Hver er varamaður Sigurðar Kára?

"Neitaði Sigurður Kári því alfarið að hafa haft nokkur tengsl við lögfræðistofuna og að hafa þegið frá þeim neinar peningagreiðslur."

Sigurði Kára var skipt inn á Alþingi sem varamanni þegar einum úr byrjunarliðinu varð illt í siðferðisvitundinni. Nú er svo komið að Sigurði Kára er varla sætt lengur vegna styrkjamálanna og væntanlega stutt í að honum verði líka skipt út af.

Þetta minnir óneitanlega á það þegar Tony Knapp, þáverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu, setti Inga Björn Albertsson inná í landsleik og kippti honum svo útaf aftur fáeinum mínútum síðar við mjög litla hrifningu leikmannsins, en nokkurn aðhlátur í stúkunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Lestu nú þetta:

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Svein_Andra/syndir-steinunnar-og-modursykin

Sigurður hefur ekert gert og þessar aðfinnslur eru alveg út í hött.

TómasHa, 10.6.2010 kl. 19:58

2 Smámynd: Björn Birgisson

Nenni ekki að lesa þetta. Sigurður hefur ekkert gert fyrir þessa þjóð. Það er nú mergurinn. Kjósendur munu hafna honum - ekki fyrir mín orð, heldur vegna hans og hans gjörða, sama hvað þú segir Tómas.

Björn Birgisson, 10.6.2010 kl. 20:11

3 Smámynd: TómasHa

Mat manna á því hvað menn hafa gert fyrir þjóðina er nú æði misjafnt. Sem betur fer búum við í lýðræði og menn eins og þú eru ekki þeir einu sem ákveða hverjir sitja fyrir okkur á þingi.

TómasHa, 10.6.2010 kl. 20:36

4 Smámynd: Björn Birgisson

TómasHa, hárrétt hjá þér. Ég á bara mitt atkvæði og mínar skoðanir. Lengra nær það ekki. Hvort tveggja er mér þó jafn heilagt og mannorð mitt og siðferði er. Líttu á þetta:

Þessi styrkjamál eru dapurleg en samt bráðfyndin á sama tíma. Um þetta giltu engar reglur og því voru engin lög brotin. Allir þekkja orðið mútur, en þær munu vera algengar erlendis, en lítið nefndar hérlendis, á hinu hamingjusama og lítt spillta Íslandi. Um að gera að láta múta sér ef engin lög banna það. Þetta snýst allt um siðferði þegar grannt er skoðað. Siðferðisþröskuldurinn á Alþingi er í sögulegri lægð. Þar þarf að lofta ærlega út.

Sigurður Kári vill ekki upplýsa hverjir lögðu fjármuni í sparibaukinn hans. Má ég giska hvaða aðilum hann vill ekki gangast við að hafa þegið fé af?

Bönkunum og útrásarauðrónum Íslands? Eins og Guðlaugur Þór?

Þeir eru að falla saman, blessaðir drengirnir.

Björn Birgisson, 10.6.2010 kl. 20:51

5 Smámynd: TómasHa

Þessi umræða er löngu komin á villigötur, nornaveiðar gegn öllum þeim sóttu styrki. Menn verða bara að sætta sig við að þetta er sá tími sem þá var í gildi og á meðan ekki er hægt að að sýna fram á að mútur eða menn hafi beitt sér á óeðlilegan máta skil ég ekki að þessir menn eigi að segja af sér.

Það vill nú þannig að þetta er mjög einfalt á alþingi þar sem allt er upp á borðunum.

TómasHa, 11.6.2010 kl. 14:35

6 Smámynd: Björn Birgisson

TómasHa, ég skil alveg þín sjónarmið, en ég held að kjósendur upp til hópa líti þessi mál öðrum augum en þú gerir.

Björn Birgisson, 11.6.2010 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband