Stefna eftirlitsleysis í skattamálum

"Á meðan á einkavæðingu bankanna stóð og löngu fyrir þann tíma höfðu stjórnvöld leynt og ljóst dregið úr skattaeftirliti. Ef Ísland hefði fylgt þróuninni í nágrannalöndunum hefðu um 150 manns átt að sinna skattaeftirliti í landinu. Þess í stað hafði þeim fækkað og voru aðeins 35 árið 2003. Þetta kemur fram í nýrri grein eftir Jóhannes Hraunfjörð Karlsson skattasagnfærðing. Hann segir að ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðiflokksins hafi beinlínis rekið stefnu eftirlitsleysis." segir á dv.is

Ætli Morgunblaðið sé líklegt til að fjalla eitthvað um þetta?

Lesið fréttina alla:

 http://www.dv.is/frettir/2010/7/2/skattsvik-i-skjoli-stjornvaldanna/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það var ekki nóg að vísvitandi væri dregið úr skattaeftirliti heldur var allt fjármálaregluverkið haft í skötulíki vitandi vits og þannig skapaðar kjöraðstæður fyrir það stórslys sem varð. Núna kalla kjósendur á kosningar til að koma þessu hlandpakki aftur til valda.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.7.2010 kl. 14:51

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ég verð að viðurkenna að mér brá nokkuð í brún við lestur þessarar fréttar á dv.is

Björn Birgisson, 2.7.2010 kl. 14:56

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það væri fróðlegt að vita hvort þeir sem hvað harðast hafa gengið fram í notkun á landráðahugtakinu telja það ná yfir þá sem svona stóðu að málum, sem verður að teljast mjög einbeittur brotavilji.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.7.2010 kl. 16:19

4 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, heldur þú að Mogginn fjalli ekki örugglega vandlega um þetta mál?

Björn Birgisson, 2.7.2010 kl. 16:40

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eruð þið kannski að sneiða að þeim sem rita nafn Steingríms J: Steingrímur Júdas?

Og taki nú enginn orð mín svo að ég sé málsvari Steingríms þótt mér ofbjóði svona sjúklegt orðfæri. Reyndar fylgir sjúkleg hegðun venjulega sjúklegu ástandi.

En það er fjallgrimm vissa fyrir því að enginn heilbrigður einstaklingur tekur svona til orða.

Heljarmennið og öðlingurinn Jón Magnússon "Ósmann" sem lengi var ferjumaður við vesturós Héraðsvatna tamdi sér sérstætt málfar. Eitt dæmi um það er að þegar hann vildi kveða fast að einhverjum ályktunum sagði hann gjarnan:

"Það er alveg fjallgrim vissa fyrir því góði!"

Árni Gunnarsson, 2.7.2010 kl. 17:14

6 Smámynd: Björn Birgisson

Árni, ef eitthvert réttlæti væri til í bloggheimum væri löngu búið að loka ótal síðum sem gjarnan skarta því sem þú nefnir, ásamt öðrum óþverra, oft og tíðum þeim mun verri. Hvernig fannst þér þessi frétt á dv.is?

Björn Birgisson, 2.7.2010 kl. 17:20

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvernig læt ég, auðvitað mun Mogginn fjalla ítarlega um þetta og draga ekkert undan.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.7.2010 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband