21.6.2010 | 18:03
Er réttvísin raunverulega blind?
"Maðurinn sem er fæddur árið 1989 var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa í október 2008, fyrir utan veitingastað í Reykjavík slegið annan karlmann í andlitið með glerglasi með þeim afleiðingum að hann hlaut nokkra skurði vinstra megin í andlitið, meðal annars einn 6 ½ cm skurð og einn 3 ½ cm skurð."
Það er eins og að lesa lélegan reyfara að lesa þessa frétt. Einhver kann að segja að fréttin sýni að dómskerfið okkar sé að virka vel. Mér sýnist nú heldur að dómstigin okkar tvö gangi síður en svo í nokkrum takti og segja má að þar sé hver lagatúlkunin upp á móti annarri og hver dómarinn upp á móti öðrum.
Ég hef áður haldið því fram að réttarkerfið okkar haldi á vissan hátt hlífiskildi yfir óbótamönnum, eða réttara sagt, gera slóttugir lögfræðingar það og dómararnir verða að dansa með nauðugir viljugir.
Það getur orðið hin torsóttasta leið fyrir saklaust venjulegt fólk að leita réttar síns þegar bersýnilega er á því brotið.
Ég þekki ekki þetta tiltekna mál, en misvísandi niðurstöður dómstiganna vekja furðu mína og ég er þess fullviss að bæði lögfræðingur fórnarlambsins og lögreglumennirnir sem rannsökuðu málið og skiluðu sínum sýrslum, furða sig á þessari niðurstöðu, ekki síður en ég geri.
Sá sem sýknaður er þarf ekki að greiða fórnarlambinu skaðabætur, hálfa milljón króna sem Héraðsdómur taldi við hæfi.
Sá slasaði situr eftir með sárt ennið, nema hann geti bent á "raunverulegan" árásarmann.
Hefur hér réttlætið sigrað, eða er ég blindari en gyðja réttvísinnar?
Dómi í líkamsárásarmáli snúið við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af tveimur slæmum kostum er skárra að sekir sleppi heldur en að saklausir séu dæmdir, þess vegna hlítur allur vafi að vera sakborningi í vil.
Einar Steinsson, 21.6.2010 kl. 19:46
Þetta er dálítið ógeðsleg niðurstaða. Var notuð sakbending í málinu? Ef ekki þá hvers vegna? Dómurum væri hollt að átta sig á því að það er allt annað að þekkja mann úr hópi en að lýsa honum. Það er ekki öllum gefið að geta lýst fólki svo að vel sé. Ég gæti ekki unnið það mér til lífs að lýsa manni sem ég hef séð rétt í svip þó svo að ég gæti (hugsanlega) þekkt hann aftur þó að hann væri innan um aðra. Ég held að fullkomin ástæða sé til að efast um niðurstöðu hæstaréttar að þessu sinni.
Magnús Óskar Ingvarsson, 21.6.2010 kl. 19:47
Einar Steinsson, það er ekki erfitt að vera þér sammála þegar þú setur þetta svona upp. En hvað um þetta tiltekna mál? Ekkert skrýtið þar á ferð kannski?
Björn Birgisson, 21.6.2010 kl. 20:03
Magnús Óskar Ingvarsson, takk fyrir að taka undir með mér. Þetta er stórfurðuleg atburðarás í dómskerfinu. Nú glottir einhver út í annað á kostnað réttvísinnar.
Björn Birgisson, 21.6.2010 kl. 20:06
Björn, ég veit nákvæmlega ekki neitt um þetta tiltekna mál. Manni finnst svona niðustöður alltaf einkennilegar en maðður veit heldur ekki alla söguna.
Einar Steinsson, 21.6.2010 kl. 20:35
Einar, ekkert veit ég um þetta mál, annað en það að niðurstaða Hæstaréttar er stórum að draga úr virðingu minni fyrir réttinum, sem var ekki mikil fyrir, enda allir starfandi hæstaréttardómarar skipaðir af sama flokknum. Er það einleikið? Skiptir kannski ekki máli. En aumt er réttlætið að verða í þessu þjóðfélagi.
Björn Birgisson, 21.6.2010 kl. 20:55
Ég vil hér minna á að O. J. Simpson var sýknaður af morðákæru vegna eiginkonu sinnar í Bandaríkjunum. Af hverju var það? Peningar? Það er ekki nokkur ástæða til að treysta dómstólum í nokkru landi. Dómstóll götunnar veit alltaf betur.
Björn Birgisson, 21.6.2010 kl. 21:00
Verð að viðurkenna að ég er þér sammála með það að miðað við hvernig þeir hafa verið skipaðir tekur maður því sem kemur frá þeim með ákveðnum fyrirvara.
Einar Steinsson, 21.6.2010 kl. 21:01
Nú þekki ég aðeins ti í þessu máli og sat að segja var fáránlegt að Héraðsdómur skildi dæma strákinn sekan. Það benti allt til þess að hann væri saklaus. Hæstiréttur dæmdi því rétt í þessu máli og er drengnum og fjölskyldu hans mjög létt.
Lilja Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 00:12
Lilja, þú segir aldeilis fréttir! Hver er þá sekur? Þekkirðu hann líka?
Björn Birgisson, 22.6.2010 kl. 00:19
Nei, ég veit ekkert um það en mér skilst að fórnarlambið viti hver er raunverulega sekur. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.
LM (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 00:39
LM, ef fórnarlambið veit hver er raunverulega sekur, því skyldi það ákæra einhvern annan? Getur þú svarað því?
Björn Birgisson, 22.6.2010 kl. 01:19
Fórnarlambið veit oftast hver er sekur í svona málum enn getur ekki sannað frekar enn lögreglan. Það verður að fá betri rannsóknir á svona. "Dómstóll götunnar veit alltaf betur"? Ert ekki að grínast Björn?
Óskar Arnórsson, 22.6.2010 kl. 03:18
Það er spurning af hverju bent er á rangan mann í svona máli. Sagan sem ég heyrði er sú að fórnarlambið sé tengt hinum raunverulega árásarmanni og vilji ekki að sá lendi í steininum. En eins og ég segi þá sel ég þetta ekki dýrar en ég keypti það og ég hef engar sannanir. En þetta er víst orðið á götunni.
LM (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 18:05
LM, sé það rétt er gjörðin sú ekki fögur. Kallast það ekki meinsæri og varðar við lög?
Björn Birgisson, 22.6.2010 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.