Afnemur Jón Gnarr öll 2007 hlunnindi og sporslur hjá Orkuveitunni?

Á sama tíma og forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur lýsir því að hækka þurfi gjaldskrá samþykkir hann kaup á Benz-glæsijeppa fyrir framkvæmdastjóra fjármála hjá fyrirtækinu. Stjórnarmaður í Orkuveitunni segir að kaupin hafi ekki verið rædd í stjórninni. Skuldir Orkuveitunnar eru vart minni en 220 milljarðar króna og eru að mestu á ábyrgð borgarbúa, það er venjulegs fólks.

Hvað er að þessu fólki? Heldur það enn að árið 2007 sé ekki liðið? Þetta hálaunalið er fjandanum sjálfum útsjónarsamara við að hækka launin sín með alls kyns sporslum og greiðslum fyrir eitt og annað sem á engan hátt tengist vinnu þess.

Flestir Íslendingar fara til og frá vinnu sinnar á sínum eigin bílum, reiðhjólum, í strætó, fótgangandi eða jafnvel skokkandi. Hvenær myndi það hvarfla að kennara eða verkamanni í fiski að heimta bíl undir rassinn á sér vinnunnar vegna. Aldrei og ekki er það fólk verðminna fyrir samfélagið en þeir sem aka um allt á kostnað almennings. Svo mikið er víst.

Séu þessi hlunnindi um samin ber einfaldlega að rifta þeim samningum.

Það væri flott fyrsta embættisverk Jóns Gnarr borgarstjóra að afnema öll hlunnindi hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þau eru ekki aðeins siðlaus, heldur hefur Orkuveitan ekki efni á að borga þau. Hækkunarþörfin minnkar bara aðeins og allir verða ánægðir.

Líka þeir sem missa hlunnindin. Þeim mun líða betur réttlætismegin í lífinu.

Þarf eitthvað að ræða það nánar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir segja að þetta sé ákvæði í kjarasamningi viðkomandi. 

Það væri gaman að vita hvernig "æðri" embættismenn brygðust við ef svona ákvæðum yrði sagt upp með löglegum fyrirvara. 

Það eru bara tveir möguleikar sem upp geta komið. Viðkomandi unir við uppsögn ákvæðisins. 

Og svo hitt að viðkomandi telji sig lítillækkaðan og segir upp og það er bara fínt. Hrokagikkir hafa ekkert erindi í fyrirtæki í almannaeigu. 

Það er nefnilega til gott fólk út um allan bæ til að mæta í vinnuna á eigin bíl eða bara í strætó.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 22:53

2 identicon

Já, það þarf að losna við þennan flottræfilshátt úr kerfinu. Nóg af góðu fólki sem lætur launin duga!

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 23:06

3 Smámynd: Björn Birgisson

Nákvæmlega, Jón minn Óskarsson. Breytingar sem virðast borðliggjandi, geta verið flóknar í framkvæmd. Til að fylgja þeim eftir þarf vilja og kjark. Aðallega kjark.

Björn Birgisson, 9.6.2010 kl. 23:07

4 Smámynd: Björn Birgisson

Grefill, einmitt, flottræfilsháttur er rétta orðið og ég fyrirlít það og það fólk sem lifir samkvæmt því.

Björn Birgisson, 9.6.2010 kl. 23:10

5 identicon

Fjórflokkurinn í borgarstjórn og þessir umræddu stjórnendur ráku þetta fyrirtæki, Orkuveitu Reykjavíkur, í þrot.

Það er einfaldlega skylda nýrra borgarfulltrúa að hreinsa þarna út.

Það verður að láta þessa embættismenn sem settu þetta fyrirtæki í þrot, það verður að láta þá fara.

Sjónarformaður Orkuveitunnar var fulltrúi Framsóknarflokksins. Kjósendur í Reykjavík gáfu Framsóknarflokknum í Reykjavík og þessum stjórnarformanni Orkuveitunnar rauða spjaldið. Framsóknarflokkurinn var þurrkaður út úr borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta er dómur kjósenda yfir störfum Framsóknarflokksins á kjörtímabilinu og þar með yfir störfum stjórnarformanns Orkuveitunnar. "Burt með þetta lið" segja kjósendur í Reykjavík um þessa framsóknarmenn.

Sama á að gera með þá stjórnendur Orkuveitunnar sem bera ábyrgð á rekstri hennar síðustu ár. Það á líka að gefa þessu liði rauða spjaldið.

Það er hámark ósvífninnar að kaupa undir þá sem ráku Orkuveituna í þrot bíla fyrir fleiri milljónir. Forstjórinn og stjórnarformaðurinn hljóta að vera veruleikafyrtir / ruglaðir að hafa leyft þetta. Þessum mönnum á ekki að treysta til að reka Orkuveituna.

  • Kjósendur ráku stjórnarformanninn.
  • Nú er komið að hinum nýi borgarfulltrúum að reka forstjórann og hans meðreiðarsveina.

Sniddan, klippt og skorin (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 23:32

6 Smámynd: Björn Birgisson

Sniddan, klippt og skorin, þetta er vasklega fram sett athugasemd. Ég er svo heppinn að búa í Grindavík, en mér er höfuðborgin kær, eins og reyndar landið allt. Þess vegna eru þessi skrif mín tilkomin.

Björn Birgisson, 9.6.2010 kl. 23:38

7 identicon

Ég var að skoða stefnuskrá besta flokksins á slóðinni http://bestiflokkurinn.is/um-flokkinn/stefnumal en þar stendur orðrétt um spillingu:

"Við lofum að stöðva spillingu. Við munum gera það með því að stunda hana fyrir opnum tjöldum"

Gunnar Björn Björnsson (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 09:30

8 Smámynd: Björn Birgisson

Já, Gunnar Björn, sjáanleg spilling er miklu betri en falin spilling!

Björn Birgisson, 10.6.2010 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband