28.6.2010 | 14:38
Móðursýkisleg umræða
"Að neita þjóðinni um þann rétt að sjá hvað getur falist í aðild og hvað ekki, er afturhvarf til þjóðfélags pólitískrar þröngsýni, afturhalds og sérhagsmuna. Það er hluti af frjálslyndri hugmyndafræði að leiða mál til lykta með því að taka umræðuna ............."
Þetta er vel orðað hjá hinum ungu framsóknarmönnum.
Nú vil ég sjá breytingar á þessari ESB umræðu. Hún er orðin allt að því móðursýkisleg hjá þeim sem ekkert vilja tala við báknið.
Það hefur ósköp lítið verið fjallað um kostina sem fylgt gætu inngöngu. Ég vil sjá stuðningsmenn inngöngu leggja skýrar á borðið þá kosti sem þeir sjá.
Það er ekkert að marka kannanir um ESB aðild, eða ekki ESB aðild, fyrr en almenningur fer að gera sér betur grein fyrir kostunum og auðvitað göllunum líka.
Meiri upplýsingar til þjóðarinnar!
Ungir framsóknarmenn vilja ESB viðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ræða málin, upplýst þjóð !!!!! Björn ertu ekki með öllu mjalla það myndi murka lífið úr fjórflokknum.
Finnur Bárðarson, 28.6.2010 kl. 15:09
Finnur minn, þú veist vel að ég á það til að gleyma mér!
Björn Birgisson, 28.6.2010 kl. 15:11
BREAKING NEWS......KREPPUNNI ER LOKIÐ.
hilmar jónsson, 28.6.2010 kl. 15:33
Þetta er hnitmiðað og vel orðað hjá ungum Frömmurum. Davíðskan tók sig aftur upp í Sjálfstæðisflokknum, afgreiðsla landsfundarins merkir einfaldlega að umræða um ESB sé bönnuð.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.6.2010 kl. 15:35
Veistu Björn, Þarna er ég sammála þér, þó við séum ósammála um gagnsemi ESB aðildar þá er ég þér sammála hér.
Alment séð veit fólk nefnilega ekkert um ESB og þegar farið er að útskýra enda þetta þannig að það skylur ekki nokkur maður það sem fer fram
Flestir sem ég hef talað við vita ekkert hvernig tollakerfið virkar innan ESB; til dæmis vita fæstir(bæði ESB sinnar og fullveldissinnar) að við inngaungu koma fleiri tollar heldur en ef við legðum niður alla þá tolla sem eru gagvart ESB
Mér fynnst það einkennilegt þegar farið er að ræða Fullveldis skerðinguna(hér gagnríni ég báða aðilla) en það er svo mikið út á túni að hálfa væri nóg, því skilgrainigin um "fullveldi"/frelsi" er vægast sagt teigjanlegt
Ég tek hattin ofan fyrir þeim sem geta rætt þetta tilfinniga laust og án þess að vera fastir í einhverju hjálförum
Kveðja Brynjar
Brynjar Þór Guðmundsson, 28.6.2010 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.