Fólkinu sýndur óæðri endinn á lýðræðinu

"Ráðningu Lúðvíks Geirssonar í starf bæjarstjóra þrátt fyrir að hann hafi fallið úr bæjarstjórn var ástæða mótmæla við upphaf bæjarstjórnarfundar í dag."

Auðvitað sýður svolítið á Sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði. Lúðvík orðinn bæjarstjóri aftur og allt það. Samfylkingin tapaði tveimur bæjarfulltrúum og sjálfstæðismenn gleyptu þá báða og verða því að teljast sigurvegarar kosninganna í firðinum fagra.

VG hafði þetta allt í hendi sér, fulltrúafjöldinn 5 - 5- 1 og bara spurning um hvert Guðrún VG kona vildi halla sér. Auðvitað valdi hún að halla sér á vinstri hliðina. Varla hefur íhaldið búist við öðru?

Þá spyrja menn: Er það eitthvert lýðræði að sigurvegara kosninganna sé kastað út í horn? Svarið við því er mjög einfalt.

Það sem gerðist bæði í Hafnarfirði og til dæmis í Grindavík, með öfugum formerkjum þó, er fullkomlega lýðræðislegt og samkvæmt venjum og hefðum, en vissulega er fólkinu sýndur óæðri endinn á lýðræðinu.

Þetta er bara svona má segja og hefur lengi verið.

Svo má líka breyta þessu.


mbl.is Lúðvík: Ég nýt stuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst að liðsmenn þess stjórnmálaflokks sem setti Ólaf F Magnússon í hásæti í Reykjavík ættu bara að hafa sig hæga.

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 20:12

2 identicon

það er verið að hafna honum og hann á að stíga til hliðar annað er galið, en það er alltílagi að sf og vg mynda meiri hluta sjáfsæðismenn geta ekki unnið með vg það er nokk ljóst

joi (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 20:48

3 identicon

Mér finnst mjög skrítið að að segja að það sé einhver flokkur sigurvegari í Hafnarfirði þegar 45% af öllum kosningabæru fólki ákvað að kjósa engann flokk. (http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/05/31/45_prosent_kusu_engan_flokk/)

Þó svo að kannski sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið einhverja fleiri menn þá töpuðu þeir atkæðum í heildina séð. Segir bara allt um pólitikina á þessum bæ

Tryggvi (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 21:12

4 Smámynd: Björn Birgisson

Tryggvi, athyglisvert innlegg frá þér. Takk fyrir.

Björn Birgisson, 14.6.2010 kl. 21:19

5 Smámynd: Björn Birgisson

Stefán Benediktsson, mæta vel skil ég þitt sjónarmið. Ekki var sú gjörðin fín.

Björn Birgisson, 14.6.2010 kl. 21:22

6 Smámynd: Björn Birgisson

joi, svona virkar afturendinn á lýðræðinu, minn kæri, en hann telst víst með!

Björn Birgisson, 14.6.2010 kl. 21:25

7 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

TIL HVERS ER VERIÐ AÐ KJÓSA, EF ÞETTA ER LÝÐRÆÐI Í hAFNARFIRÐI, ÞÁ VORKENNI ÉG BÆJARBÚUM, ER ÞETTA AÐ VERÐA EINS OG Í KÍNA, KÍNVERJAR ERU NÚ EKKI FARNIR AÐ RÁÐA HÉRNA ENNÞÁ ÞÓTT ÞEYM LANGI TIL ÞRSS SVO AÐ ÞAÐ ER ÓÞARFI AÐ TAKA UPP ÞEYRRA HÆTTI.hUMM!

Eyjólfur G Svavarsson, 15.6.2010 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband