Gylfi er góður

"Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að unnið sé að endurskoðun laga um takmarkanir á erlendri fjárfestingu. Hann segir líklegt að frumvarp til endurskoðaðra laga verði lagt fram á haustþingi. „Ég get samt engu lofað," segir Gylfi." segir visir.is

Gylfi er duglegur og staðfastur. Það haggar honum fátt ef nokkuð. Allt sem frá honum kemur virðist byggt á skynsemi og góðu mati á því hvað þjóðinni er fyrir bestu.

Hann talar ákaflega skynsamlega um hin skrýtnu lánamál og vill treysta á úrskurð dómstóla. Háværasti þrýstihópur Íslands, skuldarar, geta með engu móti tekið nokkrum rökum, öðrum en þeim sem þeir vilja hlusta á og henta þeim persónulega.

Gleymum ekki því að stór hluti þjóðarinnar er skuldlaus og á jafnvel einhverjar krónur í banka. Án þess sparnaðar geta bankarnir ekki verið og ekki getur þjóðin verið án banka, þótt gjarnan mætti fækka þeim.

Gleymum heldur ekki því að 99% þeirra vandamála sem þjóðin glímir við urðu ekki til á vakt þessarar ríkisstjórnar, en Samfylkingin getur þó aldrei firrt sig allri ábyrgð.

Gylfi Magnússon er alfarið að reyna að leysa vandamál sem hann átti  ekki nokkurn þátt í að skapa.

Hann er að standa sig vel við erfiðar aðstæður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Gylfi er góður maður - en hann er ekki fullkominn. Þeir sem trúa á ESB treysta því að AGS sjái um sína. Hann er afburða hagfræðingur, en hagfræði snýst um líkön sem ekki eru nákvæm enda er hagfræði félagsvísindi en ekki raunvísindi eins og t.d. stærðfræði þar sem 1 + 1 eru klárlega 2.

Slíkt er gott að vita.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.7.2010 kl. 21:17

2 Smámynd: Björn Birgisson

Lísa Björk, það merkilegasta við hrunið var að það fæddi af sér um 300 þúsund hagfræðinga hérlendis. Skyndilega vissu allir hvað var að og hvað væri til úrbóta! Skýringar skiptu þúsundum og lausnirnar voru ekki færri!

Ein staðreynd kom manni þó undarlega á óvart. Hún var þessi: Í hvert sinn sem 5 hámenntaðir hagfræðingar komu saman til spjalls, til dæmis í sjónvarpi, voru alltaf 5 sjónarmið uppi!

Hjá hagfræðingum eru 2+2 ekki endilega 4.

Björn Birgisson, 6.7.2010 kl. 21:38

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þú sagðist vera útgerðarmaður ekki satt? Ég hef lært hagfræði allengi við Háskólann - það er skyldufag til hliðar við viðskiptafræði til endurskoðunar. Ég lærði við félagsvísindadeild - ekki raunvísindadeild. Í félagsvísindadeild er líka t.d. Stjórnmálafræði kennd, Sálfræði, Félagsfræði og Hagfræði......

Vildirðu segja mér eitthvað fleira?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.7.2010 kl. 21:43

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Fyrirgefðu - ef þú lest færsluna mína aftur var ég einmitt að segja að hjá hagfræðingum eru 2 + 2 ekki endilega 4.  Og Gylfi er Hagfræðingur - einn af þessum 5 sem þú talar um.

Stærðfræði er raunvísindi þar sem 2 + 2 eru klárlega 4.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.7.2010 kl. 21:45

5 identicon

"Ég hef lært hagfræði allengi við Háskólann - það er skyldufag til hliðar við viðskiptafræði til endurskoðunar" Og mikið hafa endurskoðendur bankanna í gegnum árin staðið sig frábærlega vel! Amen.

Skondinn spéfugl (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 21:48

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Spéfugl - var ég að tala um endurskoðendur eða hagfræði? Veist þú hvar eða hvaða endurskoðendur hafa verið með þessi fyrirtæki? Það skyldi aldrei alhæfa eða setja alla undir sama hatt - líkt og hagfræðingana 5. En þér til fræðslu þá bera endurskoðendur ekki ábyrgð á ársreikningum fyrirtækja - þeir geta bent stjórnendum þeirra á villur en stjórnendur fyrirtækja bera ábyrgðina. Þetta kemur skýrt fram í lögum.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.7.2010 kl. 21:59

7 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þó skal segjast - að þeir geta ekki sett frá sér endurskoðaðann reikning án þess að greina frá e-u sem ekki er löglegt. En það eru ekki allir ársreikningar endurskoðaðir.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.7.2010 kl. 22:01

8 Smámynd: Björn Birgisson

Lísa Björk, hafi ég sagst vera útgerðarmaður verður þú að hjálpa mér. Ég man þetta ekki! Hvenær, hvaðan og hvað hef ég gert út? Þú kannt örugglega á gúgglið, svona vel menntuð konan!

Björn Birgisson, 6.7.2010 kl. 22:11

9 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég biðst einlæglegrar afsökunar - kennari - ég las of hratt yfir.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.7.2010 kl. 22:15

10 identicon

Kæra Lísa, það er mjög til siðs og í tísku nú til dags að hæðast að hagfræðingum, svo sem eins og Gylfa  Magnússyni, og segja eitthvað eins og 2+2 eru 5 hjá hagfræðingum. Samt sem áður fær hagfræðingur a hverju ári Nóbelsverðlaun hjá virtri stofnun og ekki að ástæðulausu. Það að gera grín að fræðimennsku annarra er ansi oft haft í frammi hér á landi og oftar en ekki hjá þeim sem numið hafa í háskólum hér á landi. Annars hafðu það gott og sei sei það helf ég nú. Og þér að lokum skal upplýsast að endurskoðendur eiga og meiga ekki skrifa undir ársreikning ef þeir eru ekki fyllilega sáttir við það sem þar kemur fram.

Skondinn spéfugl (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 22:17

11 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það eru ýmsar undirskriftir......

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.7.2010 kl. 22:22

12 identicon

Kæra Lísa, mikið rétt, mikið rétt.

Skondinn spéfugl (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 22:30

13 Smámynd: Björn Birgisson

Talandi um endurskoðun bankanna, Skondinn spéfugl og Lísa Björk.

Ekki settu ríkisstjórnir íhaldsins, Framsóknar og Samfylkingarinnar nein bremsuför á framferði hinna spilltu bankamanna, bankaræningjanna.

Ekki setti FME nein bremsuför á starfsemi þeirra.

Ekki setti Seðlabankinn heldur nein bremsuför þar.

Ekki setti Alþingi nein bremsuför þar.

Ekki settu endurskoðendur bankanna nein bremsuför þar heldur.

Málið er ekki flókið. Allir þessir aðilar settu skýr bremsuför í nærhaldið sitt.

Einna skýrust eru þau bremsuför í nærhaldi endurskoðenda bankanna.

Þau blasa við öllu hugsandi fólki.

Björn Birgisson, 6.7.2010 kl. 22:44

14 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ágæti Björn. Þarna mundi ég telja FME og Ríkisstjórnina helstu skaðvalda. Seðlabankinn ber einungis ábyrgð á peningastjórn - ekki fyrirtækjum, ekki FME og ekki ríkisvaldinu. Endurskoðandi ber ákveðna ábyrgð á undirrituðum ársreikningum með fullri ábyrgð. En þar á eftir á FME að sjá um að lög og reglum sé fylgt. Ég get upplýst þig um það minn ágæti - að ég skoðaði í þaula reglugerðir FME sem samsvarast reglugerðum ESB. Án þess að hafa fullan aðgang að nema upplýsingum úr dagblöðunum reiknaði ég CAR mikið öðruvísi en FME. Á þann hátt að bankarnir væru ekki með eigið fé sem skyldi. Það var á ábyrgð FME sem í janúar 2008 staðfesti að bankarnir væru í fullkomnu lagi - að taka í taumana ef eitthvað var. Og síðan ríkisstjórnar að fylgjast með - sem þeir og gerðu, en leyndu því sem þeir sáu.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.7.2010 kl. 23:08

15 Smámynd: Björn Birgisson

Mín kæra Lísa Björk, um þessa hluti má þrátta endalaust , fram og til baka. Nú er hins vegar sólin í sinni hæstu stöðu á Íslandi. Bjartar nætur og langir dagar og Íslendingar komnir í rómantísku buxurnar sínar, eða úr þeim! Allir að grilla með rauðu eða hvítu og gleðjast. Höfum það þannig!

Lifðu heil, mín kæra og vegni þér vel! 

Björn Birgisson, 7.7.2010 kl. 00:18

16 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Björn ekki gleyma því að ef við skuldarar greiðum ekki þá getið þið kysst þessar krónur ykkar í bankanum bless. Og það er að verða alltaf meira og meira freistandi að segja ykkur innistæðueigendum að fara fjandans til.

Loksins þegar eitthvert réttlæti virðist í sjónmáli þá byrjar grátkór þeirra sem fengu eignir sínar gefins í óðaverðbólgu og greiddu ekki nema brot af því sem þeir fengu upphaflega lánað. 

Síðan ætlast þetta sama fólk til þess að við höldum því uppi með skattgreiðslum okkar. 

Fuck off.

Sigurður Sigurðsson, 7.7.2010 kl. 21:48

17 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður Sigurðsson. Ekkert svar. Ekkert svaravert.

Björn Birgisson, 7.7.2010 kl. 21:56

18 identicon

SS, Er það réttlæti, að þeir sem tóku erlend lán vitandi um gengisáhættuna að þeir skella nú, eins og þú gerir, skuldinni á aldrað fólk þessa lands, sem nú hefur tapað lífeyrisréttindum og sparnaði. Tókst þú erlent lán í svefni og blindni, eða bara vegna þess að þú gast keypt meira af alskyns drasli fyrir minni vaxtagreiðslu. Fuck off sjálfur. Innstæðueigendur í bönkunum eru í flestum tilfellum þeir sem hafa farið varlega og ef þitt innlegg til þeirra er FO, þá segi ég enn og aftur FO sjálfur.

Skondinn spéfugl (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 22:29

19 Smámynd: Björn Birgisson

Skondinn spéfugl, þú ert að verða full alvörugefinn! Sigurður hefði kannski átt að leggja allt þetta fína lánsfé sem hann hélt sig vera að fá til Lottó kaupa?

Sénsinn vildi hann taka enda örugglega stútfullur af lygi bankamannanna sem hann kyngdi roðlaust og beinlaust eins og flestir aðrir í hans stöðu.

Sem ég veit þó ekkert um.

Björn Birgisson, 7.7.2010 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband