Nú þarf öllum skotgrafahernaði að linna

"Þegar liggur fyrir að 22 af þeim 33 köflum Evrópulöggjafarinnar sem semja þarf um hafa þegar að mestu verið teknir upp í íslenska löggjöf í gegnum þátttökuna í Evrópska Efnahagssvæðinu."

Hægt og bítandi færist meiri alvara yfir þetta umsóknarmál og á þessum tímapunkti hef ég ekki græna glóru um hvort ég myndi greiða aðild Íslands að Evrópusambandinu atkvæði mitt eða ekki.

Hitt veit ég með vissu að umsóknarferlið verður ekki stöðvað úr þessu, sama hvað gerist í stjórnmálunum hér heima.

Einnig veit ég að það er bráðnauðsynlegt að standa gríðarlega faglega að öllum samskiptum við báknið. Með orðinu faglega á ég við að ekki má undir neinum kringumstæðum gera þessar viðræður að flokkspólitískum málum. Flokkarnir okkar hafa enga heimild til að ráðskast með skoðanir fólks í þessu stórmáli og draga það niður í skotgrafirnar sínar. Þeir þurfa allir að eiga aðkomu að einstökum málum og síðan fellir þjóðin sinn stóradóm í lokin.

Það er stuðningur við þetta mál í öllum flokkum, einnig andstaða.

Vonandi hefur ríkisstjórnin lært sína lexíu af gönuhlaupum sínum við að reyna að semja um Icesave án þess að mynda breiðfylkingu allra flokka um málið fyrst.


mbl.is Úr umsóknarferli í viðræðuferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það er von að þið landsölufólk viljið að allir verði nú góðir þannig að þessi gjörningur geti farið fram

þetta er svartasti 17. júní í sögu þjóðarinnar og til skammar að misnota hann með þessum hætti - hitt er svo annað að ef þið fengjuð ykkar í gegn yrði  þetta bara fyrsta niðurlægingin af mörgum.

En þjóðin mun segja nei - nei nei

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.6.2010 kl. 19:19

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ólafur Ingi Hrólfsson, ruddalegur ert þú, að kalla síðuhöfund hér landsölumann. Aldrei myndi ég kalla þig landsölumann, en þú ert ótíndur ruddi og moðhaus, snýtt úr nösum auðvaldssinna í Valhöll, samkvæmt þessu aulalega innleggi þínu.

Þjóðin segir annað hvort nei eða já að lokum.

Hún segir örugglega nei við ruddalegum kónum eins og þú ert hér að auglýsa þig að vera.

Björn Birgisson, 17.6.2010 kl. 19:34

3 Smámynd: Björn Birgisson

Aðeins meira í tilefni af innleggi Ólafs Inga hér að ofan. Hægri öfgamönnum verður tíðrætt um landsölumenn, þjóðníðinga, landráðamenn og fleira í þeim dúr. Þeim væri nær að líta sér nær. Það sem þeir standa fyrir öðru fremur er að gefa fáeinum fjölskyldum hérlendis allar helstu auðlindir Íslands. Um það mætti fara mörgum orðum. Þar eru á ferðinni sannir óvinir Íslands. Séu landráðamenn á vappi um íslenskar grundir eru þeir auðfundnir innan þeirra raða.

En þeir sjá ekki eða skilja sekt sína, frekar en Jósef Mengele forðum.

Til þess skortir þá nauðsynlega siðferðisvitund.

Björn Birgisson, 17.6.2010 kl. 19:58

4 identicon

Af því að þú segir að þú vitir ekki hvort þú munir kjósa já eða nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni um málið og segir að umsóknarferlið verði ekki stöðvað úr þessu kallar hann þig landsölumann!  Mjög málefnalegt eða þannig! Ótrúlegt hvað fólk lætur út úr sér á þessum blessuðu bloggsíðum, allir bara landráðamenn ef þeir hafa einhverja ákveðna skoðun á málinu... Furðulegt.  Og já, það er stuðningur og andstaða við þetta mál úr öllum stjórnmálaflokkum.

Skúli (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 20:12

5 identicon

Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég verð að segja þér til hróss, að þú kannt að "copy, paste". Þú ert búinn að setja sama kommentið á allar blogsíður sem ég hef kíkt á.  Svona skrif líkjast vaghesti frá því í gamla daga sem sáu ekki til hliðanna.  Ef þú þarft að vera með uppnefni á fólk sem er ekki sammála þér, ættir þú að slökkva á tölvunni þinni í eitt skipti fyrir öll.  Þess háttar skrif lýsa bara þínum karakter.

Kristinn (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 20:56

6 Smámynd: Svavar Bjarnason

Gat ekki stillt mig um að senda hér komment.

Ólafur Ingi er að tala um "copy/paste" hjá Birni en gerir það svo sjálfur í kommentum annars staðar. Hann talar um uppnefni en kallar þá landsölumenn sem eru honum ósammála í ESB málinu.

Svolítið dæmigert.

Svavar Bjarnason, 17.6.2010 kl. 21:17

7 Smámynd: Svavar Bjarnason

Verð að bæta hér við.

Var að lesa bloggfærslu Ólafs Inga. Þar kallar hann forsætisráðherra okkar Hóru!!!

Var hann að tala um uppnefni?

Svavar Bjarnason, 17.6.2010 kl. 21:59

8 identicon

Úff þetta er ekki gott mál...  Yfirhöfuð ekki gott að uppnefna fólk

Skúli (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband