Erlendir glæpamenn verði geymdir í tjaldbúðum á Miðnesheiði

Þótt flokkurinn sem ég stofnaði í gær, við gríðarlega góðar undirtektir sem ber að þakka af alhug, hafi verið lagður niður í morgun, lifa nokkur af stefnumálum hans góðu lífi og ættu að koma til framkvæmda strax í fyrramálið ef einhver dugur er í stjórn þessa lands. Flokkurinn fer í Heimsmetabókina fyrir stysta líftíma flokka á vesturhveli jarðar. Hann átti að verða lítill og notalegur 5-7% flokkur, en fyrstu viðbrögð sýndu að hann stefndi langt um hærra. Þá gaf ég honum líf.

1. Ríkið sjái alfarið um olíu og bensínsölu í landinu. Heimskuleg samkeppni, sem er engin samkeppni, frekar keppni í samráði, verður aflögð. Eitt verð fyrir alla. Ríkisverðið. Miklu lægra.

2. Algjörlega frjálsar veiðar handfærabáta hringinn í kring um landið allt árið.

3. Erlendir glæpamenn verði geymdir í tjaldbúðum á Miðnesheiði þar til tekst að koma þeim úr landi. Íslensk fangelsi fyrir Íslendinga. Minna má á að hver fangi kostar ríkissjóð 8,7 milljónir á ári.

4. Bifreiðaumboðum verði fækkað í þrjú. Það tryggir nægt úrval bifreiða og betri varahlutaþjónustu.

5. Skipuð verði ÓÞARFANEFND, sem bannar allan innflutning á algjörum óþarfa og gagnslausu drasli sem enginn þarf á að halda. Nýtum gjaldeyri þjóðarinnar í það sem hún þarfnast.

6. Ekkert svoleiðis.

7. Þingmenn verði allir 60 ára eða eldri. Það dregur úr galgopahættinum á Alþingi og tryggir hægagang á afgreiðslu allrar vitleysunnar sem þaðan vellur.

8.-29. Að eigin vali lesenda.

30. Ekkert, enda algjör óhæfa að vasast í of mörgu í einu.

.................. smá sýnishorn! Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Björn minn, þetta er snilld hjá þér, en:

Ef Marteinn Mosdal á að leiða þessa ríkistjórn þá verður hann að ég held ekki hrifinn  af grein 7 :

7. Þingmenn verði allir 60 ára eða eldri. Það dregur úr galgopahættinum á Alþingi og tryggir hægagang á afgreiðslu allrar vitleysunnar sem þaðan vellurerður hann ekki hrifinn af grein 7 hjá þér:

Hviss hviss

Guðmundur Júlíusson, 3.7.2010 kl. 20:37

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Fyrirgefðu þetta stafarugl í fyrra commenti, það sló eitthvað út í tökkunum  hjá mér

Guðmundur Júlíusson, 3.7.2010 kl. 20:39

3 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, þessar tölvur gera manni gramt í geði. Þær vita ekkert og kunna ekkert!

Björn Birgisson, 3.7.2010 kl. 20:43

4 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Björn, þetta er akkúrat það sem okkur vantar. Ertu búinn að sjá kommentin mín

á bloggi Ólínu Þorvarðardóttir.

Aðalsteinn Agnarsson, 3.7.2010 kl. 21:32

5 Smámynd: Björn Birgisson

Aðalsteinn, ég les bara mitt eigið blogg og innlegg minna frábæru lesenda. Fer nánast aldrei á annara manna eða kvenna blogg.

Björn Birgisson, 3.7.2010 kl. 22:23

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Sjálfhverfur ?

hilmar jónsson, 3.7.2010 kl. 22:53

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Hilmar er stór hættulegur, fljótur að grípa þetta.

Aðalsteinn Agnarsson, 3.7.2010 kl. 22:56

8 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, sjálfhverfur? Já, sekur. Hver er það ekki?

Björn Birgisson, 3.7.2010 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband