Lög og lögbrjótar

"Umhverfishreyfingin Saving Iceland segist lýsa yfir fullri samstöðu með sakborningunum níu í Reykjavík, sem eigi á hættu allt frá eins árs til sextán ára fangelsisvist „fyrir að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að mótmæla skammarlegu þjóðþingi, 8. desember 2008."

Þessi mótmæli og átök áttu ekkert skylt við lýðræðislegan rétt þegnanna til að mótmæla. Þarna var gengið miklu lengra en svo.

Hvers konar skilaboð væru yfirvöld að senda mótmælendum framtíðarinnar ef þessi málarekstur yrði felldur niður?

Það gilda lög og reglur í þessu landi, einmitt til að vernda lýðræðið.

Þetta fólk fór greinilega ekki að þeim lögum að mati yfirvalda.


mbl.is Lýsa yfir stuðningi við níumenningana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Saving Iceland hreyfingin mun eflaust lifa í minningunni sem fyrirbærið "That never did save Iceland or was ever interested in doing so." Stundum eru öfugmælin réttmæt.

Kolbrún Hilmars, 1.7.2010 kl. 19:18

2 Smámynd: Björn Birgisson

Jamm!

Björn Birgisson, 1.7.2010 kl. 19:20

3 identicon

Komið þið sæl; Björn og Kolbrún - sem og, þið önnur, hér á síðu !

Jæja; Björn karlinn. Búinn; að fella grímu þína, sem velunnari glæp    samlegrar og rotnandi valdastéttarinnar, íslenzku.

Hún hefir; staðið svo vel, í ístaðinu, með fólkinu í landinu, finnst þér ekki ?

Jóhanna og Steingrímur; eru smurðir arftakar, hráka stjórnarfars; þeirra Geirs og Ingibjargar Sólrúnar - sem löngu er, á daginn komið.

Níu-menningarnir; eru sannir skjaldberar andstöðunnar, við viðbjóðslegt og pempíulegt hvítflibba- og blúndu stjórnarfarið, gott fólk.

Við vitum þá; óumdeilanlega, íslenzkir byltingarsinnar, hvar við höfum þig, þegar á reynir, Björn minn Ísfirðingur.

Afsakaðu; hversu lengi ég var, að átta mig á, hversu sporléttur þú ert, í þágu gerfi- lýðræðisins, Björn minn.

Með; kveðjum þó, austan úr Suðuramti /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 19:43

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hananú Björn, þá er Óskar búinn að fletta ofan af löghlýðni okkar. :)

Óskar, byltingin hefur alltaf étið börnin sín. Næsta bylting verður að byggja á öðru en mannfórnum framvarðanna.

Kolbrún Hilmars, 1.7.2010 kl. 20:10

5 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar Helgi, þú ættir að skammast þín fyrir þetta heimskulega þvaður þitt! Þetta er svo heimskulegt að ég get ekki reiðst því - heldur aðeins hlegið að því! Hefði þó kosið að hlæja að einhverju öðru en óþarfa lágkúru austan úr sveitum.

Björn Birgisson, 1.7.2010 kl. 20:11

6 identicon

Óskar.   Og þú virkilega meinar þetta.

Vá hvað er lítið á milli eyrnana á þér, ef að þér finst þetta allt í lagi að berja á fólki í skjóli mótmæla.
Það ríkir lög og regla hér á landi sem kemur í veg fyrir að fólk geti beitt hvort öðru ofbeldi án afleiðinga.

Ef að þetta pakk verður ekki sakfellt er eitthvað stórkostlegt að í ízlensku réttarfari (meir en eðlilegt getur talist)
Gerðu okkur öllum greiða Óskar og huxaðu aðeins áður en þú ferð að pikka á netið til að opinbera eigin vitleysu.

Ef að eitthvað er þá ætti að vera löngu búið að hýða þetta fólk ásamt "útrásarvíkingunum" eftir messu á sunnudögum .

Jón Ingi (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 20:11

7 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

En var ekki skemmtilegt að Ragnheiður Ásta skyldi afhenda Ástu Ragnheiði mótmælaskjölin?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.7.2010 kl. 20:16

8 Smámynd: Björn Birgisson

Ben.Ax., ég held að þeim ágætu konum hafi hvorugri verið skemmt. Hver er þín afstaða til þessa máls?

Björn Birgisson, 1.7.2010 kl. 20:24

9 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Kolbrún - Björn og Jón Ingi (hvers; föður- eða þá ættarnafn skortir) !

Mannfórnir framvarðanna; gerðu Bastillu byltinguna mögulega, sumarið 1789, ágæta frú, Kobrún.

''Þvaður mitt'' byggist á þeirri einföldu staðreynd, að ég er við uppgjafar mörk, Björn Birgisson - en ég vona; svo sannarlega, þín vegna, að þú fáir enn, óskert mánaðarleg laun þín greidd, Ísfirðingur góður, fyrir þinn starfa.

Ætli; þið Jón Ingi, GÁFUMENNIRNIR, væruð svo borubrattir, byggjuð þið, við mínar kringumstæður ? 

Og; Jón Ingi !

Ekki dirfast; að nefna útrásar níðingana, sem víkinga, ágæti drengur. Hinir fornu víkingar - velflestir; komu þó yfirleitt framan að mönnum - ekki á bak, eins og áðurnefndur ruslara lýður.

Og; Björn minn !

Ég skal ekki framar; ónáða ginnhelgi síðu þinnar, þar sem ég er vart velkominn lengur, sökum hreinskilni minnar.

Þú varst; að býsnast yfir viðtökum Jóns Vals, á síðu hans, fyrir nokkru.

Gættu þess; að falla ekki sjálfur, í þá gryfju, sem þú telur hann, í vera. 

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 21:01

10 Smámynd: Björn Jónsson

Sammála þér nafni. Mér finnst sumir hér á commenti þínu ansi fornir í hugsun svo ég tali nú ekki um andan sem virðist svífa yfir vötnum í sumum sveitum sunnanlands, lifa menn virkilega ennþá í hugarheimi víkinga þarna ?

Björn Jónsson, 1.7.2010 kl. 21:21

11 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar minn Helgi, mér þykir sárt að heyra að þú sért við uppgjafar mörk. Mig tekur sárt að heyra slíkan vitnisburð úr þinni átt. Svo sannarlega. Mín laun byggjast alfarið á mínu vinnuframlagi og ég kvarta ekki.

"Ég skal ekki framar; ónáða ginnhelgi síðu þinnar, þar sem ég er vart velkominn lengur, sökum hreinskilni minnar."

Þar ferðu heldur betur villur vegar og skýtur algjörlega á skakkan lunda minn kæri. Með gagnrýni þinni á mig tapar þú engum réttindum hér, en verður þeim mun velkomnari á þessa síðu með þín innlegg, hvort sem mér líkar innleggin vel eða illa.

Líklega er ég stríðsmaður engu síður en þú, þótt gunnfánarnir kunni að hafa mismunandi blæ.

Gerðu mér þann greiða þó að nefna mig og vissan mann ekki í sömu andrá. Það dregur úr vissum lífsgæðum mínum og gerir mig dapran.

Með bestu kveðjum Ísfirðings úr Grindavík,

Björn Birgisson

Björn Birgisson, 1.7.2010 kl. 21:40

12 Smámynd: Björn Birgisson

Björn Jónsson, ég þakka þér fyrir þitt innlit. Lifðu heill!

Björn Birgisson, 1.7.2010 kl. 22:11

13 identicon

spurning um að taka af ykkur gamla fólkin allt það dót sem þið eigið og kikja hvernig þið mynduð standa ykkur i stykkinu . það er ekki hægt að byggja sig upp i þessu ástandi þar sem yfir 60% af hverri krónu fer i borgun skatta og ef læknis þarf að leyta þá er lækniskostnaður svo hár að allur sparnaður fer .

bara fyrir mistök ákvað eg að fara a endurskoðun vegna hne meiðsli en sat bara i setstofuni i dag góðan tima og akvað að sleppa þessu svo eg fór . innan við viku fék eg rukkun fyrir komuna . sem var kringum 5000 kallin .

ragnar (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 22:48

14 Smámynd: Björn Birgisson

Ragnar segir: "spurning um að taka af ykkur gamla fólkin allt það dót sem þið eigið og kikja hvernig þið mynduð standa ykkur i stykkinu."

Að þessum orðum skoðuðum má sjá hve fall æskunnar á Íslandi er hátt. Hverju er um að kenna?

Stjórnmálamönnum, kannski bara skólunum? 

Björn Birgisson, 1.7.2010 kl. 23:00

15 identicon

ja ! það þarf töluvert meiri aga i skólum . það er ekki komin áratugur siðan ég var i grunnskóla og ég persónulega hafði viljað hafa meiri aga . þó eg var ekki sammála því þá . ekki var ég með truflun i bekk en aðrir voru það og það bitnar á öllum þar.

liggur við að maður lærði meira i svefni .

ragnar (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 23:14

16 identicon

það er ekki skólin sem sér um það að kenna fólki að þegar það er komið i stjórn þá sé best að hlusta á engan og sérstaklega ekki almening og gefa skit i þá og reyna rusta efnahagi íslensku þjóðinni með að reyna komast i evruna

og lögreglan þarf ekki að ganga um með taiser-a. bara hafa kjark i að henda utlendingum sem brjóta af sér ur landi .

ragnar (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 23:22

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú talar eins og fólkið hafi þegar verið dæmt og sekt sé sönnuð. Yfirvöld hafa ekki síðasta orðið í þessu máli.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.7.2010 kl. 01:19

18 Smámynd: Björn Birgisson

Yfirvöld leggja fram kæru. Dómstóllinn dæmir. Ég veit það jafnvel og þú.

Björn Birgisson, 2.7.2010 kl. 09:35

19 Smámynd: hilmar  jónsson

Ja hérna Björn. Finst þér þá mótmæli gegn siðleysi, spillingu og þjóðarsvikum einungis eiga að takmarkast við þögula mótmælastöðu ?

Hvað með búsáhaldabyltinguna og þær aðgerðir sem þar voru ?

Hefði lögreglan átt að beita rafbyssunum þar ?

hilmar jónsson, 2.7.2010 kl. 10:55

20 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, ég skil mætavel reiði þessa fólks, en það getur ekki tekið lögin í sínar hendur. Ég var sjálfur mjög reiður en ég barði engan, skvetti ekki málningu og þaðan af síður réðst ég á Alþingi, starfsmenn þess eða lögguna.

Björn Birgisson, 2.7.2010 kl. 11:47

21 Smámynd: hilmar  jónsson

Í sumum löndum þar sem stjórnkerfið hefur snúist gegn þegnum sínum, hefur skapast það umhverfi að fólk hefur þurft að beita hörðum aðgerðum til þess að knýja fram breytingar. Þegar þannig aðstæður verða hvað alvarlegastar má kalla aðgerðirnar byltingu, þar sem ríkjandi ráðamönnum er komið frá af þegnum sínum.

Án þess ég ætli beinlínis að líkja því ástandi sem hér ríkti við ofangreindar aðstæður, má spyrja sig: Hvenær og undir hvaða kringumstæðum er ástæða til og réttlætanlegt að færa kurteislegar mótmælaaðgerðir yfir á næsta stig ?

hilmar jónsson, 2.7.2010 kl. 12:46

22 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þegar siðrof verður milli stjórnvalda og svonefndrar alþýðu þá bresta varnir laganna. Þau stjórnvöld sem skynja ekki sína umbjóðendur og misvirða þá endalaust munu að lokum láta undan þrýstingi og hverfa af vettvangi.

Umdeilt atvik í Alþingishúsinu var komið á ystu nöf og við þann óróa sem nú hefur skapast kringum stjórnvöld tel ég þessa ákæru ámælisvert dómgreindarleysi.

Refsidómur á hendur þessum níumenningum er mikið hættuspil.

Árni Gunnarsson, 2.7.2010 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband