Hvað ertu að pæla Hanna Birna?

"Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri ætlar ekki að gefa kost á sér í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi."

Þessi Moggafrétt er ömurlega illa unnin. Það hefur hvert mannsbarn í landinu vitað það lengi að ef Hanna Birna stefndi hærra í Sjálfstæðisflokknum myndi hún taka slaginn við Bjarna Benediktsson um toppinn. Hún hefur nákvæmlega ekkert í varaformennskuna að gera.

Á vísi.is segist Hanna Birna ætla að einbeita sér að borgarmálunum en láta landsmálin eiga sig. Ekki var Mogginn með það.

Svo var Mogginn ekki með það sem mestu skiptir nú. Ætlar Hanna Birna að taka tilboði Jóns Gnarr og Dags um að lyfta hér allri pólitík upp á hærra plan? Hún var ekki spurð ef marka má fréttina.

Enda vill Mogginn líklega ekki að hún taki því tilboði. Alla vega ekki ritstjórinn nafnlausi með fingurbjargarsiðferðið.

Taki Hanna Birna ekki tilboðinu er hún pólitískt dauð í augum kjósenda og þarf að leita að nýrri vinnu.

Svo verður Bjarni Benediktsson sjálfkjörinn formaður Bláhersins við mikinn óvinafögnuð.

 


mbl.is Hanna Birna býður sig ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni Benediktsson hefur vaxið í áliti allra sem til þekkja.

 Í 80 ára sögu Sjálfstæðisflokksins hefur enginn formaður tekið við erfiðara búi.

 Bjarni orðinn feiknasterkur fyrirliði.

 Hanna Birna gerir rétt.

 Einhver verður að gæta hagsmuna Reykvíkinga - ekki gera það trúðarnir Jón Gunnar og Dagur !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 21:41

2 Smámynd: Björn Birgisson

Kalli Sveinsson, það er gott fyrir flokkinn ef BB hefur vaxið í áliti, ekki veitti af, en hann er ekki feiknasterkur fyrirliði. Hann er firnaveikur fyrirliði. Hann er sem haltur fyrirliði að leiða blinda hjörð.

Hanna Birna gerir rangt. Hún átti að taka formannsslaginn. Hún þorði ekki af ótta við klofning í flokknum. Hún fær stóran mínus í kladdann hjá mér.

Svo mun hún ekki einu sinni þora að taka tilboði trúðanna þinna!

Hvað er þá eftir fyrir þessa elsku?

Nýtt starf á öðrum vettvangi.

Björn Birgisson, 12.6.2010 kl. 21:51

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Gef lítið fyrir mínusana þína Björn.

Ragnar Gunnlaugsson, 12.6.2010 kl. 22:59

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Bjarni Benediktsson hefur vaxið í áliti allra sem til þekkja. He, he, he, það eru alltaf til grínistar eins og Kalli

Finnur Bárðarson, 12.6.2010 kl. 23:21

5 Smámynd: Björn Birgisson

Ragnar Gunnlaugsson, mér er heiður af því að þú gefir lítið fyrir mínusana mína. Þá veit ég að ég er á réttri leið í mínum skrifum. Lifðu heill, minn kæri!

Björn Birgisson, 12.6.2010 kl. 23:23

6 Smámynd: Björn Birgisson

Finnur, Kalli er góður kómiker!

Björn Birgisson, 12.6.2010 kl. 23:27

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Kalli Sveinss - tek undir með þér

Þegar Björn Birgisson myndar sér skoðun á einhverju sem snýr að Sjálfstæðisflokknum er það venjulega þvert á það sem er best fyrir flokkinn.

Það er svona með æði marga -

Ég er tildæmis þeirrar skoðunar að Dagur eða Árni Páll eigi að setjast í formannsstól Samfylkingar þegar Jóhanna viðurkennir staðreyndir og fer.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.6.2010 kl. 05:42

8 identicon

Ég bara spyr, hverjum er svo sem ekki sama hver gerir hvað í þessum flokki? Tel varla neitt fréttnæmt sem snýr að Sjálfstæðisflokknum, ekki frekar en umfjöllun um knattspyrnulið í utandeild á Grænlandi.

Ónýtur flokkur, ónýtt fólk og ekkert gott sem frá honum kemur, annað en lærdómur um hvað beri að forðast, bæði stjórnunarlega og siðferðislega.

Jón Flón (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband