Skuggaleg vandamál framundan?

Ég kýs að líta þannig á málin að Már Guðmundsson seðlabankastjóri túlki með orðum sínum það sem hann telur vera hag heildarinnar, hinnar íslensku þjóðar, fremur en þröngan hag þeirra einstaklinga og fyrirtækja, sem brostu hvað breiðast þegar dómur Hæstaréttar féll.

Már seðlabankastjóri segir að nýlegur Hæstaréttardómur um ólögmæti gengistryggingar gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir bankakerfi landsins. Ef seðlabankastjóri er að gefa í skyn að nýtt bankahrun vofi yfir þá ber öllum að hlusta, bæði þeim sem skulda sem og hinum skuldlausu, sem eru sem betur fer margir í þessu landi.

Í greiningu á efnahagshorfum þjóðarinnar á seðlabankastjóri að fara fremstur meðal jafningja.

Már segir að afleiðingar dómsins gætu orðið þær að bankakerfið geti ekki fjármagnað endurbatann í íslenska efnahagslífinu og þar með hefði málið afleiðingar fyrir hagvöxt í landinu.

Ef innlenda bankakerfið getur ekki tekið þátt í að fjármagna endurbatann, hvar á þá að fá fjármuni til þess? Ég hef ekki orðið var við að erlendar lánastofnanir telji lán til Íslands vera vænlegan kost.

Það væri ábyrgðarlaus léttúð að hlusta ekki á seðlabankastjóra.

 


mbl.is Hefðu lækkað vexti meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Láttann ekki hræða þig.

Aðalsteinn Agnarsson, 23.6.2010 kl. 14:37

2 Smámynd: Björn Birgisson

Aðalsteinn, tekur þú ekkert mark á þessum orðum?

Björn Birgisson, 23.6.2010 kl. 14:46

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Maður er nú  orðin   ýmsu  vanur  frá  þessu  fólki.

Aðalsteinn Agnarsson, 23.6.2010 kl. 14:52

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Björn var búin að vara við þessu áður en Már kom með aðvörunina og ég veit að hún er rétt kerfið fer í rúst ef fram fer sem horfir allir tapa!

Eftir stendur hverjir eiga  Arion og Íslandsbanka?

Sigurður Haraldsson, 23.6.2010 kl. 19:33

5 Smámynd: Björn Birgisson

Útlenskir gróðapungar?

Björn Birgisson, 23.6.2010 kl. 19:43

6 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ísland á sér ekki viðreisnar von og best að ganga sem fyrst í ESB eða ellegar að afsala sjálfstæðinu til Danmerkur.  Þetta gjörspillta þjófa þjóðfélag sem er með dæmda þjófa á þingi, er þvílíkt bananalýðveldi að verstu ríkin í svörtustu Afríku blikna í samanburði.  Íslendingar eru aumingjar upp til hópa og þurfa á smá aga að halda.  Fyrsta skrefið í því ferli er að afsala sjálfstæðinu enda kunna íslendingar ekki með það að fara.  Flestir komnir af snæris- og sauðaþjófum sem leynir sér ekki í þeirra framferði.  Þetta er keppni um að stela sem mestu og ljúga eins miklu og hægt er.  Þetta er rotið samfélag.

Guðmundur Pétursson, 24.6.2010 kl. 06:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband