15.6.2010 | 12:11
Í dag breytist grínið í alvörugrín
Veni, vidi, vici skrifaði Julius Cesar árið 47 fyrir krist eftir farsælan hernaðarleiðangur.
Ég kom, ég sá, ég sigraði, getur Jón Gnarr ritað á hinu háa herrans ári 2010 eftir sögulegan kosningasigur í Reykjavík.
En það er ekki nóg að sigra. Það þarf að fylgja sigrinum eftir með góðum verkum. Nú spyr fólk sig:
Hvað ætlar Besti flokkurinn eiginlega að gera og fyrir hvað stendur hann?
Það veit auðvitað ekki nokkur maður og mig grunar að fulltrúar flokksins viti það ekki heldur. Þeir verði bara að spila af fingrum fram í hverju máli eftir því sem málum vindur fram.
Tilboð flokksins til Hönnu Birnu er byltingarkennt í íslenskum stjórnmálum og þar skoraði flokkurinn fallegt mark. Uppi við vinkilinn eins og sagt er á fótboltamáli.
En leikurinn er rétt að hefjast og eitt mark dugar ekki til sigurs.
Besti flokkurinn á eftir að sanna sig og réttlæta stórsigurinn.
Ég hef trú á að hann geri það.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.