Fátt til vinsælda fallið

"Stuðningur við ríkisstjórnina hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups. Minnkar hann um 4%, úr 45% í 41%."

Ríkisstjórnin var mynduð við afar óvenjulegar aðstæður og fékk í fangið stærri úrlausnarpakka en dæmi eru um hérlendis. Það starf hefur vitaskuld ekki verið nein samfelld sigurganga, enda ekki við því að búast. Samt fékk ríkisstjórnin klapp á bakið frá Paul Krugman Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði fyrir ágætan árangur í baráttunni við kreppuna sem hún fékk í arf frá fyrri stjórnum.

Málið er ekki flókið. Það er einfaldlega fátt, ef nokkuð, á verkefnalista þessarar stjórnar sem er til vinsælda fallið og getur ekki verið það eðli málsins samkvæmt.

Þegar hin illræmdu gengistryggðu lán voru tekin sat þessi ríkisstjórn ekki við völd, en það kemur í hennar hlut að bregðast við dómi Hæstaréttar með þeim millileik sem leikinn hefur verið og fjölmargir eru ósáttir við.

Eins er ESB umræðan ekki ríkisstjórninni hagstæð.

Miðað við allar aðstæður má ríkisstjórnin una þokkalega við þessa mælingu Þjóðarpúls Gallups.


mbl.is Þjóðarpúls Gallup: Ríkisstjórnin með 41% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband