gerist, reyndar sjaldan!
Steinn Steinarr, sá skunkur, er minn maður. Svo sannarlega.
"Nú spyr ég þig, öreiga æska,
sem auðvaldið smáir og sveltir.
Átt þú líka að fylla þann flokk,
sem falsið og blekkingar eltir?
Átt þú að láta þér lynda
þín lífskjör og molana tína,
en framleiða í guðs nafni allan arðinn
til auðs fyrir böðla þína?
Er þetta ekki snilld? Ef ekki hvað er þá snilld?
Björn Birgisson, 23.2.2010 kl. 02:54
Björn,þessi vísa er snilld.
Helga Kristjánsdóttir, 23.2.2010 kl. 05:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.