6.7.2010 | 13:43
Einn hjólbarði?
Fólk ber á búsáhöld og bumbur og blæs í lúðra eins og í gær og mótmælir tilmælum um breytt vaxtakjör á gengislánum.
Í gær kom til mín mótorhjólakarl og var að undrast á öllum þessum látum vegna gengislánanna og honum fannst ekkert eðlilegara en að ný verðviðmiðun tæki við af hinni ólöglegu og var mjög ánægður með útspil FME og Seðlabankans. Hann sagðist vera skuldlaus og var eðlilega alsæll með það.
"Fólkið skrifaði undir pappírana sína og samþykkti verðtryggingu" sagði hann og bætti við:
"Ef löggan stoppar mig á mótorhjólinu mínu og tilkynnir mér að annar hjólbarðinn sé einhverra hluta vegna ólöglegur, hvort er þá líklegra að ég geri? Aki á einum hjólbarða eða endurnýji þann ólöglega?"
Það er nú það.
Þetta er útbreidd skoðun hinna skuldlausu og þeir eru margir. Sem betur fer.
Skulduga fólkið er á annarri skoðun og er mikið niðri fyrir.
Mótmælt á ný við Seðlabankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En skyldi honum finnast sá sem seldi honum ólöglega hjólbarðann eiga sérstakar þakkir skildar og eiga að fá að halda meira en fullri greiðslu fyrir dekkið? Kannske munaði litlu að gallaði/ólöglegi hjólbarðinn ylli mótorhjólakappanum stórtjóni/slysi.
Kristján H Theódórsson, 6.7.2010 kl. 14:12
Kristján, góður punktur!
Björn Birgisson, 6.7.2010 kl. 14:19
Komið þið sælir; Björn - Kristján, sem aðrir skrifarar og lesendur, hér á síðu !
Björn !
Fjarri fer því; að ég vilji móðga þig, á nokkurn hátt, en,..... segja orð Kristjáns ekki allt það, sem segja þarf, í þessu samhengi, Ísfirðingur góður ?
Er ekki tímabært; að skuldugir og skuldlausir sameinist um, að bylta þjóðskipulagi því, sem er; hvort eð er, komið á aðra hjörina ?
Og; taki upp það bezta - sem finna má, hjá Ísraelsmönnum og Persum (Írönum), þess í stað ?
Með beztu kveðjum; vestur yfir fjallgarð /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 14:50
"Og; taki upp það bezta - sem finna má, hjá Ísraelsmönnum og Persum (Írönum), þess í stað ?"
Óskar Helgi, hvað gæti það verið?
Björn Birgisson, 6.7.2010 kl. 14:53
Komið þið sælir; að nýju !
Björn !
Jú; harðýðgi, á hendur gufum og rolum, sem láta berast; hugmyndafræðilega, milli ESB og Bandaríkjanna - eins; og velflest Araba- og Evrópulönd, eru nú kunnust að.
Þeir; Nethanyahu, og Ahmadjinedad, gætu kennt okkur margvíslega góða hluti, eins og,....... hvernig eigi að taka á Bretum og Hollendingum, vegna Ísþræla reikninganna (icesave´s kúgunarinnar), þar með talið, hversu Íslendingum mætti ágengt verða, í að sprengja upp opinberar byggingar, í Bretlandi og Hollandi, til dæmis.
Hér heima fyrir; ráðlegðu þeir okkur, afnám Alþingis - og útrýmingu gerpilltrar embættis manna stéttarinnar - svo og; hóflegar endurhæfingar búðir, fyrir það lið, sem mögulega mætti gera nothæft, að nýju, í einhverjum atvinnugreinum - svo sem; aflóga Banka fólk og svindlara aðra, sem mætti nýta annars staðar, Björn minn.
Vopnað Byltingarráð; færi með daglega stjórnun mála, héreftir - hérlendis.
Með beztu kveðjum; sem þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 15:27
Kristján,
Sá sem seldi honum hjólbarðann var búinn að fá leyfi til að selja hann. Þar að auki valdi kaupandinn að kaupa þetta dekk (síðar dæmt ólöglegt) af því hann var reiðubúinn að taka sénsinn og fá þannig vonandi ódýrara dekk en ef hann hefði tekið hinn kostinn.
Á kaupandinn að fá sérstakan afslátt fyrir að hafa tekið sénsinn á sínum tíma?
Ef dekkið er ólöglegt þá væntanlega fengi hann löglegt dekk á svipuðum kjörum og hann fékk hitt á, í besta falli.
Fyrir utan að allir sem keyptu lögleg dekk hafa fengið extra kostnað á sig vegna þeirra sem fengu sér ólögleg dekk. Þá á ég við að vegna gríðarlegra kaupa á ólöglegum dekkum þá varð verð þeirra löglegu miklu meira en gert var ráð fyrir.
Skussinn (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 15:29
Hjólbarðasala Björns, góðan daginn!
Björn Birgisson, 6.7.2010 kl. 15:31
Óskar Helgi, nokkuð eru þetta róttækar tillögur!
Björn Birgisson, 6.7.2010 kl. 15:33
Rangt hjá Skussanum, sem ber réttnefni. Sá sem seldi dekkið hafði leyfi til að selja dekk, en ekki ólögleg dekk. Kaupandinn gat ekki vitað að þetta væri ólögleg vara ,enda ekki séfræðingur í lögum og reglugerðum um hjólbarða .
Þessvegna vissi kaupandinn ekki að hann væri að taka neinn"séns" með að kaupa ódýrari hjólbarða. Þar fyrir utan eru litlar líkur að allir sem aka á löglegum dekkjum taki á sig aukakostnað þótt hinn svikuli hjólbarðasali verði að taka til baka hina ólögmætu vöru og sæta því að afgreiða löglegan hjólbarða í staðin án þess að fá viðbótargreiðslu!
Kristján H Theódórsson, 6.7.2010 kl. 16:28
Sérkennileg þjóð. Var fórnarlamb ólöglegra lána, sem allir eða svo til vildu endilega taka til þess að geta keypt meira af öllum fjandanum og treysti á guð og gæfunna að allt færi nú vel, allavega fyrir það sjálft. Svo kemur í ljós að öll lánin sem allir vildu ólmir taka, og vel að merkja, vissu nákvæmlega hvaða áhættu báru i sér, eru ekki í samræmi við lög. Aðeins 9 árum eftir að byrjað var að veita þau!! Og þeir sem hvað harðast ganga fram í gagnrýni eru auðvitað framsóknarmenn, sem að vísu lögleiddu þessa þvælu! Og nú eru allir fórnarlömb og enginn vill greiða neitt, þó allir vissu að hverju þeir gengu í upphafi. Og svo fara bankarnir kannski a hliðina aftur og hver á að borga það, jú almenningur. Ekki nema von að Jón Jónsson, kominn af 100 Jónum aftur i aldir sagði um daginn, Fari Ísland til helvítis.
Heyr minn himasmiður (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.