Þungur róður á hægri mið

Hægri-grænir eru nýr stjórnmálaflokkur sem stofnaður var 17. júní síðast liðinn. Vel valinn dagur fyrir flokksstofnun í lýðveldinu.

Í ljósi þeirrar kröfu kjósenda að rjúfa þurfi einokun fjórflokksins svonefnda í íslenskum stjórnmálum ber að fagna þessum nýja flokki og óska honum velfarnaðar.

Nokkuð ljóst er að Hægri grænir munu einkum róa á mið Sjálfstæðisflokksins og ég óska þeim góðra gæfta þar. Það eru mörg áratök framundan og hætt er við að róðurinn verði þungur.

Fróðlegt væri að fá uppgefin nöfn helstu forkólfa hins nýja flokks.

Næst vildi ég heyra af flokksstofnum yst til vinstri og fá lítinn og sætan Kommaflokk og síðan í framhaldinu sjá alla jafnaðarmenn á Íslandi sameinaða í stórum flokki.


mbl.is Hægri-grænir stofna flokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Lengi getur vont versnað. Ruglukollalið sem kallar sig "hægri grænan" stofnar stjórnmálaflokk. Formaður kjörinn, Guðmundur Franklín Jónsson. Hann ætti fyrst að skoða sinn eigin feril áður en hann fer í verkið; að bjarga landi og þjóð. Skyldu "hægri grænir" hafa stefnu í pólitík og hverjir fleiri en Guðmundur Franklín eru í stofnsveitinni? Líklega sækjast sér um líkir.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 30.6.2010 kl. 16:36

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég sé að Sigurður Gretar hefur þegar sagt það sem ég vildi sagt hafa.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.6.2010 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband