Strikamerktir sjálfstæðismenn

Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næst besta flokksins, tekur við eftir eitt ár sem forseti bæjarstjórnar Kópavogs og mun gegna embættinu í tvö ár. Hjálmar er Jón Gnarr Kópavogs. Líklega þó átta sinnum klárari náungi.

Utangátta og utanvið sitja svo útstrikunarkóngarnir Gunnar Birgisson og Ármann Ólafsson. Hvað er eiginlega að þessu Kópavogsliði? Þetta pakk mætir á kjörstað og útbíar kjörseðilinn sinn með einhverjum strikamerkingum, rétt eins og það sér í Bónus, þar sem það verslar allt, þótt aldrei muni það viðurkenna það.

Öll þessi strikamerki eru fólkinu í kjörstjórninni til aukinnar vinnu og svo mikils ama að ólíklegt er að það gefi kost á sér í kjörstjórn aftur.

Nú væri gott ef Halldór Jónsson hefði greiðan aðgang að sítrónvatninu sem forseti hæstaréttar fyllti kjallarann sinn af forðum, bara af því að hann gat það!

Til að létta lundina aðeins!


mbl.is Fjögurra flokka meirihluti tekur til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjössi minn !

 Við tveir erum líklega að verða " of gamlir" fyrir þetta útvatnaða þjóðfélag !!

 Það er orðinn einn allsherjar falskur tónn í þjóðarflautunni !

 Segir ekki í Kardimommubæjar-söngnum: " Hvar er húfan mín, hvar er hettan mín, hvar er falska fjögurra gata flautan mín " ??

 Legg til að við höldum okkur í framtíðinni á gölfvöllunum. Þú reynir við "hole in one" í þriðja sinni - "Kalli" í annað sinni !

 Mundu: " Old golfers never die, they just loose their balls" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 21:39

2 Smámynd: TómasHa

það er merkilegt hversu léleg kosningabarátta hans var ef hann er svona miklu klárari. Það eina sem kom frá honum var væl yfir því að hann fengi ekki næga athygli og svo ætlaði hann að kæra utankjörfundaratkvæðagreiðsluna.

Þetta er leiðinlegasti ekki-stjórnmálamaður landsins.

Jón er alla vegna fyndinn.

TómasHa, 15.6.2010 kl. 21:39

3 Smámynd: Björn Birgisson

Kalli minn, leitt að heyra að þú eldist of hratt. Ég er bara rétta að byrja! En spila því miður lítið golf um þessar mundir.

"Hvar er húfan mín, hvar er hettan mín, hvar er falska gamla fjögurra gata flautan mín " ??

"Old golfers never die, they just loose their balls" !!

Þetta er klassík!

Þú talar um útvatnað þjóðfélag. Ég væri þér sammála væri ég illa saltaður saltfiskur frá Hemma á Stað.

En ég er bara flottur, þótt enginn komi augum á það!

Björn Birgisson, 15.6.2010 kl. 22:00

4 Smámynd: Björn Birgisson

TómasHa, hann náði kjöri. Var það með þínu atkvæði?

Björn Birgisson, 15.6.2010 kl. 22:02

5 Smámynd: TómasHa

Það bætir ekki kosningabaráttuna hans að ég bý ekki í Kópavogi. Hann verður heldur ekki fyndnari ekki pólitíkus.

Ef hann er "átta sinnum klárari náungi" hefði maður haldið að hann hefði átt að sýna það á einhvern máta.

Þú kannski upplýsir lesendur þína hvernig þú færð út að hann sé svona miklu klárari en Jón.

TómasHa, 15.6.2010 kl. 23:39

6 Smámynd: Björn Birgisson

Tómas, þú segir: "Þú kannski upplýsir lesendur þína hvernig þú færð út að hann sé svona miklu klárari en Jón"

Hjálmar Hjálmarsson er vel máli farinn maður, það er Jón Gnarr ekki. Hann bara tuðar eitthvað og glottir og kemst upp með það.

Hjálmar er leiftrandi talent.

Björn Birgisson, 16.6.2010 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband