12.6.2010 | 13:20
Virkar Detox meðferðin vel?
"Jónína Benediktsdóttir, íþróttafræðingur, segist hafa mun meiri þekkingu á næringarþörf líkamans en læknar. Hún segir þá lækna sem gagnrýna Detox-meðferð hennar haldna menntahroka."
Virkar Detox vel? Heldur betur segir Jónína Ben. Nei, segir landlæknir og hin hefðbundna læknastétt. Það er ekkert nýtt að læknastéttin hafni óhefðbundnum lækningum og kalli þær kukl.
Þegar orð standa svona gegn orði er þýðingarlítið að karpa meira um málið.
Einfaldast er að gera könnun meðal þeirra sem undirgengist hafa Detox meðferð og spyrja það fólk hvort meðferðin hafi hjálpað því.
Ef meirihlutinn segir já eru skoðanir landlæknis orðnar léttvægar.
Ef meirihlutinn segir nei þarf Jónína Ben að endurskoða sína afstöðu.
Ekki flóknara en það.
Jónína Ben blæs á læknisfræðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún tekur ansi stórt upp í sig blessuð frúin.
Smá Detox grín hér.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.6.2010 kl. 13:28
Axel Jóhann, frábær mynd!
Björn Birgisson, 12.6.2010 kl. 13:39
Það væri ekki mjög vísindalegt að byggja sannanir fyrir því hvort þetta virki eður ei að spyrja þá sem hafa gengið undir þetta.
Ef það væri nóg væri löngu búið að útkljá eitt af elstu deilumálum mannsins, um tilvist almættisins.
Staðreyndin er bara sú að Jónína hefur engar vísindalegar sannanir fyrir því að sú meðferð sem hún býður uppá hjálpi nokkrum manni. Og hún byrstir sig af allri ábyrgð af því líka, er hún trúir því að heilsuhótel (sem snýr þá væntanlega að heilsu fólks), þurfi að hafa vísindin á bakvið sig.
Enngremur telur hún að hún hafi fundið upp hjólið, og blæs því á læknisfræðin sem við höfum þróað með okkur í þúsundir ára. En hún hefur bara hreinsað rassa í um ár eða tvö, og hreinsað líkamann með tormeltum matarkúrum.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 12.6.2010 kl. 13:45
Vafalaust segja flestir að þeim líði betur eftir þetta, en það eru lyfleysuáhrif sem spila þar inn í. Flest fólk sem fer í þetta "detox" er heilbrigt fólk og detoxið hjá Jónínu er hættulaust heilsuhraustu fólki. En um leið og fólk á við einhverja aðra kvilla að stríða, líkt og of háan blóðþrýsting þá getur þetta "detox" hennar Jónínu beinlínis verið hættulegt.
Fólki hefur verið ráðlagt að hætta á lyfjum í þessu "detoxi", líkt og hjartalyfjum, blóðþrýsings lyfjum osfrv. eða lyfjum sem beinlínis halda lífi í fólki. Að Jónína og starfsfólk hennar séu að gera það er náttúrulega fyrir neðan allar hellur, það eiga einungis læknar að ráðleggja fólki að hætta á lyfjum sem hjálpa því að lifa.
Bjöggi (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 13:48
Það er vel þekkt að fólk er ekki dómbært á það sjálft hvort meðferð virkar eða ekki, þess vegna eru til dæmis rannsóknir á virkni lyfja gerðar með tvíblindu úrtaki þar sem sumir fá lyfleysu og þannig sést hvort að virknin sé raunveruleg eða bara í höfðinu á fólki.
Hin einfalda staðreynd er að Jónína heldur því fram að meðferð hennar hjálpi fólki með ýmsa kvilla en hún hefur engar rannsóknir gert sem sýna fram á slíkt. Hlutir í meðferð Jónínu eins og ristilskolun hafa hins vegar verið vel rannsakaðar og ljóst er að þær gera ekkert gagn.
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 13:52
Ingibjörg, takk fyrir þitt innlegg, en svona könnun mundi ekki skaða.
Björn Birgisson, 12.6.2010 kl. 13:52
Það er ekki sniðugt að gera könnun til að komast að því hvort ákveðin lyf virki, betra er að gera tvíblindurannsókn með lyfleysu. Annars munu m.a. lyfleysuhrifin (e. placebo effect) ónýta niðurstöðurnar. Sama á við um meðferðir af þessu tagi, en aldrei hefur tekist að sýna frammá gagn af detox / colon cleansing gegn neinum sjúkdómi með viðurkenndum rannsóknaraðferðum.
Stefán Sigurkarlsson (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 13:53
Bjöggi, viltu láta banna þessa starfsemi?
Björn Birgisson, 12.6.2010 kl. 13:53
wow, mörg svör, könnunin gæti platað fólk til að halda að detox væri einhvers virði, það er aðal hættan.
Stefán (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 13:56
Alveg er þetta stórmerkilegt. Af lærðum svörum hér má auðveldlega draga þá ályktun að það sé ekki hægt að sanna eða afsanna hvort Detox virki raunverulega og þá til góðs eða ills. Ekki dugar að spyrja fólkið sem hefur prófað þetta, það hefur ekkert vit á því hvort því líður betur eða verr eftir meðferðina! Þetta er algjör pattstaða!
Björn Birgisson, 12.6.2010 kl. 14:02
þessi kona er alveg einstök, ef þú ert ekki sammála henni ertu fífl og verður lögsóttur. svo haltu bara kjafti og hlyddu.
jónas granni (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 14:11
Nei, þú þyrftir bara að gera rannsókn á því hvort þessir þættir - matarræði, gufa og ristilskolanir í stuttan tíma væru betri meðferð gegn hinum eða þessum sjúkdómnum heldur en t.d. eitthvað annað matarræði, lyfleysa og seglameðferð.
Svo væri tekið slembivalið úrtak fólks til að taka þátt í rannsókninni og séð hvort niðurstöður detoxins væru betri. Til að gera langa sögu stutta þá hefur detox ekki gefið árangur í slíkum rannsóknum, og því ekki talið virkt, ekki bara af íslenskum læknum, heldur alþjóðlega af vísindamönnum á sviði heilbrigðis.
Það er ólöglegt að blekkja fólk með því að meðferðir þ.s. virkni er ekki sönnuð geta gagnast við að lækna sjúkdóma, en um það stendur deilan.
Stefán Sigurkarlsson (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 14:16
Stefán Sigurkarlsson, ert þú lærður lyfjafræðingur og skáld í leiðinni?
Björn Birgisson, 12.6.2010 kl. 14:23
Ég leyfi mér að vitna í Penn & Teller.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 12.6.2010 kl. 14:28
Penn & Teller
Björn Birgisson, 12.6.2010 kl. 14:40
Björn hefur það ekki komið fram að sumir af þeim sem farið hafa í Detox meðferð og hætt að taka lif sín eins og blóðþrístings og hjartalyf hafa haft skaða af, er það eitt og sér ekki nóg til að vekja spurningar um gagnsemi þessarar meðferðar að minnsta kosti hjá þessu fólki. En ég verð að segja fyrir mína parta þá hallast nú frekar að læknisvísundunum en vísindum Íþróttafræðinnar hvað næringar þörf okkar varðar.
Rafn Gíslason, 12.6.2010 kl. 15:04
Ég vill ekki banna svona starfsemi. En það þarf að gera eitthvað, setja einhverskonar skorður, hafa eftirlit með starfseminni. Ég veit ekki til þess að Jónína þurfi að uppfylla neinar kröfur nema sömu heilbrigðiskröfur og hótel.
Jónína er að gefa fólki alskonar ráð um heilbrigði líkamans sem eru engan vegin rökstuddar með læknisfræðilegum rökum. Það á ekki að vera leyfilegt, frekar en að falsa niðurstöður um nytsemi eða skaðsemi náttúrulækningalyfja, eins og með herbalife. Sjálfskapaðir töfralæknar hafa alltaf verið til af því að það er alltaf til eitthvað fólk sem er að bíða eftir töfralausnum og það er auðvelt að græða á þessu fólki. Það kaupir hvað sem er með von um eilífa æsku, fegurð og eilíft líf. Sjáðu bara öll þessi te og jurtir sem fólk er að setja ofan í sig og enginn veit hvað er í þeim eða hvaða áhrif þau hafa og geta í versta falli verið hættuleg.
Bjöggi (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 16:12
Björn. Það er ótrúlegt að vísinda-læknar sumir (margir viðurkenna aðrar lækningar) og landlæknir skuli ekki vera glaðir yfir að fólk fær þannig hjálp að það getur minnkað lyfjaátið, sem getur tæplega talist hollt í þeim mæli sem notað er? Það eru mjög margir sem fá betri heilsu af ýmsum grasalyfjum og óhefðbundnum lækningum, þegar hefðbundnir læknar geta ekkert gert! En það geta auðvitað verið svikarar þar eins og annarstaðar, en Jónína er ekki ein af þeim! Það eiga allir að njóta sannmælis.
Og sum lyf vísindalækna hjálpa ekki hið minnsta, heldur valda miklum aukaverkunum, margt af þessu pillu-rusli, en sem betur fer ekki allt. Svo þarf enn önnur lyf við aukaverkunum lyfja? Fólk verður oft veikara af þessum lyfjum heldur en sjálfu meininu!!! Og fólk situr uppi með gríðarlegan kostnað í lyfjum sem ekki passa?
Skil ekki hvers vegna þetta má ekki vera samvinna? Er einhver ógn í því að vinna saman að velferð sjúklinganna?
Og hugsjónin ætti að vera sú að lækna fólk og lina þjáningar þess á allan hátt?
Hvað óttast landlæknir? Hann hefur í raun ekki komið með viðhlítandi skýringu á því?
Eru nú Þórarins-mafíu-alkarnir ásamt Geir Jón og fleiri að þjarma að Mattíasi Halldórssyni?
Það er eiginlega greinilegt hver er heilinn á bak við þessa árás á Jónínu Ben. en þeir ættu bara að passa sig í alkaklíkunni eins og ég kalla þessa dópsölu-svika-lækna í slagtogi með Actavis.
Tek það sérstaklega fram að ég er alls ekki að tala um alla lækna. Flestir þeirra eru frábærir,en ráða engu þegar kemur að svona málum og það vita flestir en enginn þorir að gera neitt af ótta við að missa læknaleyfið. M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.6.2010 kl. 17:18
Um leið og virkni óhefðbundinnar aðferðar er sönnuð hættir hún að vera óhefðbundin og verður hefðbundin.
Hér standa ekki orð gegn orði. Hér stendur ein manneskja sem heldur ýmsu fram um ákveðna meðferð sem hún hefur ekki sýnt fram á að sé réttmætt með rannsóknum. Það rétta að gera í stöðunni er að efast.
Nei þetta stenst engan veginn. Svona má mæla þjónustu, t.d. á hóteli, en ekki meðferð sem á að hafa ákveðin áhrif. Það þarf að skilgreina fyrirfram hvaða áhrif þetta eiga að vera og svo sýna fram á að þessi áhrif séu meiri í hóp sem gengst undir meðferðina en í samanburðarhópum sem gera það ekki. Áreiðanlegasta leiðin til að gera þetta er tvíblind rannsókn úr stóru úrtaki. Það hefur ekki verið gert með detox, frekar en nein önnur rannsókn sem fer eftir vísindalegri aðferð. Það er því rétt að efast um þessar fullyrðingar.
"The plural of anectode is not data" (ísl. "fleirtalan af 'frásögn' er ekki 'gögn').
Hér er því ekki um neina pattstöðu að ræða. Annað hvort sýnir Jónína fram á að meðferðin hafi þessa virkni sem hún fullyrðir, eða hún hættir að nota slíkar fullyrðingar í auglýsingum.
Málið snýst nefnilega um það, ekki hvort banna eigi þessa starfsemi. Fullt af kuklurum starfa löglega á landinu, þeir hafa bara vit á að fullyrða ekki um of og vera loðnir í máli þegar þeir gera það.
Sveinn Þórhallsson, 12.6.2010 kl. 17:23
Hér er allt að fyllast af lærðum ritgerðum og margt fróðlegt hefur komið fram sem ég ætla ekki einu sinni að reyna að svara, þar sem ég hef ekki hundsvit á þessu Detoxi öllu saman. Hins vegar vekur það alltaf athygli mína þegar læknastéttin er að hafna ýmsu sem almenningur, eða hluti hans, virðist hafa fulla trú á og er tilbúinn að reyna á eigin skrokki - sér til heilsubótar.
Björn Birgisson, 12.6.2010 kl. 17:31
Anna Sigríður
Það hefur ekki verið sýnt fram á að þessi meðferð hafi þessi áhrif. Því ættum við að gera ráð fyrir að svo sé? Því ættum við að trúa því?
Margir? Það ætti þá að vera hægur vandi að sýna fram á þetta með vísindalegri rannsókn svo hefðbundnar lækningar geti tekið þessar aðferðir upp á sína arma. Hvers vegna er það ekki gert?
Jónína auglýsir að meðferðin hafi ákveðna virkni sem hún getur ekki sýnt fram á að sé satt. Það eiga vissulega allir að njóta sannmælis - hér er farið fram á að meðferðaraðili sanni að það sem hann segi sé rétt. Afhverju er það svona mikið mál fyrir Jónínu?
"Ekki hið minnsta"? Lyf eru síður en svo fullkomin, hvað þá þau fyrirtæki sem þau framleiða. En hér á Vesturlöndum fer ekkert lyf á markað fyrr en eftir mjög ítarlegar prófanir, einmitt það sem Jónína hefur ekki gert með detoxið sitt.
Þetta kemur eflaust fyrir, en ég hef enga ástæðu til að trúa að læknar séu það heimskir að þeir sjái ekki það sem Jónínu Ben. og hópi af húsmæðrum þykir svona augljóst - og því geri ég ráð fyrir að þetta sé miklu óalgengara en hún og jákórinn gefur í skin, þar til mér er sýnt fram á annað auðvitað.
Það getur engin samvinna verið vegna þess einfaldlega að aldrei nokkurn tíman hefur verið sýnt fram á það að meðferðin hafi þá virkni sem hún lofar.
Það gilda mjög strangar reglur um þetta í læknavísindum sem og í öðrum vísindum. Læknavísindi byggja á sömu aðferðum og öll önnur vísindi - ef fólk ætlar að ráðast á aðferðafræðina eins og gert er með athugasemdum sem þessum, þá er það að ráðast á vísindi eins og þau leggja sig.
Að sjálfsögðu, en þætti þér ekki eðlilegt að einhver sem fyndi upp á meðferð sýndi fram á að hún virki fyrst áður en hún er viðurkennd?
Landlæknir er einfaldlega að sinna skyldum sínum hér, þetta tiltekna mál er ekki einu sinni tekið upp að hans frumkvæði.
Já þetta er auðvitað eitt stórt samsæri gegn Jónínu! Talandi um veruleikafyrringu.
Sveinn Þórhallsson, 12.6.2010 kl. 17:36
Afhverju vekur það sérstaka athygli? Fólk er trúgjarnt í eðli sínu, ég bendi þér á bókina "Ertu viss" sem var nýlega endurútgefin á íslensku, en hún útskýrir hvers vegna venjulegt, vel gefið og jafnvel vel menntað fólk trúir hlutum sem enginn fótur er fyrir.
Ólíkt daglegu lífi gilda strangar reglur um hvað sé tekið trúanlegt í vísindum, þar á meðal læknavísindum.
Sveinn Þórhallsson, 12.6.2010 kl. 17:39
Ég sé að Sveinn er dottinn í stuð og það er vel. Ég skrifaði:
Björn Birgisson, 12.6.2010 kl. 17:53
Þetta eru óþarfa útúrsnúningar hjá þér. Ég benti réttlega á að vel gefið, vel menntað fólk (líka læknar, gosh!) trúir oft hlutum sem enginn fótur er fyrir.
Meðferðir eru einfaldlega ekki metnar út frá vinsældakönnun. Við höfum mjög áreiðanleg tól til að meta virkni þeirra á hlutlægan og sanngjarnan hátt, og það er ekki "almannarómur" því hann er, og það er engin skömm að því að viðurkenna það, oft rangur þegar kemur að hlutum sem þessum.
Sveinn Þórhallsson, 12.6.2010 kl. 18:08
Fyrir peninga sem eru í umferd og samthykktir eru sem virkur gjaldmidill er haegt ad kaupa braud og mjólk. Flestir ef ekki allir eru sammála um thad. Prestar selja sinn Gud og kaupa braud og mjólk fyrir peningana. Vid óbreyttir borgum fyrir thad sem prestarnir selja. Hefur landlaeknir gert athugasemd vid sölumennsku prestanna? Hefur landlaeknir farid fram á vísindalegar sannanir thar ad lútandi? Prestarnir eru jú í hörkugódum business...stabíll og thaegilegur business. Prestarnir fá "kikk" thegar their lesa upp sögurnar úr biblíunni fyrir hraedurnar fáu á bekkjunum sem hlusta á. Kikk og peninga fá prestarnir. Prestarnir kaupa sínar Toyotur, íbúdir eda hús fyrir peningana sem vid borgum theim. Er nokkud undarlegt ad Jónína Ben. vilji ekki skorda sig vid fáránlegar vísindalegar sannanir. Thetta er jú hennar business. Hún vill audvitad kaupa sinn Lexus og sitt hús fyrir thá peninga sem fólk af algerlega frjálsum vilja borgar fyrir hennar thjónustu. Sjálfstaediflokkurinn er líka í hörkugódum business. Jafnvel thótt Sjálfstaedisflokkurinn med hjálp Framsóknarflokks hafi rústad efnahag thjódarinnar og gert flestum ef ekki gott sem öllum íslendingum erfidara fyrir og thad sannad med skýrslu thá er Sjálfstaedisflokkurinn ennthá í hörkugódum og stabílum business. Nú sem ádur faer flokkurinn atkvaedi fólksins.
Jónína Ben, prestarnir og Sjálfstaedisflokkurinn vita hvad íslendingar vilja. Engin vísindaleg sönnun er naudsynleg.
Hvort er betra: Vanillukex eda Súkkuladikex? (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 18:15
/Björn
Ég er hvorki lyfjafræðingur né skáld.
Stefán Sigurkarlsson (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 18:22
En afhverju að vera borga Jónínu stórfé fyrir ristilhreinsun þegar hægt er að gera þetta á mun ódýrari hátt - laxerolía og nóg af vatni. Þetta virkar kannski betur sálarlega ef það kostar mikið.
Jóhannes (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 18:29
Sveinn, þú mátt alveg segja mig beita útúrsnúningum, en það tel ég mig ekki hafa gert. Þú skrifar:
"Ég benti réttlega á að vel gefið, vel menntað fólk (líka læknar, gosh!) trúir oft hlutum sem enginn fótur er fyrir."
Þar er ég þér svo innilega sammála. Bendi á að mikill meirihluti mannkynsins trúir á alls konar guði, sem miklu meiri líkur eru á að séu alls ekki til! Trúin sú er oft grundvöllur lífs þessa fólks. Þegar grundvöllurinn er ekki traustari en þetta þarf engum að koma á óvart að þetta sama fólk hafi tiltrú á ýmsu öðru. Jafnvel Detox. Mannskepnan er oft ótrúlega vitlaus, en samt þarf að hlusta á alla!
Taka tvö: Ertu læknir?
Björn Birgisson, 12.6.2010 kl. 18:35
Kexi, takk fyrir áhugavert innlegg þitt!
Björn Birgisson, 12.6.2010 kl. 18:38
Nei, ég er ekki læknir. Ég er bara gagnrýninn efahyggjumaður.
Sveinn Þórhallsson, 12.6.2010 kl. 18:40
Jóhannes, er ekki betra að kvenlegt innsæi sé með í útskoluninni?
Björn Birgisson, 12.6.2010 kl. 18:40
Það er gaur sem sér um ristilhreinsunina held ég.
Sveinn Þórhallsson, 12.6.2010 kl. 18:53
Góður pistill hjá þér Björn. Læknastéttin sér ofsjónum yfir öllu svona. Þessi aðferð er þekkt um allan heim og virkar vel. Sænsk kona sem var með nákvæmlega sömu aðferð í Svíþjóð flúði land eftir fjölmiðlafár sem læknar bjuggu til í Svíþjóð. Þetta er mikliu meira enn bara hreinsun á líkama. Þetta er að skapa jákvætt umhverfi. Síðan að læknar hafi einhvern einkarétt á vísindum er þeirra vandamál. Ég vinn sjálfur með projekt í Svíþjóð sem er ólöglegt í landinu og verð þess vegna að selja fólki ferðir til útlanda í meðferð. það er ólöglegt af því að það er EKKI vísindalega sannað í Svíþjóð. Það er samt "vísindalega" sannað í öllum löndum æi veröldinni, nema fimm. Ísland er ekki reiknað með. Ísland er hvergi reiknað með í neinu samhengi...á þessari heimasíðu, www.scandicpro.se eru upplýsingar um hvernig hægt er að lækna t.d. eiturlyfjafíkn. 5 mánuður kosta 4,5 milljónir eða 10 dagar 2,7 millj. Ódýrasta og árangusríkasta meðferð í heiminum í dag. Tv+imælalaust. Ég hlusta aldrei á pípið í landlækni. Það gerir heldur ekki fjöldi lækna. Læknar eru bara ekki í aðstöðu að mótmæla þessu rugli opinberlega...ég hef verið í Sjónvarpi og blöðum síðan 1988 hér og er alveg sama. Enda er öll umfjöllun hætt fyrir löngu...það sem skeður núna hjá Jónínu að það verðuyr fullt út úr dyrum. Landlæknir auglýsti fyrir hana ókeypis...gott hjá honum.
Óskar Arnórsson, 12.6.2010 kl. 18:59
Tja ... nú veit ég ekki Björn en líklega er það rétt hjá þér en ef það er einhver gaur þá er það örugglega ekki Krossarinn hennar Nínu.
Jóhannes (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 19:09
Óskar Jaðar Arnórsson, þakka þér kærlega fyrir þitt innlegg sem ég las með athygli. Rétt er það að Jónína er hér að fá gríðarmikla auglýsingu í boði landlæknis. Málið er þetta: Læknastéttin getur aldrei fengið einkarétt til að lækna, eða hjálpa fólki. Annað, læknastéttin getur aldrei haldið því fram að eitthvað sem ekki er vísindalega sannað, geti ekki hjálpað fólki. Í hnotskurn snýr þetta svona við mér: Læknavísindin hvorki vilja né geta hlustað á almenning, til þess er þeirra menntahroki of mikill. Hvað gerir almenningur þá? Fer í nudd, fer í Bláa lónið, fer í Detox, étur lækningajurtir, ber á sig náttúruleg smyrsl, tekur hákarlalýsi, lætur biðja fyrir sér og Guð má vita hvað þessum almenningi dettur ekki í hug ...............................
Björn Birgisson, 12.6.2010 kl. 19:36
Enda snýst málið ekkert um það. Hér er verið að lofa ákveðnum árangri án þess að fótur sé fyrir því. Ekki ein einasta rannsókn styður fullyrðingar Jónínu. Nada. Núll. Nix.
Þér finnst þá fullkomlega eðlilegt að ég opni einhverskonar heilsuhótel sem sýslar með ósannaðar meðferðir og auglýsi að það lækni fólk af alvarlegum sjúkdómum?
Sveinn Þórhallsson, 12.6.2010 kl. 19:39
Það er auðvitað gjörsamlega óhugsandi að læknar hafi heilbrigði fólks að leiðarljósi með gagnrýni sinni á þessa meðferð. Þeir eru bara að ganga erinda lyfjaframleiðanda sem launa þeim fyrir að halda almenningi veikum.
Jónína hins vegar vill bara hjálpa fólki. Hún tekur ekki einu sinni fúlgur fjár fyrir þessa þjónustu sína... nei bíddu við...
Veruleikafyrringin er algjör. Hvernig væri að reyna að horfast í augu við staðreyndirnar:
Engin rannsókn hefur gefið Jónínu tilefni til að lofa því sem hún lofar með detoxið. Fullyrðingarnar eru ekki reistar á grunni neinna gagna.
Viljum við að slíkt einkenni samfélagið? Ég minni á að læknavísindi notast við sömu aðferðir og öll önnur vísindi. Sé ráðist á þau með þessum hætti er ráðist á grunn allra vísinda eins og þau leggja sig. Ég held að fæst ykkar gera sér grein fyrir því hvað þessar aðferðir hafa fært ykkur. Það er t.d. ekki langt síðan að við gátum átt von á því að ná níræðisaldri. Tölvan sem þið lesið þetta af er líka ein afurð þessara aðferða.
Sveinn Þórhallsson, 12.6.2010 kl. 19:45
Akkurat Björn. Allt sem hjálpar á rétt á sér. Tilvist menntahroka er ekki vísindalega sönnuð og er þess vegna ekki til í vísindaheiminum...:)
Óskar Arnórsson, 12.6.2010 kl. 20:15
Sveinn skrifar: "Engin rannsókn hefur gefið Jónínu tilefni til að lofa því sem hún lofar með detoxið. Fullyrðingarnar eru ekki reistar á grunni neinna gagna."
Eins og ég hef áður sagt, þá veit ég ekkert um þetta Detox. Hverju hefur Jónína lofað sem fer svona fyrir brjóstið á þér, Sveinn minn kæri?
Björn Birgisson, 12.6.2010 kl. 20:18
Óskar skrifar: "Allt sem hjálpar á rétt á sér. Tilvist menntahroka er ekki vísindalega sönnuð og er þess vegna ekki til í vísindaheiminum...:)"
Þetta er vel mælt Óskar. Af hverju skrifaði ég þetta ekki?
Björn Birgisson, 12.6.2010 kl. 20:22
Ég segi nú bara eins og landlæknir: Ja hérna!
Íslandi virðist ekki vera viðbjargandi vegna þröngsýni og fáfræði-dómhörku á Íslandi? Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki svona þröngsýni Sveinn! M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.6.2010 kl. 20:23
Þú getur nú bara notað þessar umsagnir á heimasíðu hennar, detox.is. Einn segist meira að segja hafa læknast af MS.
Sveinn Þórhallsson, 12.6.2010 kl. 20:30
Það er voða auðvelt að kenna þröngsýni um, en það er líka stór misskilningur.
Þröngsýni er andstæða víðsýni, það að hafa opinn huga. Öll viljum við vera með opinn huga, þ.e.a.s. að vera opinn fyrir nýjum hugmyndum.
Það þýðir þó ekki að maður þarf að gleypa allt sem sagt er, þ.e.a.s. ef það kemur frá ákveðnum aðilum (helst þeim sem stunda óhefðbundnar lækningar), fyrirvaralaust og án frekari umhugsunar.
Gagnrýnin hugsun er nefnilega ekki það sama og þröngsýni. Það er nauðsynlegt að hafa líka gagnrýna hugsun ofan á víðsýni: Maður er opinn fyrir nýjum hugmyndum án þess þó að samþykkja þær um leið.
Ef maður er ekki með gagnrýnin hugsun-síu í lagi er hætt við að maður hleypi allskonar rusli inn í hausinn sem eiga ekki heima með hugmyndum sem eiga við rök að styðjast.
Ég er ekki þröngsýnn, ég er gagnrýninn og ég er efasemdarmaður. Á þessu er stór munur.
Það er varla óhugsandi að kannski, bara kannski, gerir þú ekki nógu miklar kröfur til hugmynda sem þú telur gildar?
Ég tek það fram að þegar kemur að mati á hversu rétt eitthvað er geri ég a.m.k. jafn miklar kröfur til læknavísinda og annarra vísinda og ég geri til talsmanna óhefðbundinna lækninga. Ég er ekki ósanngjarn að þessu leitinu til. Ég met greinilega árangur á annan hátt en þú, og því ætti þetta frekar að snúast um hvor aðferðin sé nú líklegri til árangurs.
Sveinn Þórhallsson, 12.6.2010 kl. 20:37
Detox smetox
Ég fékk þessa monsterdrullu um daginn. Skeit í 5 daga streit án þess að fá inn annað en vatn og jógúrt.
Þetta var himnesk upplifun, ég var allavega farinn að kalla á guð almáttugan undir lokin...
íþróttafræðingur, hehe, er það líka til
Eiríkur Yngvason (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 20:50
Eiríkur, vissulega eru íþróttafræðingar til, en ertu ekki orðinn betri? Er kannski HM sjónvarp á snyrtingunni hjá þér?
Björn Birgisson, 12.6.2010 kl. 21:10
Sveinn, ég verð að benda þér á að skrá þig til náms í heimspekideild Háskóla Íslands, sértu ekki nú þegar með diplóma þaðan. Slíkar eru þínar vangaveltur og vel þess virði að byggja á þeim. Gangi þér sem best minn kæri!
Björn Birgisson, 12.6.2010 kl. 21:13
Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að sjálf prímadonnan sé að fylgjast með umræðunni hér. Gaman væri að hún léti af vöktuninni og gerði sig sýnilega! Ekki þætti mér úr vegi að hún byði mér 25% afslátt og skutlaði mér í Detox meðferð, í kjölfar allrar þessarar auglýsingar, sem um 900 manns hafa lesið!
Það besta sem ég geri líkama mínum, (svona opinberlega séð) er að reykja eins og strompur, styrkja framleiðendur rauðvíns í Suður Afríku í óhófi og snæða ofur kryddaðar steikur í hvert mál. Ekki þó á morgnana, þá er bara kaffi og reykur með.
En ég fer bara í Detox meðferð ef mér verður sinnt að fegurðardís, sem hefur ekki lent neðar en í þriðja sæti í fegurðarsamkeppni í sínu landi.
Enga gaura í minni meðferð.
Páll Óskar vill það kannski. Ekki ég.
Björn Birgisson, 12.6.2010 kl. 21:33
Gættu þess þá, eftir alla þessa umræðu að það sé Detox meðferð en ekki Toxin.
Jóhannes (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 22:50
Jóhannes, hvað er Toxin?
Björn Birgisson, 12.6.2010 kl. 22:53
Detox er stytting á Detoxification og þýðir að afeitra líkamann. Toxin er komið af gríska orðinu toxikon og stendur fyrir eitrað efni sem lifandi frumur búa til. Toxin getur verið gert úr smásameindum, peptíðum eða próteinum sem geta valdið sjúkdómum og því um líku. Hægt er að nálgast nánari útskýringar á netinu.
Jóhannes (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 23:16
Þessi umræða er nokkuð afvegaleidd. Gagnrýni landlæknis snýst um það að Jónína heldur á lofti fullyrðingar sem geta engan vegin staðist. Hún er að selja ákveðna þjónustu almenningi sem hefur ekki sýnt sig að að virki. Starf landlæknis snýst meðal annars að því að sinna eftirliti með heilbrigðisgeiranum og sjá til þess að enginn sé að svindla á fólki. Setjum upp dæmi:
Ég er vel tengdur náungi. Ég blanda saman vatni og laufblöðum og mauka saman. Ég fæ þjóðþekkta vini mína til að prófa að drekka það og segja síðan hvað þeim líður vel í fjölmiðlum. Það myndast eftirspurn eftir laufblaðavatninu mínu. Ég sel fólki það á þeim forsendum að það sé allra meina bót. Ég segi þessu fólki að hætta á sínum lyfjum vegna þess að, hey! Hver þarf lyf þegar þeir geta fengið laufblaðavatnið mitt? Síðan fer ég sjálfur í fjölmiðla og auglýsi laufblaðavatnið mitt og segi að það lækni m.a. sykursýki II og MS.
Getur einhver sagt mér að þeir myndu ekki vilja að eftirlitsaðilar myndu grípa inn í þessa atburðarás? Berið þetta síðan saman við það sem hefur gerst með Detox.
Elías Eyþórsson (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 23:54
...núna geturðu skrifað það þegar þú ert búin að sjá það á prenti...
Ég hef gagnrýnt lækna árum saman fyrir meðferðir á Íslandi sem hvorki standast vísindi eða þekktar aðferðir lækna. Móðir mín dó vegna lyfjaeitrunar af röngum lyfjum. Læknirinn baðst afsökunar. Systir mín svifti sig lífi vegna þess að engin hlustaði á kvartanir hennar vegna rangra lyfja. Engin afsakaði það mál. Fólk þarf að vita hvað það það er að tala um þegar talað er um lækna og "vísindinn" sem þeir eiga að fylgja. Þessi stétt á að skoða hvað fólk er að gera í alvöru og ekki bera fyrir sig reglum eins og fornprestar nota trúarbrögð. Svoleiðis hegðun á að tilheyra forntíðinni og ekki nútíðinni...
Óskar Arnórsson, 13.6.2010 kl. 00:44
...toxin er svo sterkt eitur að ekki þarf nema hálft kíló til að drepa alla jarðarbúa. það fæst ekki í apótekum og svo sjaldgæft að það er óþarfi að ræða það...
Óskar Arnórsson, 13.6.2010 kl. 00:46
Mig langar aðeins að blanda mér í þetta og vona að ég sé e.t.v. að gera dálítið gagn með því.
Ég efa ekki eitt andartak að flest fólk hafi gagn og ánægju af að njóta þjónustu Jónínu. Ég hef ekki sjálfur notið þeirrar ánægju, en jafnvel þó að ég sé einn af þessum efahyggjumönnum og eigi erfitt með að þola bull og þvælu, þá er ég viss um að það myndi gera mér gott að sparka í gang nýjum lífsstíl með því að gista Detox hótelið hennar Jónínu. Hins vegar finnst mér að það sé rangt að selja þjónustuna á þann hátt sem gert er.
Í fyrsta lagi er mjög vafasamt að um afeitrun sé að ræða og allar fullyrðingar þar um virðast ekki vera á rökum reistar. Það er augljóslega verið að bjóða fólki upp á breytt mataræði og hraðmegrun. Það er sennilegt að flest heilsuhraust fólk þoli þetta ágætlega og líkast til hjálpar þetta mörgum að hefja nýtt og betra líf sem byggir á hollari lífsstíl. Það sem fólk er að gagnrýna er það að þjónustan sé auglýst á röngum forsendum og læknar eru að benda á að sumt fólk þoli ekki svona meðferð. Sérstaklega fer það fyrir brjóstið á fólki með sérþekkingu á starfsemi líkamans að verið sé að bjóða fólki upp á stólpípu og því haldið fram að með því sé verið að framkvæma afeitrun. Þetta ofbýður gersamlega heilbrigðri skynsemi og þetta brýtur algerlega í bága við reynslu þeirra sem starfa við þennan líkamshluta í heiðbrigðiskerfinu. Þar sem þetta er að öllum líkindum gersamlega tilgangslaust og gagnslaust er hreinlega rangt að vera að framkvæma þessa aðgerð á fólki vegna þess að þessu fylgir áhætta. Það er vel þekkt að gat getur komið á ristilinn og afleiðingarnar geta verið skelfilegar. Líkurnar eru ekki miklar, en þær eru samt raunverulegar.
Að lokum vil ég benda á, sem margir eru búnir að gera áður, að þetta Detox hótel skreytir sig í auglýsingum með því að um sé að ræða viðurkenndar læknisfræðilegar aðferðir, að starfsemin byggi á læknisfræðilegum og þar með vísindalegum rannsóknum pólskra lækna. Þegar farið er að athuga á hverju þessar fullyrðingar byggja, þá grípa menn í tómt. Ekkert bendir til að eftir þetta fólk liggi nokkrar rannsóknir af nokkru tagi.
Ég sé ekkert að því að rekið sé heilsuhótel sem kennir fólki að ná tökum á lífi sínu, en það á að kalla hlutina sínum réttu nöfnum.
Theódór Gunnarsson, 13.6.2010 kl. 14:06
Stólpípur og fastanir gera ekkert gagn, þetta hafa verið vinsælar meðferðir í yfir 100 ár, læknar hafa rannsakað þessar aðferðir allan þennan tíma og engin rannsókn sýnt fram á nytsemi þessara meðferða. Þessar rannsóknir hafa aftur á móti sýnt fram á skaðsemi þessara meðferða, ekki sýst þegar fólk fastar. Um leið og ég sé viðurkennd vísindaleg gögn sem styðja eitthvað af fullyrðngum Jónínu þá skal ég sjálfur fara í meðferð hjá henni, án þess að hugsa mig um.
Bjöggi (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 14:10
Trúlega veltir það miljónum ef ekki meir, miljörðum þessi skefjalausa þörf fyrir hjáleiðir frá akademiunni. Alvarleikin er að haltur styður haltann..Man einhver eftir konunni sem "spjallaði" við "stofnfrumuna" í sér?
GOLA RE 945, 13.6.2010 kl. 18:22
Ég þakka öllum ágæt innlegg í þessa umræðu.
Björn Birgisson, 13.6.2010 kl. 18:28
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 14.6.2010 kl. 10:13
Ja, það er lang síðan að ég las um þetta "Toxin" og þá var það uppgefið að það væri nafn á eitri sem ekki þyrfti nema 400gr af og ekki 500 á hvern einasta jarðarbúa. Ég fór að leita að þessu og það er alveg rétt að orðið Toxin er notað sem samheitarorð yfir eitur og eiturverkanir. Þetta var allvega nafnið á sterkasta eitri sem finns og ég held ekki að það sé átt við rísín sem er mjög sterkt eitur. Ég man bara að þegar ég las um þetta eitur átti ameriski herinn bara nokkur grömm af þessu. Ég held að það hafi líka verið þeir sem bjuggu það til. Þetta átti að vera eitthvað efnavopn sem var hætt við vegna hversu erfitt var að geyma það og hafa það undir höndum yfirleitt.
Óskar Arnórsson, 14.6.2010 kl. 10:31
Ég lét mér detta í hug að koma með svipaða athugasemd og Tinna, en nennti því svo ekki. Ég er nokkuð viss um að það er þetta http://en.wikipedia.org/wiki/Botulinum_toxin sem þú hefur átt við.
Theódór Gunnarsson, 14.6.2010 kl. 11:53
Það virðist stemma við styrkleikan alla vega þetta Boulininum Toxin. Ótrúlegt hvað hernum dettur í hug að búa til...
Óskar Arnórsson, 14.6.2010 kl. 12:06
Herinn bjó þetta ekki til, þetta er framleitt af bakteríu sem heitir Clostridium Botulinum. Toxínið er svo m.a. notað í Bótox.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 14.6.2010 kl. 12:47
Þetta eitur sem kallað var eða er kallað "Toksin" las ég um sem tilraunir hjá hernum fyrir löngu síðan...alla vega var styrleikinn skýrður svona. Núna virðist allt heita toxin og eitthvað...botox var þá ekki til á þeim tíma.
Óskar Arnórsson, 14.6.2010 kl. 13:12
Stólpípa og fasta voru um aldir "vinsælar" lækningaaðferðir og reyndust gagnlausar en samt er fólk enn að láta plata sig. Líklega af því að búið er að skipta um nafn á aðferðinni sem í dag er nefnd Detox.
Stólpípa sem lækningaaðferð er gagnslaus, ristillinn sér um það sjálfur að hreinsa sig. Fæðuskammtur sem inniheldur 500kcal, eins og boðið er upp á í meðferðinni er fasta ef ekki svelti. Fullorðinn heilbrigður karlmaður t.d. þarf um +2000kcal á dag.
Skyldi blóðtaka eins og í gamla daga vera handan við hornið? -Og særingar og aflát?
Jóhannes (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 20:33
Þetta er bara bergmál frá bréfi Landlæknis Jóhannes. Eru ekki rafmagnsmeðferðir leyfðar á Íslandi árið 2010? Af hverju er það leyft? Jú af því að sumum er hægt að "starta í gang" aftur enn ekkert er minnst á þá sem sitja gapandi restina af lífinu og stara í vegginn eftir svoleiðis meðferð. Og þær eru "vísindalega" sannaðar eins og það heitir svo fínt. Mál hafa verið klöguð, læknar hafa verið kærðir, ekki bara á Íslandi, heldum um allan heim þar sem þessi læknakukls meðferð er leyfð. Og það má að sjálfsögðu ekki rannsaka eitt eða neitt um þessi mál. Dauðsföll og sjálfsmorð eftir svona forneskjumeðferðir. Svo eru aalskonar lyfjameðferðir sem eru greinilega bara út í bláinn. Hreinn buisness og það eru hroðaleg mál í gangi um það.Landlæknir gæti alveg eins ráðist á trúarflokka sem auglýsa að Guð lækni allt. Trúflokkar lofa því opinberlega. Og það hjálpar sumum enn ekki öllum. Fer einhver og stefnir trúflokki eða Guði fyrir svikna vöru? Særingar í dag eru kallaðar bænir og börnum er kennt svoleiðis...án athugasemda.
Óskar Arnórsson, 14.6.2010 kl. 21:44
Trúflokkarnir segjast yfirleitt ekki hafa vísindalegar sannanir - og fáir sem ruglast á Benny Hinn og lækni. Það virðast hins vegar ansi margir hafa ruglast á Jónínu og lækni.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 14.6.2010 kl. 22:08
það er alveg rétt Tinna að það má ekki kalla sig lækni þegar maður er það ekki. Og það á Jónína að hætta og bara segja eins og er. Það má heldur ekki kalla sig rafmagnsfræðing, enn maður má skipta um peru án athugasemda. Trúflokkar gefa í skyn hluti og á þann hátt að ekki verðum um villst að þeir þykjast búa yfir alheimslækningamætti. Ég get ekki startað sjúkra húsi og sagt að læknirinn sé Guð og þess vegna komi mér kvartanir ekki við. Trúflokkar segja opinberlega, í útvarpi, sjónvarði og í blöðum að Guð sé eini almennilegi læknirinn. Svo verður fólk að gera upp við sig sjálft hvort það vill fara með tannpínunna sína til tannlæknis, eða Guðs. Ég veit alveg hvert ég myndi fara. Ég hef aldrei heyrt neinn ruglast á Jónínu og neinum lækni. Orðið "lækningar" má hver sem er nota. Enn ekki orðið læknir nema viðkomandi hafi leyfi til þess. á þessu er stór munur.
Óskar Arnórsson, 14.6.2010 kl. 22:26
Þér skjátlast, það má ekki lofa "lækningum" í auglýsingum nema viðkomandi hafi læknaleyfi. Það er mjög góð ástæða fyrir því. Sjáum hvort þú áttir þig ekki á henni sjálfur Óskar.
En á meðan þú skilur ekki vísindalega aðferð og telur hana bara vera "fínt orð" þá er ekki hægt að ræða þessa hluti við þig. Ósköp einfaldlega. Trúðu því sem þú vilt án þess að gera kröfu um að þetta sama sé satt eða a.m.k. líklegt, en ekki ætlast til þess að við hin hoppum um borð í sama bát.
Sveinn Þórhallsson, 14.6.2010 kl. 22:44
Orðið er ekki bannað. Alls ekki. Það er notað t.d. og tengt þannig að ekki fer milli mála að "lækningin" er ekki tegnd hefðbundnum lækni. Eins og lækning af læknamiðli sem er auglyst í blöðum....sem dæmi. Enn ég veit ekki af hverju þú heldur að ég skilji ekki hvað "vísindaleg aðferð" þýðir. Ég mun að sjálfsögðu trúa því sem ég ákveð sjálfur og þarf ekkert sérstakt leyfi um það frá þér eins og þú ert að halda fram. Ég veit heldur ekki um hvaða bát þú ert að tala né heldur um hvaða hóp þú ert talsmaður fyrir, sem "þið hin" hafið hoppað í....
Óskar Arnórsson, 15.6.2010 kl. 00:50
Aðrir en læknar eiga almennt ekki að vera að lofa og auglýsa lækningar, ekki frekar en að þeir sem ekki eru lærðir pípulagningamenn auglýsi og vinni pípulagnir.
Gilda strangari reglur um pípulagnir í húsum en í skrokknum í okkur?
Skeggi Skaftason, 15.6.2010 kl. 14:28
Að bera saman lækningar og pípulagningar er erfittt. Ég er inni á því að allt fólk eigi að hafa nógu mikin áhuga á sjálfum sér að það geti metið hvað þeir vilja þyggja hjálpina í sambandi við heilsunna. Ég sel lækningar á fólki enn það bara vill til að það eru löggiltir læknar sem sjá um lækningarnar. Það var ekkert auðvelt að fá þessa lækna til að vinna. Ef læknir vinnur ekki eins og ég vil, þá er hann bara rekin og maður ræður annan. Þar er hægt að líkja læknum við pípulagnir. Sé maður ekki ánægður með pípulagnirnar, þá ræður maður bara nýjan. Monopol lækna að vinna með heilsu fólks er á undanhaldi um allan heim. Að sjá læknir sem vegur 150 kg og getur varla andað af áreynslu, er ekki maður sem ég myndi treysta til að segja mér neitt til með heilsunna. Þá skiptir engu máli hvort hann dúxaði í háskólanum eða ekki...
Óskar Arnórsson, 15.6.2010 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.