7.7.2010 | 01:06
Siðleysingjar kunna ekki að gráta
Aðkoma endurskoðenda bankanna sem féllu mun örugglega lenda fyrir dómstólum fyrr eða síðar. Þar var alltaf skrifað upp á allt sem þessum glæpafyrirtækjum datt í hug að setja á blað.
Ekki settu ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Samfylkingarinnar nein bremsuför á framferði hinna spilltu bankamanna, bankaræningjanna.
Ekki setti FME nein bremsuför á starfsemi þeirra.
Ekki setti Seðlabankinn heldur nein bremsuför þar.
Ekki setti Alþingi Íslendinga nein bremsuför þar.
Ekki settu endurskoðendur bankanna nein bremsuför þar heldur.
Málið er ekki flókið.
Allir þessir aðilar settu skýr bremsuför í nærhaldið sitt og þess mun minnst svo lengi sem land okkar byggist af hugsandi fólki og það mun aldrei gleymast.
Tár Þorgerðar Katrínar og Ingibjargar Sólrúnar við sín uppgjör við stjórnmálin, eru sölt og brennandi fyrir laskaða þjóð. Betur að fleiri stjórnendur hefðu grátið. En siðleysingjar kunna ekki að gráta.
Einna skýrust eru þau bremsuför í nærhaldi endurskoðenda bankanna.
Þau blasa við öllu hugsandi fólki.
Þar voru mennirnir sem sáu allar, eða flestar, tölurnar og hefðu átt að slá í borðið og standa upp.
Það gerðu þeir aldrei, en skrifuðu feitari reikninga með hverju árinu sem leið. Auðvitað kostar stórfé að halda sér saman.
Ég sendi dómurum þessa lands mínar samúðarkveðjur.
Þeirra verkefni á næstu misserum verða hrikaleg.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Björn
Hélt mig hafa lesið þennan pistil áður. Fyrr í kvöld eða kannski seinnipartinn í dag.
Ekki trúi ég því á þig að þú endurbirtir pistla til að fá aukinn lestur?
Hitt er mun skárra að þú skrifar stundum skynsamlega - kannski veistu það sjálfur og það er þá ástæðan :)
Góðar kveðjur - Jón Dan.
Jón Daníelsson (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 01:44
Jón, þessi pistill er endurbirting með nokkrum breytingum. Ég setti þetta "hálfhrátt" inn. Nokkrum klukkutímum síðar kom ég að tölvunni, kippti færslunni út, breytti henni og endurbirti.
Björn Birgisson, 7.7.2010 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.