7.7.2010 | 13:42
Mjög gott mál
"Að átakinu standa, auk stjórnvalda, Alþýðusamband Íslands og aðildarfélög, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands."
Þetta er mjög lofsvert framtak og ég ætla rétt að vona að sem flestir geti nýtt sér þetta. Það er nú þannig að tugþúsundir Íslendinga eru skuldlausar og eiga peninga sem hægt er að nota til viðhalds fasteigna. Þetta vill gleymast í allri umræðunni um skuldara þessa lands og þeirra erfiðleika, sem vissulega eru miklir.
Ég skil þetta þannig að endurgreiða eigi VSK af vinnuliðnum, en ekki efniskaupunum.
Sé fyrir mér miklar framkvæmdir við fasteignir allt í kring um landið og jafnvel heilu húsfélögin nýta sér þetta. Blokkir verði málaðar. Skipt verði um ónýtt járn á þökum. Nýir gluggar leysi feyskna af hólmi. Ónýtar lagnir verði endurlagðar svo eitthvað sé nefnt.
Iðnaðarmenn og verkamenn fá við þetta vinnu. Atvinnuleysi minnkar og veltan eykst í byggingavöruverslunum.
Ríkissjóður verður af einhverjum tekjum en bætir sér það upp að hluta með aukinni veltu í samfélaginu.
Viðbrögð stjórnarandstæðinga við þessu benda eindregið til þess að málið sé gott!
Hvatt til framkvæmda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.