9.6.2010 | 16:42
Hver trúir þessu?
"Ólafur segist ekki eiga von á öðru en að vönduð rannsókn muni leiða hið rétta í ljós."
Ósköp er þetta sakleysisleg og falleg yfirlýsing frá athafnamanninum Ólafi Ólafssyni. Þess vegna er það bæði synd og skömm að líklega trúir henni ekki nokkur maður.
En notalegt til þess að vita að "einn virtasti fjárfestir heimsins" og hinn alþjóðlegi Kaupþing banki skuli hafa haft Ólaf sér til aðstoðar við viðskiptin sér að kostnaðarlausu. Margur hefur nú gefið minna og dauðséð eftir því.
Braut engin lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona fréttir vekja upp spurningar um hvort ekki sé eðlilegt að hafa "líkar þetta EKKI" og fingurinn niður, sem möguleika á mbl.is.
Eins og stendur er bara hægt að gefa í skyn að manni líki þetta.
Og mér líkar þetta ekki.
Eiginlega alls ekki!
Nema síður sé.
Vilhelmina af Ugglas, 9.6.2010 kl. 16:57
Hafði Ólafur ekki hagsmuna að gæta? Þ.e. að fá fjársterka fjárfesta inn í fyrirtækið. Eg hefði haldið að það væri nóg þóknun fyrir að kynna Sjeikinn fyrir KB.
Hitt er annað mál hvort þú trúir Ólafi, það skiptir svo sem ekki máli, hann er einungis að koma sínum skoðunum á framfæri eins og þú hefur gert með þínar. :)
Magnús Guð. (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 17:03
Það víða húmor í allri Hrunumræðunni og hollt að taka hann með og það verður örugglega gefin út brandarabók eftir einhver ár.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 17:50
eitt orð !
ÓGEÐ !
Kristín (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 22:46
Kristín, hver er ÓGEÐ í þessu tilfelli? Kannski síðuhöfundur?
Björn Birgisson, 9.6.2010 kl. 22:50
Ekki láta það hvarfla að þér að nokkur lifandi maður á landi voru muni reyna að verja Ólaf hin seka!
Sigurður Haraldsson, 10.6.2010 kl. 00:53
Sigurður, það hefur mér aldrei dottið í hug.
Björn Birgisson, 10.6.2010 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.