Svarið nú hægri menn

"Breska fjármálaráðuneytið hefur sagt flestum stofnunum að búa sig undir 40% niðurskurð í mánuðinum. Að ógleymdum 25% niðurskurði sem þegar var búist við, segir í frétt breska ríkisútvarpsins." segir visir.is

Svo er breski íhaldsflokkurinn að boða skattahækkanir á almenning og fyrirtæki í stórum stíl.

Hægri öflin hér á landi steinhalda kjafti yfir þessum aðgerðum flokksbræðra og systra í Bretlandi.

Hvers vegna? Nokkuð augljóst. Nú gefst þeim tækifæri til að svara fyrir sig.

Ég legg þessa spurningu fyrir alla hægri sinnaða bloggara:

Hvernig líst ykkur á tillögur skoðanabræðra ykkar í Bretlandi um stórkostlegan niðurskurð og gríðarlegar skattahækkanir á almenning og fyrirtæki þar í landi. Hver er munurinn á aðgerðum íhaldsmanna í Bretlandi og aðgerðum ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms hérlendis? Ekki er AGS þar með sínar krumlur.

Gaman væri að sjá menn eins og Jóhann Elíasson, Óðinn Þórisson, Jón Val Jensson, Axel Jóhann Axelsson, Loft A. Þorsteinsson, Sigurð Sigurðarson og fleiri, sem ég nenni ekki að nafngreina, svara þessari spurningu.

Komi ekkert svar má túlka það sem svo að mikil sannindi liggi í þögninni.

Sannindin um óbilgirni þessa fólks.

Fólksins sem verður tíðrætt um landráð stjórnvalda.

Fólksins sem telur allar skattahækkanir hérlendis aðför að þjóðinni og fyrirtækjum hennar.

Koma einhver svör?

Ekki á ég von á þeim.

Þetta lið er þannig innréttað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

 Björn,  þú getur séð mína kröfu á ljósmynd á bloggi Hákonar  J. kl. 20.04 beint fyrir ofan þig.

    Ég er hreykinn af þessu Björn.

Aðalsteinn Agnarsson, 4.7.2010 kl. 20:56

2 Smámynd: Björn Birgisson

Aðalsteinn, ég fann þetta ekki.

Björn Birgisson, 4.7.2010 kl. 21:00

3 Smámynd: Björn Birgisson

Beint fyrir ofan mig?

Björn Birgisson, 4.7.2010 kl. 21:02

4 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Á blogginu björn minn, fyrirgefðu að ég sagði þetta ekki strax.

Aðalsteinn Agnarsson, 4.7.2010 kl. 21:07

5 Smámynd: Björn Birgisson

Þú meinar á blogg.gáttinni.

Björn Birgisson, 4.7.2010 kl. 21:13

6 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Já Björn, hvernig líst þér á .

Aðalsteinn Agnarsson, 4.7.2010 kl. 21:19

7 Smámynd: Björn Birgisson

Vel, karlinn minn!

Björn Birgisson, 4.7.2010 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband