Sjálfsagt að rannsaka einkavæðingu bankanna ofan í kjölinn

Jóhanna Sigurðardóttir virðist alveg gallhörð á því að einkavæðing bankanna verði rannsökuð ofan í kjölinn og ég ætla rétt að vona að hún standi við það fyrirheit sitt. Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftirá, en á meðan þetta einkavæðingarferli stóð yfir lagði spillingarfnykinn yfir allt þjóðfélagið og um þessa einkavæðingu ríkti lítil sátt í samfélaginu. Það er miklu meira en sjálfsagt að rannsaka þetta mál og fá allt upp á borðið.

Við lestur þessarar fréttar rifjaðist upp fyrir mér viðtal sem Helgi Seljan átti við Halldór Ásgrímsson í Kastljósi í framhaldi af útkomu Rannsóknarskýrslunnar. Í því viðtali held ég að Halldór hafi endanlega kastað fyrir róða því áliti sem hann hafði.

Eftirfarandi bloggaði ég um þetta dæmalausa viðtal: 

"Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, kannast ekki við að sölu bankanna hafi verið handstýrt og að vísbendingar um slíkt, sem fram komi í rannsóknarskýrslu Alþingis, sé hann fyrst að heyra af núna." segir mbl.is

Fyrst að heyra af því núna?

Annar eins lygavaðall og vall upp úr Halldóri Ásgrímssyni í kvöld hefur ekki birst í íslensku sjónvarpi frá stofnun þess árið 1966. Það er ekkert gaman að sjá fyrrum leiðtoga þjóðarinnar niðurlægða í útsendingum. Helgi Seljan mætti til leiks þungvopnaður og vel að sér og var síðan svo ótrúlega vægur við Halldór, að rannsaka þarf sérstaklega framsóknargenin í spyrlinum.

Halldór mætti bara með undanskot, málalengingar og hreinar lygar og þvingað bros.

Þurfti hann að biðja þjóðina afsökunar á einhverju?

Nei. Af og frá.

Mikil er þjóðþrifatiltektin að brotthvarfi Halldórs og Davíðs úr pólitíkinni, nú þegar piltarnir sem þeir leiddu til öndvegis í íslenskum bönkum fara að safnast saman í fangelsum þjóðarinnar.

Ætli umræðan á Litla Hrauni verði ekki skemmtileg á komandi misserum?


mbl.is Einkavæðing bankanna rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hverjir eru að safnast saman í fangelsunum... Ég veit ekki til þess að það sé nokkur þar af þessum sem að rændu öllum peningunum... man allavega ekki eftir frétt eða umfjöllun um það að einhver sé komin á bak við lás og slá fyrir utan yfirheyrslurnar um daginn sem eru löngu búnar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.6.2010 kl. 14:18

2 Smámynd: TómasHa

Það er ekkert athugavert við það að gera rannsókn á þessu, en ég held að menn ættu að varast að dæma menn fyrirfram.

TómasHa, 15.6.2010 kl. 14:26

3 identicon

Komið þið sæl; Björn Ísfirðingur - og þið önnur, hér á síðu hans !

TómasHa !

Glæpamennirnir; dæmdu sig fyrirfram, með illvirkjum sínum, ágæti drengur.

Svo einfalt; er það.

Punktur !!!

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 14:36

4 Smámynd: Björn Birgisson

Ingibjörg, rétt hjá þér, ég fer nokkuð frjálslega með textann! Þetta skilja þó vonandi allir. Ég held að þjóðin sé öll að hugsa á þessum nótum eða sambærilegum.

Björn Birgisson, 15.6.2010 kl. 14:50

5 Smámynd: Björn Birgisson

Tómas og Óskar Helgi, þakka ykkur innlitin.

Björn Birgisson, 15.6.2010 kl. 14:51

6 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Er þá ekki rétt að byrja á byrjuninni, eða þegar ríkisstjórn Íslands gaf nokkrum illa stöddum einkabönkum Útvegsbanka Íslands eftir að hafa sett í hann að mig minnir 800 milljónir.  Þar byrjar einkavæðing ríkisbankanna.

Kjartan Sigurgeirsson, 15.6.2010 kl. 15:50

7 Smámynd: Björn Birgisson

Kjartan, það er bara sjálfsagt.

Björn Birgisson, 15.6.2010 kl. 16:37

8 identicon

Það er samt ekki í verkahring þessa getulausa forsætisráðherra að segja þingmannanefnd fyrir verkum! Hún ætti frekar að taka pokann sinn!

Ófeigur (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 21:51

9 Smámynd: Björn Birgisson

Ófeigur, þegar þú verður forsætisráðherra þjóðarinnar ætla ég að biðja þig að skoða vel í pokann þinn.

Björn Birgisson, 15.6.2010 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband