Taka tvö - nýtt bankahrun á Íslandi í boði Hæstaréttar Íslands?

Íslandsbanki áréttar svo að þrátt fyrir dómsniðurstöður Hæstaréttar hafi bankinn sterka eiginfjárstöðu og uppfylli eftir sem áður eiginfjárkröfur FME að eigin sögn.

Er þá bankinn búinn að gera ráð fyrir sambærilegum dómsmálum, sem liggja handan við hornið, varðandi fasteignalánin? Þar eru allar tölur stærri.

Tilkynningu Íslandsbanka má lesa í heild sinni hér:

„Íslandsbanki mun fara vandlega yfir dómsniðurstöðu Hæstaréttar vegna gengistryggðra bílalána og fylgjast með þeim skrefum sem stjórnvöld og Alþingi hyggjast taka í málinu á næstu dögum. Þó svo að Íslandsbanki Fjármögnun hafi ekki verið aðili málsins mun bankinn hlíta niðurstöðu dómsins og aðgerðum stjórnvalda og löggjafans í málinu ef til þeirra kemur.

Bankinn vill árétta að þrátt fyrir dómsniðurstöður Hæstaréttar hefur bankinn sterka eiginfjárstöðu og uppfyllir eftir sem áður eiginfjárkröfur FME.

Íslandsbanki hefur áður lýst því yfir að þeir viðskiptavinir sem þegar hafa nýtt sér úrræði bankans vegna gengistryggðra bílalána hafa ekki fyrirgert mögulegum betri rétti sínum leiði niðurstaða Hæstaréttar eða stjórnvalda til hagfelldari niðurstöðu."

Hafa Íslendingar áður séð glyðrukenndar yfirlýsingar frá bönkum landsins?

Er nokkurt tilefni til að trúa þeim nú frekar en fyrr.

Nei.

Af og frá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

En hverjum er ekki sama þó að Íslandsbanki fari á hausinn. Hann er í eigu kröfuhafa.

Sigurður Sigurðsson, 17.6.2010 kl. 00:29

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tja, sennilega óhjákvæmilegt hvort sem er, að taka bankana niður aftur.

  • 16% meðal-eiginfjárhlutfall skv. FME. 
  • Virðist mér augljóslega alltof lágt miðað við aðstæður, þ.e. um 40% lána metin í vandræðum og þá miðað við mat bankanna sjálfra.
  • Að auki vita allir, að núverandi fasteignaverð er meira "fiction than fact".
  • Útlit er fyrir, að einungis ein stórframkvæmd komist á koppinn sbr. samstarfssamning við Kína - sem mér virðist augljóslega benda til að borin von sé um að aðrar slíkar framkvæmdir komist á koppinn er þarfnast erlendrar lántöku.
  • Vandi er að það þíðir að efnahags framvinda verður verulega lakari en ríkisstjórnin enn gerir ráð fyrir - ekki viss hvort þessi eina framkvæmd dugi fyrir hagvexti á næsta ári. Miðað við mat aðila verður samdrátturinn í ár frá rúmum 3% í rúm 4%.
  • Þá tel ég líklegt einnig, að áætlanir bankann um framvindu eignaverðs - fj slæmra lána og tekjumyndun, muni ekki ganga eftir og útkoman fyrir þá með alla þá þætti, verðu umtalsvert lakari.

Eitthvað þarf að láta undan. Krafan um afskriftir lána, verður einnig mjög sennilega það víðtæk, að ekki verður hjá henni komist.

  • En hafa þarf einnig í huga, að miðað við núverandi skuldastöðu - víxverkað við núverandi vaxtastig, er fullkomlega borin von um að eyðsla almennings eða fjárfesting fyrirtækja geti startað hagvexti.
  • Svo hvort tveggja, þ.e. lánin og einnig vextirnir þurfa að fara niður, afskrifast að verulegu leiti.
  • En, þetta verður ekki gert án enduruppstokkunar bankakerfisins á ný.

En, bankakerfið var gert of stór og þar með of dýrt í rekstri, - um 30% samanlagt stærra en hagkerfið, bilun að mínu mati miðað við aðstæður. Í reynd fölsun á atvinnuleysi með gríðarlegum tilkostnaði.

Þarf sennilega að fækka bönkum úr 4 í 2. Minnka kerfið um helming.

Að auki, verður sennilega ekki hjá því komist, að afskrifa innlán að stærstum hluta. Það verður mikið högg fyrir marga, en mér sýnist klárt að nú þegar sé búið að eyða upp ávinningnum af því þegar lánin voru keypt af erlendu fjárfestunum á undirverði og síðan flutt yfir til bankanna.

Samhliða, lækka vaxtastig í cirka 1%.

Helst einnig a.m.k. timabundið að afnema lánskjaravísitöluna, svo lækkun krónunnar um sennilega cirka 20-30% í ofanálag hækki ekki lánin.

-------------------------------------

En, samanlagt ætti þetta að geta skilað upphafi hagvaxtar á ný - en eftir þessa umframdífu.

Ég bendi á áhugaverða grein frá International Bank of Settlemts" þ.s. sagt er frá niðurstöðum samanburðarrannsóknar fyrir hagvöxt ríkja á afleiðingum stórfelldra gengisfellinga. Mjög áhugaverð grein í ljósi rifrildisins hérlendis um einmitt stórt gengisfall og afleiðingar þess.

http://www.bis.org/publ/qtrpdf/r_qt1006.pdf

"Currency collapses and output dynamics: a long-run
perspective1"

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.6.2010 kl. 01:14

3 identicon

Bankahrun í boði Hæstaréttar segir þú.  Mér finnst það alfarið vera í boði bankanna sjálfra!  Þurfa þeir ekki að fara að lögum eins og önnur fyrirtæki?

Gunnar Björn Björnsson (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband