Úrslit næstu þingkosninga liggja fyrir

Ef gengið yrði til Alþingiskosninga fljótlega sé ég fyrir mér úrslit. Verð þó að taka fram að spádómar mínir að undanförnu hafa gengið illa eftir. Ekki vegna þess að þeir séu neitt slæmir, heldur vegna þess að þjóðin er svo óútreiknanleg. Það er afleit staða að vera góður spámaður hjá þjóð sem veit ekkert hvað hún vill.

Það er einmitt það sem gerir hana svo sjarmerandi í mínum augum. Það er ótrúlega gaman að tilheyra svona þjóð sem alltaf getur komið manni á óvart og eyðilagt gáfulega spádóma með ógæfulegu framferði sínu. Þjóðin er óttalegur prakkari. Sem er fínt.

Úrslitin verða þessi:

Sjálfstæðisflokkur fær 15 þingmenn

Samfylkingin fær 18 þingmenn

Vinstri grænir fá 12 þingmenn

Framsóknarflokkur fær 8 þingmenn

Aðrir munu fá 10 þingmenn

Þá er bara spurningin: hverjir verða þessir "aðrir"?

Svo væri gott ef mér betri spámenn segðu mér hvers konar ríkisstjórn væri hægt að mynda eftir næstu kosningar. Velferðarstjórn Jóhönnu og Steingríms væri fallin samkvæmt þessum tölum. Ég hef mínar hugmyndir, en viðra þær ekki hér.

Þessi spádómur er nokkuð áreiðanlegur, en ef á þessa síðu rata mér betri spámenn er þeim frjálst að birta hér sína spádóma, öðrum til aflestrar, en mér til ama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þú ert óþarflega bjartsýnn fyrir hönd Össurar enda ekkert sem bendir til kosningasigurs krata Björn minn :) Að öðru leyti gæti þetta staðist þótt ég haldi að gömlu flokkarnir muni eiga í vök að verkjast allir sem einn, vg meðtaldir. Gaman að velta upp hverjir "aðrir" gætur orðið, t.d. hvort Besti flokkurinn nýti meðbyrinn í Reykjavík. Einnig hvort Sjálfstæðir Sjálfstæðismenn eða Hægri grænir geri eitthvað. Það er gjörsamlega ómögulegt að ímynda sér næstu ríkisstjórn nema ég spái að Gylfi Magnússon fari aftur að kenna í HÍ.

Guðmundur St Ragnarsson, 28.6.2010 kl. 23:11

2 identicon

Sem sagt; þú ert útreiknanlegur eftir því sem þú sjálfur segir,þínar spár standast ekki,hví að spá.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 23:33

3 Smámynd: Björn Birgisson

Muggi, ég er að spá ósigri Samfylkingarinnar með tveggja manna tapi. Hvað eru Sjálfstæðir Sjálfstæðismenn eða Hægri grænir? Eitthvað til að taka með í útileguna um helgina? Gylfi er ákaflega flottur maður. Hann og Ragna eru til fyrirmyndar í ríkisstjórninni. 

Björn Birgisson, 28.6.2010 kl. 23:40

4 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Ingi, hver er þín spá? Endilega toppaðu karlinn! 

Björn Birgisson, 28.6.2010 kl. 23:42

5 identicon

Sæll Björn.

Þar sem ég og þú erum tilheyrandi þassari óútreinkanlegu þjóð,erum við báðir eftir þínum rökum ekki spámenn í okkar föðurlandi,sem betur fer.

Kveðja 

Ingi

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 00:40

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Er í sumarfríi - OG er í góðu skapi

Sjálfstæðisflokkur fær 63 þingmenn

Samfylkingin fær 0 þingmenn

Vinstri grænir fá 0 þingmenn

Framsóknarflokkur fær 0 þingmenn

Með bestu kveðju
ÓÐINN

Óðinn Þórisson, 29.6.2010 kl. 08:40

7 Smámynd: Björn Birgisson

Óðinn, til að spilla ekki góða skapinu þínu ætla ég að taka undir þína góðu spá!

Björn Birgisson, 29.6.2010 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband