19.6.2010 | 13:19
Leyndarmálið við gott hjónaband er leyndarmál
Eftir 38 ára hjónaband var maðurinn spurður hvort hann væri alltaf jafn ástfanginn og hamingjusamur og konan líka. Já, hann hélt það nú og bætti við að þau hjónin hefðu með þessu auðgað íslenskt mál í leiðinni, því við hann og konuna væri kennt máltækið að hjakka alltaf í sama farinu!
Svona í tilefni af því að það er að koma helgi og öll hjón landsins stefna að ánægjulegri samveru, í sumarhúsum, heima í rúmi, á hótelum, gististöðum hjá bændum, í tjöldum og vögnum sem og húsbílum, hef ég tekið saman nokkur gullkorn úr ýmsum áttum sem öll tengjast hjónabandinu á einhvern hátt og endurbirti hér.
Svo kom Grefill með nokkur gullkorn að auki til að krydda þetta enn betur eins og honum einum er lagið.
Góða helgi öll hjón á Íslandi og sparið ykkur ekkert. Það eina sem slitnar við notkunina er lakið.
** Það er aðeins á tveimur tímabilum í ævi karlmanns sem hann skilur konuna ekki. Það er fyrir og eftir brúðkaupið.
** Þegar karlmaður ákveður að kvænast er það oftsinnis síðasta ákvörðunin sem honum gefst færi á að taka.
** Gifting er happdrætti þar sem karlmaðurinn hættir frelsi sínu en konan hamingju sinni.
** Þessar konur, þessar konur! Áður en þær giftast kvarta þær yfir því að enginn maður sé í lífi þeirra og þegar þær hafa svo gengið í það heilaga, kvarta þær yfir því að ekkert líf sé í manninum!
** Hjónaband sem hefst með ástinni einni er virðingarverð tilraun til að gera stutta sögu langa.
** Hjónabandið er siðlausasta uppfinning mannanna. Þess vegna er það svona vinsælt.
** Það er ekki til verra tilræði við mannlega hamingju en hjónabandið.
** Hjónabandið er svo yndislegt vegna þess að blekkingarnar verða báðum aðilum nauðsyn.
** Ég hef alltaf verið seinheppinn í kvennamálum. Hef tvívegis borið mig eftir konum og ég giftist þeim báðum.
** Fyrir giftingu hugsar konan um manninn, eftir giftingu hugsar hún fyrir hann.
** Maður þarf ekki að vera tvíkvænismaður til að eiga einni konu of mikið.
** Sú aðstoð sem eiginkonan veitir manni sínum nú á dögum er yfirleitt fólgin í því að hnýta á svuntuna.
** Óhamingjusamt hjónaband er oft afleiðing þess að tvær ágætismanneskjur lenda í slæmum félagsskap hvor með annarri.
- Besta leiðin til að muna eftir afmæli eiginkonunnar er að gleyma því einu sinni.
- "Ég og konan mín vorum mjög hamingjusöm í þrjátíu ár. Þá hittumst við."
- Að ganga í hjónaband vegna kynlífsins er eins og að kaupa sér þotu til að fá hneturnar ókeypis.
- Hjónabandið er merkileg uppfinning. Skiptilyklasettið líka.
- Gott hjónaband snýst um að gefa og þiggja. Þú gefur, hún þiggur.
- "Ég leiði alltaf konuna mína. Ef ég sleppi, þá fer hún að versla."
- "Maðurinn minn sagði að sig vantaði meira rými. Svo ég henti honum út."
- Leyndarmálið við gott hjónaband er leyndarmál.
- Hjónabandið er eins og heit sturta. Um leið og þú venst henni þá er hún ekkert svo heit lengur.
- "Ég var óheppinn með báða konurnar sem ég kvæntist. Sú fyrri fór frá mér, en sú seinni gerði það ekki."
- "Ég vissi ekki hvað sönn hamingja væri fyrr en ég gifti mig. En þá var það of seint."
Punktamerkta viðbótin er komin frá vinsælasta bloggara Moggabloggsins. Grefill heitir hann. Algjör snillingur.
Góða helgi elskurnar mínar!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.