23.6.2010 | 23:47
Íhaldið að hamast á pappírstætaranum?
Það var mikið að sjálfstæðismenn sýndu á sér eitthvert lífsmark í aðdraganda aukalandsfundarins. Verst fyrir flokkinn að þetta lífsmark er líklegt til að kljúfa hann í herðar niður. Textinn hér að neðan birtist á eyjan.is. Þar sem eyjan.is hefur oftsinnis birt bloggin mín, tek ég mér það bessaleyfi að vitna til fréttar eyjaskeggja. Ef ég þekki sjálfstæðismenn rétt, mun nú örugglega vera hafin þöggun í þá veru að tillaga um að draga umsóknina um ESB aðild til baka, verði sett í pappírstætarann.
"Sjálfstæðisflokkurinn klofnar á landsfundinum um helgina, ef fundurinn samþykkir ályktun um að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Þetta segja ýmsir áhrifamenn innan flokksins, sem Eyjan hefur rætt við í dag. Evrópusinnaðir sjálfstæðismenn hafa þegar rætt þann möguleika innan sinna raða, að stofna nýjan frjálslyndan hægri flokk, með aðild Íslands að ESB á stefnuskránni.
Einsog fram kom á Eyjunni í morgun íhugar hópur innan Sjálfstæðisflokksins að leggja fram ályktun á landsfundinum um að draga ESB-umsókn Íslands til baka.
Gangi þetta eftir klofnar flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hefur lokið hlutverki sínu sem framfaraafl á Íslandi. Kannski er þessum flokki einfaldlega ekki viðbjargandi. Samþykkt svona tillögu er ígildi þess að sjálfstæðum Evrópusinnum verði vísað úr flokknum," segir Ólafur Arnarson, sem gegnt hefur ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í gegnum tíðina.
Undir þetta tekur Sveinn Andri Sveinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn mun klofna í herðar niður verði tillaga sem þessi samþykkt á landsfundi, enda er hugmyndin um að hætti aðildarviðræðum í miðjum klíðum gersamlega fráleit og ólýðræðisleg."
Ein rök þeirra sem vilja draga umsóknina til baka eru að skoðanakannanir hafi snúist undanfarið ár. Í fyrra var meirihluti þjóðarinnar fylgjandi því að sækja um, en samkvæmt nýjustu könnunum eru umsóknarsinnar nú í minnihluta. Um þetta segir Sveinn Andri:
Alþingi samþykkti að hefja aðildarviðræður; stofnun sem kjörin er með lýðræðislegum hætti. Að sveiflast eftir skoðanakönnunum hefur ekkert með lýðræði að gera."
Eyjan hefur heimildir fyrir því að ESB-sinnar í flokknum séu reiðubúnir að stofna nýjan, frjálslyndan, hægri flokk með umsókn að ESB á stefnuskránni, álykti landsfundurinn í þessa veru. Þeir hafa þegar stofnað samtökin Sjálfstæðir Evrópumenn, fögnuðu ákvörðun um aðildarviðræður í síðustu viku. Á meðal stjórnarmanna í samtökunum er Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður flokksins." segir á eyjunni.is
Er ekki lífið dásamlegt?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lífið væri sjálfsagt betra ef stjórnarflokkarnir færu nú að gera eitthvað fyrir fólkið í landinu. Nú virðast þau ætla að reyna að ná af landanum því réttlæti sem dómar dæmdu landsmönnum í vil.
TómasHa, 24.6.2010 kl. 00:32
Það er rannsóknarefni út af fyrir sig hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur tollað saman allan sinn tíma, sé mið tekið af fjarlægðinni milli þeirra sem lengst eru til vinstri og hægri. Allt frá þeim, sem vestur í Votatúni væru kallaðir harðsvíraðir kommar, og niður til hægri í þá sem fengju Himmler gamla til að roðna af minnimáttarkennd.
Það er undrunarefni að hópar jafnaðarmanna skuli enn telja sínu best borgið innan þessa sérhagsmunafélags, sér í lagi eftir að hin harða hægristefna og frjálshyggja tók völdin í flokknum.
Klofningur Sjálfstæðisflokksins er löngu tímabær og vafalaust til bóta og ekki hvað síst fyrir þá sjálfa.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.6.2010 kl. 08:54
Ætli það sé ekki eina leiðin til að þvo af sér hrunstimpilinn?
Reyndar hefur þeim virst skítsama um hann.
Rúnar Þór Þórarinsson, 24.6.2010 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.