Stutt í Icesave samning?

„Þetta heldur áfram," sagði Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem á sæti í samninganefnd Íslendinga um Icesave málið."

Einhvern veginn finnst mér undirtónninn vera sá að stutt kunni að vera í að samið verði við Breta og Hollendinga í þessu mesta óþverramáli Íslandssögunnar. Reynist það rétt vera mun sá samningur verða enn ein stórsprengjan í íslensku þjóðlífi á skömmum tíma.

Mörgum finnst þó nóg komið af sprengjuregni.

Dómstólaleiðin virðist vera býsna fjarlægur möguleiki, sem fjarlægist enn meir ef eitthvað er.


mbl.is Icesave samningar halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef það er ætlast til að við almenningur og ríkisvaldið eigi að taka ábyrgð á þessu, þá heimta ég að þeir sem voru að baki hugmyndafræðinni og aðgerðinni sjálfri verði svipt allt frelsi í viðskiptum og fangelsaðir. Þeir eru að láta þjóð sína borga fyrir sín mistök, þetta er einfaldlega landráð.

Aron Ívars. (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 16:42

2 Smámynd: Björn Birgisson

Aron, þú ert svo sannarlega ekki einn um þennan þankagang.

Björn Birgisson, 2.7.2010 kl. 16:56

3 identicon

Steingrímur taldi að samningaviðræður gætu hafist í ágúst. Talaði eins og það væri eitthvað ásóknarvert að byrja þessa vitleysu enn á ný. En, við höfum semsagt örfáar vikur til að losa okkur við þessa landráðastjórn. Vonandi berum við gæfu til þess í tíma.

assa (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 17:05

4 Smámynd: Björn Birgisson

assa, til að fá hvað í staðinn? Einhvern veginn öðruvísi landráðastjórn? Kannski undir forustu Sjálfstæðismanna?

Björn Birgisson, 2.7.2010 kl. 17:08

5 identicon

Björn, það er enginn góður kostur í stöðunni. Kannski einna helst Hreyfingin þó. En miðað við hvað þessi stjórn ætlar sér að gera í þessu Icesavemáli þá getur það í það minnsta ekki orðið verra.

assa (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 17:13

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það sem ég undraðist mest þegar ég las eða heyrði síðustu skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna var hversu lítið fylgi Hreyfingin og Frjálslyndir fengu.

Og ég spyr: Hvað er það í pólitískri vinnu þessara flokka sem gerir þá minna trúverðuga en þá stjórnmálaflokka sem nú eru algerlega rúnir trausti kjósenda samkvæmt umræðu þjóðarinnar?

Um hvað er fólk að biðja? 

Í minni heimsku tel ég að fulltrúar Hreyfingarinnar hafi staðið sig óaðfinnanlega þann stutta tíma sem þeir hafa verið á Alþingi. Og mest hafa þær stöllurnar Margrét og Birgitta komið mér þar á óvart. En að öðrum ólöstuðum þá tel ég Þór Saari bera af flestum þingmönnum þjóðarinnar í dag. 

Árni Gunnarsson, 2.7.2010 kl. 17:22

7 Smámynd: Björn Birgisson

Árni, íslenskir kjósendur eru kannski þeir sauðtryggustu á vesturhveli jarðar. Ég hefði talið að til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að fá nema um 10% fylgi miðað við afrekaskrá þess flokks undanfarin misseri.

Þór Saari er hámenntaður maður og hefur komið mjög vel fyrir. Sammála þér þar.

Björn Birgisson, 2.7.2010 kl. 17:36

8 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Hvernig er það, bera kjósendur hrunflokkana  ábyrgð. Ef svo er , þarf þá  ekki að stækka litlahraun.

Aðalsteinn Agnarsson, 2.7.2010 kl. 17:54

9 Smámynd: Björn Birgisson

Aðalsteinn, Ísland er eyja og er að verða eitt allsherjar Litlahraun.

Björn Birgisson, 2.7.2010 kl. 18:07

10 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Árni, Þór hefur lítinn áhuga á að tala við mig um frjálsar smábátaveiðar. Hann sagði núna um daginn,

Jón Bjarnason sér um þessi mál, ég verð að fara og tala við mitt fólk og labbaði burt frá mér í

tjáldbúðir heimilana fyrir utan alþingi. Hann er hrokagikkur í mínum augum, hefur eitthvað vit á

tölum en ekki hundsvit á smábátaútgerð. Birgitta er mjög fín að tala við og flestir þingmenn alment.

Aðalsteinn Agnarsson, 2.7.2010 kl. 18:14

11 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

þarna varstu góður, Björn

Aðalsteinn Agnarsson, 2.7.2010 kl. 18:15

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þór Saari hefur áreiðanlega lítið kynnt sér smábátaveiðar. Hvort hann stendur gegn breyttri fiskveiðastjórn er mér ekki kunnugt. Hinsvegar væri það vel athugandi að kalla nokkra alþingismenn saman á fund með t.d. mönnum eins og Jóni Kristjánss. og Sigurjóni Þórðar. Ég er þess fullviss Aðalsteinn að margir alþingismenn koma af fjöllum hvað alla þekkingu á fiskveiðistjórnun varðar.

Ég tel mig hafa komist að þessu í stuttu spjalli við nokkra úr þessum hópi. 

Árni Gunnarsson, 2.7.2010 kl. 19:52

13 Smámynd: Björn Birgisson

Ég er að hugsa um að stofna nýjan stjórnmálaflokk í kvöld. Bara að hugsa um það - ennþá!

Björn Birgisson, 2.7.2010 kl. 20:05

14 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Ég hef sömu  tilfinningu gagnvart þingmönnum, þetta eru tómir óvitar gagnvart sjávarútvegi.

Það litla sem þeir vit hafa þeir frá LÍÚ.

Aðalsteinn Agnarsson, 2.7.2010 kl. 20:15

15 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Hefur nokkur vit á einhverju?  Ef þið getið bent á einhven með viti sem vinnur á Alþingi okkar væri það vel þegið.  Það verða eftirmæli allra núverandi þingmanna þau sömu og voru sögð í Bresku sjónvarpi, "líklega hefði ég átt að gera eitthvað".  Þetta verður aðal umræðuefni núverandi þigmanna þegar þeir verða þvingaðir frá.

Einungis það að vera ræða við Breta og nánast kæstast yfir því að vera ræða við  sömu menn og fyrir kosningar í Bretlandi, lýsir þvlíkri eftirgefni. 

Menn okkar eiga að krefjast þess af Bretum (þeirra mönnum) um skýrt samningsumboð um mögulegar lausnir okkar í millum.  Annað er fásinna og því ættu engar viðræður eða umleitanir að fara fram fyrr en þetta umboð liggur fyrir.

Þegar umboðið liggur fyrir, þá á að bjóða breskum samningamönnum upp á þá leið að leita til dómstóla. Ef þeir vilja ekki þá leið, þá skal kalla alla okkar menn heim og senda bretum reikninginn fyrir viðræðurnar, ásamt uppreiknuðum kotnaði okkar við þá gjörð sem þeir settu á íslenska þjóð með Hryðjuverkalögum sínum. 

Eggert Guðmundsson, 2.7.2010 kl. 23:38

16 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Menn verða að fara að átta sig á að Bretar og Hollendingar skilja ekki kurteisi og undirgefni okkar Íslendinga. Það sem þeir skilja eru þeirra eigin meðul og harka.

Eggert Guðmundsson, 2.7.2010 kl. 23:42

17 identicon

Bretar og Hollendingar skilja ekki kurteisi og undirgefni okkar Íslendinga.

Goður.......

Fair Play (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband