18.6.2010 | 15:15
Algjört metnaðarleysi?
"Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun ekki gefa kost á sér til embættis varaformanns flokksins."
Skelfing fer þetta að verða pínlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem gæti verið með gott framboð embætta á auka landsfundinum, en eftirspurnin virðist engin vera.
Enginn virðist þora að hrófla við Bjarna þótt öllum sé fullljóst að staða hans er mun veikari nú en þegar hann var kjörinn formaður.
Hvar er allur metnaðurinn í svokölluðum forustumönnum flokksins?
Nú fer maður að skilja betur af hverju hin metnaðarfulla Hanna Birna gaf flokksforustunni langt nef og skellti sér í samstarf við Jón Gnarr og Dag.
Ætli henni finnist ekki forusta flokksins vera miklu meira djók en þeir strákarnir eru?
Ætlar ekki í varaformanninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aldrei hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í meiri þörf fyrir nýjan formann en einmitt núna, en enginn þorir eða vill. Gróa segir að ástæðan sé sú að í loftinu liggi áskorun á Hádegismóra að hans eigin undirlægi. Móri mun þá stíga fram klökkur, axla ábyrgð og koma flokknum til bjargar. Gott ef Bjarni stígur þá ekki niður í varaformanninn.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.6.2010 kl. 15:41
Nei, nei, Davíð heldur bara áfram að dunda sér við nafnlausu skrifin sín í Morgunblaðið. Svo er hann ekki á Alþingi, en þar þurfa formenn helst að eiga sæti.
Björn Birgisson, 18.6.2010 kl. 15:45
Af hverju bíður þú þig ekki fram Björn Byrgisson?, þetta er nú einu sinni flokkurinn sem þú hefur mestar áhyggjur af og sérð vanda hans betur öðrum.
Hrólfur Þ Hraundal, 18.6.2010 kl. 16:16
Mjög góð hugmynd hjá þér Hrólfur! Finnst þér ekkert undarlegt að verða vitni að öllu þessu áhugaleysi? Kannski er staðan keimlík hjá hinum flokkunum, enda lítt kræsilegt að standa í stjórnmálum eins og nú er komið fyrir þjóðinni.
Björn Birgisson, 18.6.2010 kl. 16:24
Ég er undrandi á áhugaleysi þínu varðandi framboð. En flokkar eru studdir af fólki sem við skulum ekki vanvirða.
Hrólfur Þ Hraundal, 18.6.2010 kl. 16:37
Hvað þýðir "Byrgisson" ?
Gunnar Björn Björnsson (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 17:35
Það rímar ágætlega að kjósa maka forstjóra Alcoa á Íslandi til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Það auðveldar svo mikið aðgengi Rio Tinto að orkunni ef sjallabjáflarnir komast aftur til valda.
Ég spái því að það verði pöntuð pizza með pepperóní og tveim lítrum af kók handa hverjum starfsmanni í álverinu á Reyðarfirði eftir landsfund.
Árni Gunnarsson, 18.6.2010 kl. 22:08
Gunnar Björn: Þetta er lúmsk spurning og ekki á allra færi að svara. Sumir nota ypsilon í virðingarskyni og svo gæti þetta borið vott um víðsýni sjálfstæðismanna umfram annað fólk. Sumir flokka þessa ást á ypsiloni undir oflátungshátt eins og eftirfarandi dæmi sýnir:
Bóndi á Austurlandi sem nýlega var orðinn hreppstjóri sendi vikapilt til næsta bæjar með bréfmiða til bóndans þar. Á miðanum var ósk um að fá lánaða kerru. Bóndinn las miðann með athygli og mælti síðan: "Nú held ég að hann Nonni hafi ofmetnast; hann er farinn að skrifa kerra með ypsilon!"
Árni Gunnarsson, 18.6.2010 kl. 22:19
Snilld!
Björn Birgisson, 18.6.2010 kl. 23:21
Árni - enn ein sorglega lágkúran hjá þér - enn ein árásin á konur.
Ólöf fer fram sem einstaklingur en ekki sem maki - manna - frænka eða vinkona.
Hún er virkilega hæfur einstaklingur og það sannast kanski best á skrifum þínum þegar þú reynir að gera hana tortryggilega og ætlar henni þína lágkúru.
Hvað varða ákvörðun Ragnheiðar Elínar þá er hún rökrétt - enda er konan með ágætis rökhugsun. Að gera ákvörðun hennar tortryggilega eða að gera lítið úr henni er í fullu samræmi við haugahugsun ykkar sem setjið slíkt fram.
Hugrenningar Axels eru í föstum skorðum - eins og niðurrifsstarfssemi ríkisstjórnarinnar - ekkert nýtt þar.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 19.6.2010 kl. 06:29
Ólafur, ég vil benda þér á að það var hugmyndafræði sjálfstæðismanna sem reif þetta samfélag niður með þvílíkum afleiðingum að það heimsmet verður vonandi aldrei slegið. Hugmyndafræðileg geðbilun og óbilandi pólitík heimska er ekki góð blanda þegar valið er til stjórnsýslu.
Og hvað áhrærir tengsl Ólafar Nordal við Alcoa þá hefur það ekki neitt með árásir á konur að gera. Það er meira að segja ekki árás á hana á neinn veg en það er auðvitað of flókið mál fyrir þig að skilja.
Árni Gunnarsson, 19.6.2010 kl. 09:40
Hvar værum við stödd án Ólafs Inga Hrólfssonar og allra hans skoðanabræðra og systra. Það væri ljóta staðan!
Björn Birgisson, 19.6.2010 kl. 20:47
Þú hefur lög að mæla Björn. Í það minnsta þarf ekki að óttast fylgisaukningu Sjálfstæðisflokksins á meðan hann á jafn marga "beitta penna" hér á blogginu sem raun ber vitni.
Verst hvað sumir þeirra eru orðnir latir við að breiða út fagnaðarerindið.
Árni Gunnarsson, 19.6.2010 kl. 21:24
Árni minn, eru þeir ekki bara betur geymdir á golfvöllum landsins. Þar gera þeir þó ekkert annað af sér en að klúðra höggunum sínum og hvern varðar nokkurn skapaðan hlut um það?
Björn Birgisson, 19.6.2010 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.