9.6.2010 | 21:06
Vitskerta tíkin í stjórnarráðinu læst inni og lyklinum hent?
Það verður aldeilis gaman að fylgjast með slagnum um embættin á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem framundan er. Þar mun margur prúður og víðsýnn maðurinn verða í framboði. Ekki veit ég hvort höfundur tilvitnaða textans hér fyrir neðan verður í framboði, en hann er ólíkt kjarnyrtari en til dæmis Bjarni Benediktsson, sem allir vilja fella, en enginn þorir gegn.
"Gylfinn hefur lagst svo hund-flatur fyrir Evrópu-valdinu, að hann ræðst að forseta lýðveldisins með sömu brígsl-yrðunum og forsætisráðherra-tíkin. Þetta lið er svo vitskert að það ætti með réttu að loka inni á hæli og henda lyklinum. Ætlar alþýða landsins innan ASÍ að una áfram stjórn Gylfans?" (Loftur Altice Þorsteinsson)
Þarna kemur skrifarinn krókalaust að kjarna málsins og auglýsir og kynnir sjálfan sig vel í leiðinni!
Svona eiga bændur að vera!
Það er sannur þjóðarheiður að svona skrifum.
Eða er það ekki?
Er þetta kannski bara algjör þjóðarósómi?
Líklega.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekkert skrítið að fólk vilji ekki vera með svona liði í liði.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 23:05
Grefill, um 30% þjóðarinnar taka undir þennan boðskap Lofts. Veistu hvað er að þessu fólki?
Björn Birgisson, 9.6.2010 kl. 23:12
Tíkin svonefnda segir stjórnarandstöðuna vera að ría sig trausti ég spyr hvaða trausti, hefur hún ekki bara mismælt sig?
Eyjólfur G Svavarsson, 9.6.2010 kl. 23:50
Eyjólfur, ég geri ráð fyrir að þú sért að tala um forsætisráðherra þjóðarinnar á erfiðum tímum, þótt þú getir ekki nefnt nafn hennar eða viljir það ekki. Mig grunar að í næsta svari þínu ætlir þú að segja mér hvert þjóðin á að leita með traustið sitt. Kjánalegt innskot mitt: Er það kannski til Guðlaugs Þórs og Bjarna Benediktssonar?
Björn Birgisson, 9.6.2010 kl. 23:58
Björn minn, ég get því miður ekki bent þér á neitt því að traust mitt á stjórnmálamönnum er ekkert og þá meina ég ekkert, það er alveg sama í hvaða stjórnmálaflokki það er. Þetta er ömurleg staðreind í landi sem maður héllt að spilling væri tiltölulega lítil.
Eyjólfur G Svavarsson, 10.6.2010 kl. 14:08
Besti flokkurinn kannski?
Björn Birgisson, 10.6.2010 kl. 14:14
Nei, Björn, ég veit nú ekki hvað er að þessu fólki, enda myndi ég þá selja þeim elexír við þessu og setjast síðan í helgan stein.
Hins vegar er ég ekki viss um að þessi 30% taki undir orðbragð Lofts. Þvert á móti þá held ég að með sínum sóðanafngiftum þá fæli hann og aðrir sem tala svona fólk frá sér og sínum flokki - sem er í sjálfu sér ágætt.
Annars reyndi ég eitt sinn að benda Lofti á þetta, en fékk umsvifalaust yfir mig "sossa"-stimpil og bölbænir fyrir mínu vinsamlegu ábendingar.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 15:11
Takk fyrir þetta, Grefill. Láttu mig kannast við kauða.
Björn Birgisson, 10.6.2010 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.