25.6.2010 | 21:31
Hundruð milljarða í stöðusektir frjálshyggjumanna
"Gestir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll eiga margir hverjir von á glaðningi" þegar þeir snúa aftur til bíla sinna því umferðarlögreglumenn voru á níunda tímanum í kvöld í óða önn að skrifa út sektir á tugi bíla sem var lagt ólöglega við höllina."
Væri ekki við hæfi að bæta nokkur hundruð milljörðum á þessa sektarmiða jeppaliðsins og láta þessa forkólfa frjálshyggjunnar greiða þjóðinni það sem þeir skulda henni og hafa af henni haft?
Ég vissi alltaf að löggan, Geir Jón og hans menn, redduðu þjóðinni út úr sínum ógöngum að lokum og fullnægðu öllu réttlæti innan 200 mílnanna.
Látum hina seku greiða skuldir sínar.
Hvort sem þeir leggja fínu jeppunum sínum ólöglega eða löglega í Laugardalnum.
Sjálfstæðismenn sektaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
!!!
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 21:53
Ekki þetta bull kæri vinur, sektum sem þessum ber að hætta enda engin ástæða til, ekki frekar en þegar landsleikir eru haldnir og ekki næg stæði fyrir alla!!
Guðmundur Júlíusson, 25.6.2010 kl. 22:04
Guðmundur, þetta lið sjálfskipaði sig í landslið Íslands og drullutapaði öllu sem tapast gat og skrýtið nokk, tapaði meiru en hægt var að tapa, sem mun nú vera til athugunar hjá Heimsmetabók Guinness. Íslenskar druslur verða þar í öndvegi á komandi misserum.
Björn Birgisson, 25.6.2010 kl. 22:13
Ybbar gogg, hvað vilt þú hér upp á dekk? Með upphrópunum og brosi?
Björn Birgisson, 25.6.2010 kl. 22:15
Guðmundur minn, það er nóg af stæðum fyrir alla þarna í kring, líka þegar landsleikir eru. Íslendingar nenna bara ekki að labba :)
Stebbi (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 22:40
Athugasemd er of stór svo hér er linkur og lesa skalltu http://gjarnan.blog.is/blog/gjarnan/entry/1071263
hfinity (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 00:46
Gjarnan, sem ég geri ekki. Les aldrei blogg annarra. Nenni því ekki.
Björn Birgisson, 26.6.2010 kl. 01:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.