Bráðskemmtilegur auglýsinga hönnuður!

"25 manns létu krossfesta sig í morgun í steikjandi hita í bænum San Fernando. Hvert og eitt þeirra hékk í nokkrar mínútur á krossinum til að minnast þjáningar Krists 2.000 árum fyrr.  Sjúkratjöldum hefur verið komið upp við staðinn og leita flestir beinustu leið þangað þegar yfirbótinni er lokið til að fá aðhlynningu, verkjalyf og stöðva blæðinguna í lófunum." sagði mbl. is á föstudaginn langa.

Ekki er nú öll vitleysan eins.

Ég heyrði einu sinni nokkuð skemmtilega sögu að vestan, frá Bolungarvík, nánar tiltekið. Læt hana flakka hér, en man hana kannski ekki orðrétt.

Jón Friðgeir rak byggingavöruverslun í Víkinni og við vörutalningu komst hann að raun um naglalagerinn var allt of stór. Því leitaði hann til auglýsingahönnuðar og bað hann að útbúa snjalla auglýsingu fyrir sig. Sá brást vel og rösklega við og sýndi verslunarmanninum hugmyndina sína. Hún var svona:

Frelsarinn var sýndur á mynd, rígnegldur á krossinn. Undir myndinni stóð:

Þeir klikka ekki naglarnir frá Jóni Friðgeiri!

Þetta þótti Jóni Friðgeiri afar ósmekklegt og bað hönnuðinn um aðra og betri hugmynd. Ekki stóð á henni. Hún var svona:

Frelsarinn var sýndur á mynd, þar sem hann hafði dottið af krossinum og lá á rykugri jörðinni. Undir myndinni stóð:

Þeir hefðu betur notað naglana frá Jóni Friðgeiri!

Fáum sögum fer svo af naglalager Jóns Friðgeirs eftir þetta!

(Endurbirt)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Verð nú að segja að þrátt fyrir góða viðleytni þína til að vera fyndinn finnst mér þetta ekki við hæfi nú á páskum! ekki það að ég sé sérlega trúaðum maður heldur er það vegna allra hinna sem kannski vilja leyfa trú sinni að vera þeirra um hátíðirnar, sumir lesa þín ágætu blogg og komast þannig ekki hjá því lesa þessa "miður góðu" brandara þína, og aðrir rata óvart inn og verða ábyggilega fyrir miklum sárindum.

Guðmundur Júlíusson, 3.4.2010 kl. 22:46

2 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Júlíusson, sagan er sönn! Enginn þarf að lesa bloggin mín ótilneyddur! Ef sagan særir einhverja: Biður þú ekki bara fyrir þeim? Ég sé að þú fylgist með hverju mínu skrefi hér á blogginu. Þú þarft þess ekki endilega, eða hvað? Enginn hefur kvartað yfir alvarlegum sárindum hingað til. En kvörtunardeildin er opin allan sólarhringinn! 

Björn Birgisson, 3.4.2010 kl. 22:59

3 identicon

Besta saga sem ég heyrt lengi. Endilega komdu með fleiri sögur Björn, ég skora á þig!

Finnbogi Valsson (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 00:03

4 identicon

Mér þykir óendalega vænt um Jesú Krist og er því væntanlega trúaður, en þessi saga særir hvorki mig né mína trú.  Ég hef oft heyrt þennan brandara áður.

Ég óska ykkur öllum gleðilegra páska.

Gunnar Björn Björnsson (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 16:41

5 Smámynd: Björn Birgisson

Sömuleiðis, Gunni minn, gleðilega páska!

Björn Birgisson, 4.4.2010 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband