14.6.2010 | 23:05
Er ekki Hanna Birna nokkrum númerum stærri en ritstjórinn í Hádegismóum?
"Ritstjóri Morgunblaðsins varar Hönnu Birnu Kristjánsdóttir við því að taka tilboði Besta flokksins og Samfylkingarinnar um að verða forseti borgarstjórnar. Hann segir ástæðu til að ætla að hún sé ekki til í samstarf við hina flokkana og að starf forseta borgarstjórnar felist einkum í því að koma dauðadrukknum gestum úr veislum í Höfða."
Þetta er af Eyjunni tekið. Þar er vitnað til hinna nafnlausu Staksteina skrifa Morgunblaðsins.
Ef Hanna Birna hlustar á þetta bull fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins, verður hún þar með að pólitísku líki, eins og fyrrverandi formaður flokksins er fyrir löngu orðinn, þó endurlífgaður kjósi hann að skjóta á allt og alla úr launsátri nafnleysisins. Lítill sómi að því.
Þessi annars fallega og líflega kona hún Hanna Birna. Hún á sér framtíð, en aðeins þó að hún gefi stöðnuðum sjónarmiðum í eigin flokki langt nef og gangi glaðbeitt með góðu fólki inn á nýjar slóðir.
Hennar er að höggva skörð í staðnaða pólitík landsins, ekki hvað síst eftir boð Besta flokksins og Samfylkingarinnar, sem allir þekkja.
Er nokkuð hægt að klikka á þessu?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 602567
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hygg að hún sé stærri en ritstjóranefnan í öllum skilningi.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.6.2010 kl. 23:21
Hanna Birna er vonandi meiri maður en svo að hún láti útbrunnið skar segja sér fyrir verkum. Jafnvel þó það skar beri nafnið Davíð.
Það kann að vera að í borgarstjóratíð Davíðs hafi starf forseta borgarstjórnar fyrst og fremst falist í að koma dauðadrukknum gestum út úr veislum í Höfða. Ég leyfi mér að efast um að svo sé ennþá.
Hanna Birna mun örugglega hafa nokkur áhrif í stóli forseta borgarstjórnar, aðalmálið er þó að verið er að óska eftir samvinnu milli flokka með þessu tilboði til hennar. Samvinna er það sem þarf í stjórnmálum, ekki bara í Reykjavík, heldur einnig og ekki síður í landsmálapólitík.
Gunnar Heiðarsson, 15.6.2010 kl. 00:11
Gunnar Heiðarsson, ég þakka þér fyrir gott og málefnalegt innlegg. Því fleiri augu sem opnast því betra. Betur sjá augu en auga og allt það. Þitt innlegg er svo sannarlega metið að verðleikum á þessari síðu.
Björn Birgisson, 15.6.2010 kl. 00:20
Axel Jóhann, Hanna Birna er komin í bílstjórasætið. Spurningin er bara hvaða stefnu hún tekur. Tekur hún beinu brautina með þjóðinni eða endar hún bara úti í skurði, eins og nýfrjálshyggjan?
Björn Birgisson, 15.6.2010 kl. 00:25
Foringinn hefur talað. Því verður ekkert úr hennar hugsanlega sögulega hlutverki. Ég óska þess innilega að ég hafi rangt fyrir mér.
Golfkveðjur að norðan.
Arinbjörn Kúld, 15.6.2010 kl. 00:41
Arinbjörn Kúld, Hanna Birna gæti reynst stærri karakter en þú vilt ætla henni. Það væri þjóðinni til tekna. Ég hef fulla trú á henni. Vissulega hefur fallinn foringinn talað, en nennir einhver að hlusta á spilltar raddir fortíðarinar?
Ég óska þess innilega að þú sért að tjá rétta skoðun.
Þú gengur veginn með mér á vit betra Íslands.
Svo förum við kannski í golf.
Alsælir.
Björn Birgisson, 15.6.2010 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.