21.6.2010 | 20:07
Viltu frítt bensín gæskur?
Inn og út um gluggann, inn og út um gluggann og alltaf sömu leið - á kaf í pyngjur landsmanna, þann nægtabrunn sem allir sækja í.
"Olís, sem hækkaði eldsneytisverð um 20 krónur í morgun hefur nú dregið hækkunina alfarið til baka. Þegar tilkynnt var um hækkunina í morgun bar félagið því við að eldsneytisverð sé komið langt undir það verð sem þarf til að standa undir eðlilegri verðmyndum miðað við innkaupsverð og gengi. Skeljungur hækkaði eldsneytislítrann um tólf krónur í kjölfarið og stendur sú hækkun enn.
Í tilkynningu frá Olís segir að það sé stefna félagsins að bjóða viðskiptavinum upp á samkeppnishæft verð og góða þjónustu og því hefur verið ákveðið að lækka aftur um 20 krónur. Félagið vill árétta að lækkað verð tekur eingöngu mið af samkeppnisástæðum, en er allt of lágt sé miðað við heimsmarkaðsverð og gengi," segir að lokum á vísi.is
Ekki mátti Bónus gefa mjólkina hérna um árið og nú segir Olís okkur að þeir séu að gefa okkar hluta af bensíninu.
Sé það rétt þá þakka ég kærlega fyrir mig og ætla rétt að vona að Samkeppniseftirlitið fari nú ekki að skipta sér af þessum góðu gjöfum.
Margur hefur gefið minna og dauðséð eftir því.
Þetta endalausa hringl með verðið er eiginlega orðið að algjörum skrípaleik og eykur ekki traust almennings á olíufélögunum.
Svo hækka allir um 12 krónur á morgun og allir kyngja því að venju.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.