Mun Mogginn sparka í Hönnu Birnu eða hampa henni?

"Borgarstjórnarmeirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar nýtur stuðnings 71% borgarbúa."

Þetta er mjög athyglisverð niðurstaða. Í kosningunum fékk Samfylkingin 19,1% atkvæða og Besti flokkurinn hlaut 34,7% og vakti með því heimsathygli á Íslandi.

Samanlagt fylgi flokkanna var því 53,8% sem dugði þeim til að fá 9 borgarfulltrúa kjörna af þeim 15 fulltrúum sem sitja í borgarstjórn Reykjavíkur.

Miðað við þessa könnum hafa vinsældir meirihlutaflokkanna í borginni aukist um 17,2% á skömmum tíma.

Hvernig endar þetta eiginlega?

Er íhaldið í Reykjavík að þurrkast út?

Hvað ætlar Mogginn að gera í því máli?

Mun hann sparka í Hönnu Birnu eða hampa henni?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Björn minn, Það er varla á færi Mogganns að "sparka" einum né neinum út, og allra síst Hönnu Birnu sem borgarbúar eru búnir að segja að njóti mikilla vinsælda eins og þú vel veist, en ef Mogginn ætlar að sparka einhverjum út þá gæti það alls eins verið þú kæri Bangsi

Guðmundur Júlíusson, 3.7.2010 kl. 23:52

2 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Júlíusson, sú spyrna Moggans, að kasta mér út, yrði algjört sjálfsmark. Ég er undir það búinn.

Björn Birgisson, 4.7.2010 kl. 00:01

3 identicon

Haha, þú talar oft eins og lífið sé fótbolti, spyrna, kasta sér, sjálfsmark og að vera undir allt búinn eins og góður markmaður sem undirbýr sig fyrir víti!!

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 00:15

4 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, lífið er ekki fótbolti. Lífið er alvara. Dauðans alvara. Ég spilaði fótbolta á árum áður, en ég leik mér ekki að lífinu. Fyrir mér er lífsandinn í brjóstinu algjörlega heilagur. Það gildir fyrir alla.

Björn Birgisson, 4.7.2010 kl. 00:26

5 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Rétt Björn, tók bara  svona til orða.

Guðmundur Júlíusson, 4.7.2010 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband