Heimsmet í bensínstöðvum?

"Skeljungur hefur hækkað verð á bensínlítranum um 12 krónur og dísillítrann um sömu fjárhæð. Fyrr í dag hækkaði Olís bensín og dísil um 20 krónur lítrann."

Ég hef nokkrum sinnum tekið bíla á leigu erlendis. Oftar en ekki átti ég í mesta basli með að finna bensínstöðvar þegar fylla þurfti á tankinn.

Hér virðast mér vera bensínstöðvar nánast á öðru hverju horni. Í Gindavík, tæplega 3000 manna bæ, get ég keypt bensín á fjórum stöðum!

Einu sinni heyrði ég að Ísland ætti heimsmet í fjölda bensínstöðva miðað við mannfjölda, en sel það ekki dýrar en ég keypti.

Þarf ekki að endurskoða dreifingar og sölukerfi á bensíni og olíu hérlendis? Hvað hafa 320 þúsund hræður að gera með öll þessi félög, hvert um sig með sína miklu yfirbyggingu og mikla kostnað, sem vitaskuld er velt út í verðlagið.


mbl.is Skeljungur hækkar einnig verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég hef ekki keypt bensín á bensínstöð í mörg ár. Ég geri það í verslanamiðstöðvum olíufélaganna. Þar fæst allt milli himins og jarðar og er ég alltaf jafnhissa á því þegar ég ek í hlað að þar skuli enn vera bensíndæla.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 21.6.2010 kl. 14:19

2 Smámynd: Björn Birgisson

Góður punktur, Ben.Ax.!

Björn Birgisson, 21.6.2010 kl. 14:27

3 identicon

Verlsanamiðstöðvum olíufélaganna?? Hvar eru þær?

karmadis (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 14:50

4 identicon

Er ekki bruðlið í verslunarrextri svona allstaðar hér á landi .Fyrir nokkrum árum heyrði ég að meðan íbúar í Gautaborg í Svíþjóð létu sér nægja 3 fermetra af skrifstofu og verslunar húsnæði á mann þá komust Íslendingar ekki af með minna en 30 fermetra á hvern mann.  

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 15:32

5 Smámynd: Björn Birgisson

Íslendingar eru alltaf langflottastir!

Björn Birgisson, 21.6.2010 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband