Nýr flokkur í mótun

Í færslu fyrr í kvöld boðaði ég stofnun nýs stjórnmálaflokks. Það voru stór orð. Við þau hyggst ég standa í anda kerlingarinnar sem sagði: það sem aldrei hefur gerst, getur alltaf komið fyrir aftur.

Þetta er nú allt í vinnslu.

Inn á málefnaskrá nýja flokksins er þetta komið:

1. Ríkið sér alfarið um olíu og bensínsölu í landinu. Heimskuleg samkeppni, sem er engin samkeppni , verður aflögð. Eitt verð fyrir alla. Ríkisverðið.

2. Algjörlega frjálsar veiðar handfærabáta hringinn í kring um landið, á kostnað króka kerfisins.

3. Forseti kosinn til fjögurra ára, sem valdamesti maður landsins og hann velji besta fólkið í ríkisstjórnina, að hætti Frakka og Bandaríkjamanna.

4. Ekki alveg tilbúið .....................

5. Ekki alveg tilbúið .....................

.........................................................................

Hvenær verða kosningarnar?

Er ekki nægur tími til frekari stefnumótunar?

Góðar tillögur eru vel þegnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Já, hvar á þessi flokkujr að standa? Á hann kannski að heita "Ríkisflokkurinn" með Martein Mosdal sem forsætisráðherra? Sbr  1 grein :

1. Ríkið sér alfarið um olíu og bensínsölu í landinu. Heimskuleg samkeppni, sem er engin samkeppni , verður aflögð. Eitt verð fyrir alla. Ríkisverðið.

Guðmundur Júlíusson, 3.7.2010 kl. 03:00

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er fyrirhafnarinnar virði að skoða málið, Björn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.7.2010 kl. 03:01

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

En í alvöru Björn, ef þú kemur upp með góðann flokk skal ég glaður ganga í hann fyrstur manna!

Guðmundur Júlíusson, 3.7.2010 kl. 03:14

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Lifi byltingin!

(eins og kerlingin sagði)

Árni Gunnarsson, 3.7.2010 kl. 08:25

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Bíð spenntur :-)

Golfkveðjur að norðan.

Arinbjörn Kúld, 3.7.2010 kl. 09:41

6 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Forðum daga tóku mótmælendur í Bandaríkjunum upp þann ágæta sið að kveikja í sér á fjölförnum stöðum fólki til ómældrar ánægju. Þetta varð fljótt svo vinsælt að fréttamenn kepptust um að sýna og segja frá þessu enda eru þeir fljótir á vettvang ef eitthvað merkilegt gerist en sitja heima þess á milli. Nú vildi svo illa til að þegar ungur maður hafði komið sér vel fyrir nálægt opinberri byggingu í Washington, hellt yfir sig bensíninu og farið með faðirvorið, kom í ljós að hann hafði gleymt eldfærunum heima. Tók þá einn fréttamannanna sig til, hljóp til unga mannsins og henti til hans kveikjaranum sínum.

Segir þetta ekki allt sem segja þarf um íslenskt samfélag?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.7.2010 kl. 10:17

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hversvegna að stofana nýjan flokk - flokkur fólksins var stofnaður 1929 og er enn starfandi

Óðinn Þórisson, 3.7.2010 kl. 10:55

8 identicon

Hvað tjónkar að búa til nýja flokka ef þjóðin er sú sama?

Hún kýs alltaf sjálfa sig og hún er nú á þingi og ef menn eru ekki ánægðir þá má kjósa aftur og fá annað þing alveg eins eða jafnvel verra. 

Ekki fer þessari þjóð mikið fram nema síður sé.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 11:54

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvað finnst ykkur að Hreyfingunni?

Eða okkur Frjálslyndum?

Árni Gunnarsson, 3.7.2010 kl. 12:42

10 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Helvískur refurinn þar plataði hann ykkur.

Eyjólfur G Svavarsson, 3.7.2010 kl. 17:41

11 Smámynd: Björn Birgisson

Flokkurinn sem ég stofnaði í gær er hér með lagður niður. Þetta er stysti líftími flokks í veraldarsögunni og ætti að fara í Heimsmetabókina.

Kannski geng ég til liðs við Frjálslynda - til að gleðja Árna!

Takk fyrir öll innlitin!

Björn Birgisson, 3.7.2010 kl. 17:52

12 Smámynd: Björn Birgisson

Þótt flokkurinn hafi verið lagður niður lifa nokkur af stefnumálum hans góðu lífi og ættu að koma til framkvæmda strax ef einhver dugur er í stjórn þessa lands.

1. Ríkið sér alfarið um olíu og bensínsölu í landinu. Heimskuleg samkeppni, sem er engin samkeppni, frekar keppni í samráði, verður aflögð. Eitt verð fyrir alla. Ríkisverðið.

2. Algjörlega frjálsar veiðar handfærabáta hringinn í kring um landið.

3. Erlendir glæpamenn verði geymdir í tjaldbúðum á Miðnesheiði takist ekki að koma þeim úr landi. Íslensk fangelsi fyrir Íslendinga.

4. Bifreiðaumboðum verði fækkað í fimm. Það tryggir nægt úrval.

5. Skipuð verði ÓÞARFANEFND, sem bannar allan innflutning á algjörum óþarfa og gagnslausu drasli sem enginn þarf á að halda. Nýtum gjaldeyri þjóðarinnar í það sem hún þarfnast.

6. Ekkert.

.................. smá sýnishorn!

Björn Birgisson, 3.7.2010 kl. 18:04

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svo mætti kannski sameina þessa þrjá flokka og bjóða fram sterkan hjámiðjuflokk undir stjórn Guðna Ágústssonar.

Mikið óskaplega sé ég alltaf eftir henni Valgerði minni frá Lómatjörn út úr pólitíkinni.

Árni Gunnarsson, 3.7.2010 kl. 20:24

14 Smámynd: Björn Birgisson

Árni, Valgerður sýndi góða takta í kúrekadansinum sem kenndur er við línur, þó ekki pólitískar. Svo ræktar hún góðar kartöflur á Lómatjörn. Lengra nær það nú ekki.

Guðni Ágústsson fór í sjálfskipaða fýlu og er enn í henni. Ekki nenni ég að starfa með fýlupokum.

Nú er framtíðin okkar Frjálslyndra (ekki í kvennamálum þó).

Björn Birgisson, 3.7.2010 kl. 20:35

15 identicon

Já Björn kýlduáða

magnús steinar (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband