16.6.2010 | 19:00
Pólitísk aftaka Hönnu Birnu hafin í hennar eigin flokki
Nú eru stórhöfðingjar íhaldsins farnir að senda Hönnu Birnu tóninn. Það var viðbúið allan tímann, enda ákvörðun hennar, að þiggja forsetaembættið í borgarstjórninni, örugglega talin til alvarlegri svika í Valhöll. Svona skrifar Loftur Altice Þorsteinsson, einn víðsýnasti, orðprúðasti og besti maður íhaldsins hér á blogginu, um atburðarásina:
"Ef þessar fréttir eru réttar (sem ég dreg sem lengst í efa), hefur þessi fyrrverandi forustumaður Sjálfstæðismanna í borginni, tekið eigin vegsemd framfyrir hagsmuni þeirra borgarbúa sem kusu hana til forustu í Sjálfstæðisflokki og setu í borgarstjórn. Í kosningunum 29. maí 2010 hlaut Sjálfstæðisflokkur 33,6% fylgi í Reykjavík, sem eru 20.006 kjósendur. Fulltrúar flokksins eru 5, en með því að þiggja starf hjá Gnarranum og Samfylkingunni er verið að auðmýkja hina 4 fulltrúana og þá sem kusu þá í borgarstjórn.
Sjálfstæðismenn voru ekki hafðir með í ráðum um stefnu meirihlutans. Jón Gnarr kaus að kanna ekki einu sinni möguleika á aðkomu Sjálfstæðisflokks að meirihlutanum. Líklega hefur aldreigi áður skeð í sögu Reykjavíkur, að forustumaður í stjórnmálaflokki ráði sig til starfa hjá andstæðingum sínum, straks eftir kosningar. Ekki er hægt annað en óska Hönnu Birnu Kristjánsdóttur góðs gengis í þjónustu grínsflokks Jóns Gnarr og Samfylkingar. Hún hefur brotið allar brýr að baki sér og á varla afturkvæmt í Sjálfstæðisflokkinn." (Undirstrikanir gerði BB)
Hanna Birna á varla afturkvæmt í Sjálfstæðisflokkinn segir Loftur.
Samt er hún enn flokksbundin.
Skrítið!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hefði kosið hana, í öllum flokkum nema FLokkinum. Svo einfalt er það nú.
Hún virkar bara eins og proffi og ef það er ekki það sem við þurfum þá veit ég ekki hvað.
sr (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 19:13
Loftur getur haft sínar skoðanir, en hann er ekki sérstaktur áhrifamaður innan flokksins eða í stöðu til að ákveða hver er í flokknum eður ei.
TómasHa, 16.6.2010 kl. 19:14
Loftur er sjálfstæðismaður sem snéri vörn í sókn. Nú notar hann sama orðbragð á pólitíska andstæðinga sem hans flokksmenn fengu á sig hér á blogginu eftir hrun. Eins konar "tit for tat". Varla getur nokkur móðgast nú frekar en þá - eða er það nokkuð?
Kolbrún Hilmars, 16.6.2010 kl. 19:43
Loftur og hans orðaræða er gott dæmi um það sem flestir Íslendingar vilja losna við úr stjórnmálunum.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 20:37
Rétt er það, Grefillinn. En þeir halda áfram að gjamma sem vilja frá áhorfendapöllunum. Rétt eins og í boltanum...
Kolbrún Hilmars, 16.6.2010 kl. 20:59
Kæru vinir! Ekki vera að sparka um of í Loft. Hann er Besti vinur minn!
Björn Birgisson, 16.6.2010 kl. 22:42
Hvad er ad vera sjálfstaedismadur? Er thad ad vera áhangandi kvótakerfisins?
Óli (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.