10.6.2010 | 20:14
Rándýrir glæpamenn, setjum rafræn bönd á liðið!
"Afplánun fanga í Íslenskum fangelsum kostar 8,8 milljónir á ári samkvæmt upplýsingum frá fangelsisyfirvöldum. Í dag voru kynntar niðurstöður samanburðarrannsóknar við Norðurlöndin þar sem fram kemur að endurkomutíðni fanga á Íslandi er með lægsta móti miðað við nágrannalöndin."
Seint á síðasta ári varð mér, eins og svo mörgum öðrum, ljóst að stefndi í algjört óefni í fangelsismálum þjóðarinnar. Þau mál voru þá þegar komin í óefni og ljóst að stefndi í algjört kaos þegar gerendur hrunsins færu að taka út sínar refsingar. Þá skrifaði ég eftirfarandi orð, sem ég endurbirti hér með smávægilegum breytingum.
Einhvers staðar sá ég að sólarhringsvist hvers fanga kostaði ríkið 24 þúsund krónur. Það þýðir að árs fangavist kostar rúmlega 8,8 milljónir. Til samanburðar þá er þingfararkaup óbreyttra alþingismanna um 7,2 milljónir á ári. Rekstur þingmanns er miklu hagkvæmari ríkinu en rekstur fangans! ............... eða hvað? Margur þingmaðurinn hefur þó reynst þjóðinni dýr!
Nú árar illa hjá okkur smáfuglunum. Tómahljóð í kassanum. Engir aurar til fyrir nýju fangelsi. Engir aurar til fyrir rekstri þeirra gömlu. Illt er í efni bæði hjá sekum og saklausum Mörlöndum. Hvað er þá til ráða?
Auðvitað sakaruppgjöf!
Nú eru 250 manns á biðlista eftir afplánun. Erlendir og íslenskir brotamenn. Ekki trúi ég því að sök þeirra allra kalli á sérstaka nauðsyn þess að loka þá inni á Hrauninu. Lausnarorðið er því sakaruppgjöf. Náðun fanga í kreppu.
Síðan lausaganga fanga undir eftirliti. Fangar með öklabönd. Fangar utan múranna. Fangar í vinnu. Fangar á eigin framfæri þegar best lætur.
Lítum á nokkrar tölur:
Náðum 10 og spörum 87,6 milljónir á ári
Náðum 20 og spörum 175,2 milljónir á ári
Náðum 30 og spörum 262,8 milljónir á ári
Náðum 40 og spörum 350,4 milljónir á ári
Náðum 50 og spörum 438,0 milljónir á ári
Og svo framvegis .....................................................
Er ekki þarna komin ágæt fjármögnunarleið fyrir nýbyggingu fangelsis? Það eru margar vitlausar hugmyndir í gangi í þjóðfélaginu í dag. Ætli þessi sé kannski sú alvitlausasta!
Því skyldi þjóðin okkar eyða stórfé í einhverja andskotans glæpamenn?
Fangar kosta 9 milljónir á ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála...Setjum á dæmda glæpamenn, strax við uppkvaðningu dóms, rafræn öklabönd.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 10.6.2010 kl. 21:08
Guðrún mín, takk fyrir þetta. Glæpamennirnir eru einfaldlega orðnir lúxus sem þjóðin hefur ekki efni á.
Björn Birgisson, 10.6.2010 kl. 21:11
Íslendingar eiga frekar að byggja nytt fangelsi enn nýtt sjúkrahús. Það er ágætt að sleppa við þá niðurlægingu einu sinni enn, að fá Alþjóðlegan dómstól til að loka fangelsi vegna hrikalegs aðbúnaðar eins og í Rekjavík á sínum tíma. Endurkomutími fanga hefur með eftirfylgd fanga að gera sem eru húsnæðislausir eftir afplánun, og atvinnulausir ef þeir eru þá vinnufærir yfirleitt.
Ef það kostar 9 millj. á ári fyrir fanga, er það lægsta tala á öllum norðulröndum.
Maður setur ekki fíkniefnasala í fangelsi, sem er glæpamaður, með fíkniefnaneytenda sem er afbrotamaður. Það væri ágætt ef fólk skildi munin á þessu. Með því að gera það, heldur fíkniefnasala áfram inni í fangelsinu og hundruðum millóna er hent út um gluggan. Það er uppistaðan í föngum nútímans.
Það þarf að taka Kanada sér til fyrirmyndar í þessum málum. Þar hafa fjöldin allur af fangelsum verið lagður niður, fangavörðum hefur verið skipt út með sálfræðingum og ráðgjöfum. Enda hætta afbrotamenn að mæta aftur í fangelsin þar í landi. Brot hafa minnkað og neytendur fíkniefna ekki dæmdir í fangelsi ef önnur brot eru ekki til staðar þar í landi.
Óskar Arnórsson, 10.6.2010 kl. 22:25
Óskar, þú ert sérfræðingurinn og því hér á heimavelli. Er eðlilegt að fangar séu þjóðinni dýrari en þingmenn? Getur þú, sérfræðingurinn, nefnt mér einhver lönd, þar sem fangar eru skotnir í sparnaðarskyni, vegna bágs efnahags þjóðar og fólks?
Björn Birgisson, 10.6.2010 kl. 22:45
Já ég get það. Í stórborg í Asíu t.d. hefur verið "projekt" í gangi þar sem lögregla ákvað að það þyrfti að fækka 1500 fíkniefnasölumönnum á götunum og eru þeir oftast skotnir á staðnum. Er það gert til verndar túrisma og þeir myndu hvort eð er allir fá dauðadóm. Þetta "projekt" er einmitt í gangi núna. Dauðadóma eru eingöngu vegna þess að þjóðfélagið hefur ekki efni á fangelsum í þessum löndum, eða meðferðarúrræðum. Ég heimsótti t.d. einn thailending sem hafði fengið 17 ára dóm vegna þess að það nældist amfetamín í blóðinu. Á íslandi fengju menn ekki einu sinni sekt fyrir svona. Enn Asía er með fullgilda ástæðu að berjast við eiturlyf, þó aðferðirnar megi kritisera.
Í Malasíu eru fíkniefnasalar skotnir á staðnum, eða hengdir ef þeir gefast upp fyrir lögreglu. Hengingum fylgir líka kostnaður. Í Kína eru sömu glæpamenn skotnir eftir að búið er að fá nafnið þeirra. Síðan sendir Ríkið reikning fyrir kúlunni sem lögregla þurfti að nota. Og svipað er um mörg lönd á þessum slóðum. Með fíkniefnum er átt við Heroin, Yaba og Kokain aðalega...
Fangar verða dýrari í rekstri enn þingmenn að sjálfsögðu. Það er alltaf ákveðin hópur í hverju landi sem mótmælir öllu þjóðskipulagi með því að gerast útlagar. Svo eru allt of margir "atvinnufangar" á Íslandi, þ.e.a.s. húsnæðislausir sem skipuleggja afbrot í því einu augnamiði að komast inn á Litla-Hraun til að búa þar. Það væri ódýrara fyrir þjóðfélagið að láta þá hafa frítt húsnæði eða jafnvel gefa þeim íbúð án þess að þeir geti selt hana...eða dæma þá EKKI í fangelsi því þangað vilja þeir einmitt fara...
Ég er ekki að mæla með að fólk sé skotið í sparnaðarskyni. Ég hef samt hitt fanga í hinum og þessum löndum sem hafas gert hluti, sem gerir að næstum hver sem er gæti skotið viðkomandi án nokkurs samviskubits. Ég gæti það að minnsta kosti...
Óskar Arnórsson, 10.6.2010 kl. 23:33
Hvers virði er mannslíf sem stefnir öðrum mannslífum í glötun? 9 milljóna af almannafé? Dómstóll götunnar kveður upp sína dóma.
Björn Birgisson, 10.6.2010 kl. 23:45
Dómstóll götunnar á Íslandi er marklaus. Íslendingar eru svo vel tamdir að þeir dæma bara á blogginu og taka ekki lögin í sínar hendur, sem oftast er alveg ágætt. Fíkniefnasalar eru taldir mörgum sinnum hættulegri enn hryðjuverkamenn í þessum löndum. Þetta er ekki spurning um hvort hægt er að verðsetja mannslíf. Enn ef einhver gerir sig líklegan til að drepa og skaða fjölda manns, er verjandi að skjóta viðkomandi til að bjarga hópnum? Eða eru bara ekki fangelsi úrelt aðferð í þeirri mynd sem þau eru núna?
Óskar Arnórsson, 11.6.2010 kl. 00:06
Mér er annt um eigið líf og minna. Mér er ekki annt um það fólk sem vill rústa því góða fyrir nokkrar krónur. Comprende?
Björn Birgisson, 11.6.2010 kl. 00:13
Já ég skil það vel. Fólk er með fullan rétt til að verja sig og sína og það sem lítur út fyrir að vera hörkulegt í öðrum löndum, á oft skynsamar skýringar hjá venjulegu fólki. Kína er eina landið sem ég veit um þar sem dauðadómur er vegna spillingar hjá embættismönnum. Éf er ekki fylgjandi dauðadómum yfirleitt...enn það þarf algjörlega nýjar hugmyndir om öll þessi mál. Kerfið sem er notað á Íslandi er úrelt og hefur verið árum saman...
Óskar Arnórsson, 11.6.2010 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.