17.6.2010 | 14:28
Viðrar vel á bankamenn
Skjótt skipast veður í lofti. Klukkan þrjú í gær var tilhugsunin um myntkörfulánin að sliga Íslendinga í þúsundatali. Einstaklingar og fyrirsvarsmenn alls kyns reksturs hrylltu sig við tilhugsunina eina saman. Svo sló klukkan fjögur og Hæstiréttur birti úrskurð sinn.
Skyndilega voru myntkörfulánin orðin miklu hagstæðari en hefðbundin íslensk lán með verðtryggingu!
Bara með 3% vexti í 12% verðbólgu!
Það sem meira er, lántakendur, skuldugir upp fyrir haus, eiga skyndilega mörg hundruð milljarða inni hjá lánastofnunum!
Þetta er eiginlega hálf farsakennt, en þjóðin er orðin ýmsu vön. Það verður mjög spennandi að fylgjast með þróun þessara lánamála á næstu vikum, ekki hvað síst verður fróðlegt að fylgjast með baráttu ýmissa lánastofnana fyrir lífi sínu.
Svo er bara kominn 17. júní og það viðrar vel á bankamennina í skrúðgöngunum.
Gleðilega þjóðhátíð!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.