Fjármálaráherra Bretlands, George Osborne, heitir því að ná jafnvægi í breskum efnahag innan 5 ára. Í gær voru kynntar neyðaraðgerðir nýrrar samsteypustjórnar Íhaldsmanna og Frjálslyndra demókrata til hagræðingar í opinberum útgjöldum og skattlagningu á þegnana.
Eftir að hafa hlýtt á fréttir gærdagsins af fyrirhuguðum ráðstöfunum Breta til að rétta af sinn gríðarlega halla í fjármálum ríkisins er engu líkara en að Íhaldsflokkurinn breski sæki allar sínar hugmyndir þar um til ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms! Munurinn er nánast enginn!
Niðurskurður á flestum sviðum, frysting launa og launalækkanir og síðast en ekki síst stórfelldar skattahækkanir á flest allt í þjóðlífinu þarlendis.
Af lestri þessara frétta verður manni ljóst hve viðvarandi nöldur íslenskra íhaldsmanna út í allar ráðstafanir Vinstri stjórnarinnar hér er í raun hlægilegt og aumkunarvert.
Það er nefnilega þannig að þegar ríkisstjórnir eru búnar að keyra allt í þrot og sjálfar sig út í horn eða upp að vegg, þá þarf að byrja tiltektina.
Lausnarorðin og aðferðirnar eru alltaf eins, hvar sem er í heiminum. Sjáum Bretana og Grikkina nú sem dæmi. Ekki er AGS inni á gafli hjá Bretunum.
Það eina sem skilur á milli aðgerðanna er á hvaða tungumáli þær eru kynntar.
Að öðru leyti eru þær líkar eins og eineggja tvíburar.
Ég hef ekkert orðið var við að hinir skeleggu hægri bloggarar hér væru að tjá sig um aðferðir skoðanabræðra þeirra í Bretlandi nú.
Gott til þess vita að þeir kunni líka að þegja!
En kunna þeir nokkuð að skammast sín?
Kannski er þetta allt hinum frjálslyndu demókrötum að kenna!
(Endurbirt, lítið breytt)
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.