Atkvæði háð geðþótta kjörstjórna

Kjörnefnd sýslumannsembættisins á Akureyri komst að þeirri niðurstöðu síðastliðinn föstudag að átta atkvæði sem áður höfðu verið úrskurðuð ógild í kosningunum í Dalvíkurbyggð skyldu vera gild. Þessi niðurstaða þýddi að B-listi Framsóknarflokks náði inn öðrum manni sínum og jafnframt varð ljóst að J-listi óháðra héldi ekki lengur hreinum meirihluta, eins og varð niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna.

Samkvæmt mínum heimildum voru þessi 8 umdeildu atkvæðaseðlar þannig að ekki var krossað við neinn flokk, en aðeins strikað yfir nafn eða nöfn á einhverjum listanna. Þessi atkvæði hafa nú verið dæmd gild með ofangreindum afleiðingum.

Hvenær verða atkvæði ógild? Um það gilda afar ófullkomnar reglur og í tilvikum eins og þessu er það nánast háð geðþótta kjörstjórnar hvort atkvæði er talið gilt eða ógilt. Rétt eins og það er háð geðþótta dómara í knattspyrnuleik hvort hann dæmir víti eða ekki.

Ég hefði hiklaust dæmt þessi atkvæði ógild. Það eina sem kjósandinn gerir er að hann lýsir vanþóknun sinni á veru einhvers á lista, en hann gefur hvergi til kynna að hann styðji flokkinn eða framboðið að öðru leyti.


mbl.is Meirihlutaviðræður hafnar á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er ekki sammála þér Björn. Almenna reglan er sú að kjósendur krossa við þann lista sem þeir ætla að kjósa eða merki við hann á annan skilmerkilegan hátt. Yfirstrikun á nafni á lista getur því á engan hátt talist annað en atkvæði greitt listanum, meðan ekki er átt við aðra lista. Flestar ógildingar atkvæðaseðla er þannig að menn krossa við einn lista en "fikta" síðan við annann lista. Þá hefur atkvæði verið greitt tveim listum og seðillinn því ógildur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.6.2010 kl. 18:42

2 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, ég er ekki sammála þessari túlkun. Það vita allir hvernig á að kjósa. X eitthvað. Eins og fram kom í þessu máli eru reglurnar um ógild atkvæði mjög óskýrar. Úr því verður vonandi bætt eftir þessa uppákomu.

Björn Birgisson, 22.6.2010 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband